Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 15. nóvember 2025 14:46 Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra. Samsett Forstjóri Landspítalans óttast að verði af frumvarpi dómsmálaráðherra um breytingar á lögum um dvalar- og atvinnuleyfi muni það hafa áhrif á mönnun innan heilbrigðisþjónustunnar. Hann óskar eftir því að ráðuneytið leiti annarra leiða sem hafi ekki eins mikil áhrif á sjúkrahúsið. „Landspítalinn telur einsýnt að fyrirhugaðar breytingar muni hafa áhrif á mönnun innan heilbrigðisþjónustunnar þar sem heilbrigðisstofnanir reiða sig nú í miklum mæli á starfsfólk sem kemur hingað til lands erlendis frá og aflar sér starfsleyfis eftir komu til landsins,“ segir í umsögn Landspítalans, undirrituð af Runólfi Pálssyni, forstjóra Landspítalans. Um er að ræða drög að frumvarpi um breytingar á lögum um útlendinga og lögum um atvinnuréttindi útlendinga. Meðal breytinga sem lagt er til að ráðist verði í er að lokinni útskrift fái útskrifaðir nemendur atvinnuleyfi í eitt ár í stað þriggja líkt og er nú. Þá er einnig lagt til að takmarka rétt dvalarleyfishafa til fjölskyldusameiningar. Fullyrt er í tilkynningu dómsmálaráðuneytisins að námsmannaleyfin séu nýtt sem leið inn í landið án þess að ætla sér að stunda nám við íslenska háskóla. Vísað er í orð Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra um að fólk sæki um leyfin í annarlegum tilgangi í umsögninni. Vegna þessa vilji Þorbjörg auka eftirlit með námsárangri dvalarleyfishafa og takmarka möguleika á fjölskyldusameiningu en flestir sem hlutu námsleyfi komi frá Filippseyjum. „Erlendir hjúkrunarfræðingar sem starfa á Landspítala hafa fjölmargir farið þessa leið, þ.e. að stunda íslenskunám í Háskóla Íslands og fengið hjúkrunarleyfi á meðan þau stunda námið. Þessi leið hefur orðið til þess að fjöldi erlendra hjúkrunarfræðinga hefja störf á Landspítala,“ segir Runólfur. Hann óskar því eftir greiningu hvort hægt sé að ná þeim markmiðum sem sóst er eftir með frumvarpinu án þess að hafa áhrif á Landspítalann. Mönnun á sjúkrahúsinu sé nú þegar áskorun og tryggja þurfi að hún samræmist mannaflaþörf heilbrigðiskerfisins. Alls hafa 56 umsagnir borist um drögin, langflestar frá erlendum nemendum sem gagnrýna frumvarpið. Þá bárust einnig umsagnir frá Háskólanum í Reykjavík, Háskóla Íslands, Samtökum iðnaðarins og fleirum. Landspítalinn Innflytjendamál Háskólar Hagsmunir stúdenta Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Formaður alþjóðanefndar Stúdentaráðs Háskólans á Akureyri segir skiptar skoðanir á drögum að frumvarpi um breytingu á lögum um atvinnuréttindi útlendinga en í þeim felast breytingar á dvalarleyfi námsmanna. Verði frumvarpið að lögum gæti námsbraut við skólann verið undir. 1. nóvember 2025 16:15 Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols Deildarforseti Íslensku- og menningardeildar Háskóla Íslands gefur lítið fyrir rökstuðning dómsmálaráðherra fyrir nýju frumvarpi sem gerir erlendum námsmönnum erfiðara fyrir að stunda nám hér á landi. Það að nýta flóttafólk og námsmenn sem blóraböggla vegna óþols fólks fyrir erlendum ferðamönnum sé hrein mannvonska. 6. nóvember 2025 16:42 Skipar starfshóp um dvalarleyfi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur skipað starfshóp til að yfirfara reglur um dvalarleyfi á Íslandi. Markmiðið er að fá betri yfirsýn yfir þann hóp sem sækir um útgefið dvalarleyfi á Íslandi, meðal annars með hliðsjón af þeim markmiðum sem nefnd eru í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að gæta skuli samræmis við reglur nágrannaríkja á sviði útlendingamála og styrkja stjórnsýsluna hvað þessi mál varðar. 14. apríl 2025 15:03 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Sjá meira
„Landspítalinn telur einsýnt að fyrirhugaðar breytingar muni hafa áhrif á mönnun innan heilbrigðisþjónustunnar þar sem heilbrigðisstofnanir reiða sig nú í miklum mæli á starfsfólk sem kemur hingað til lands erlendis frá og aflar sér starfsleyfis eftir komu til landsins,“ segir í umsögn Landspítalans, undirrituð af Runólfi Pálssyni, forstjóra Landspítalans. Um er að ræða drög að frumvarpi um breytingar á lögum um útlendinga og lögum um atvinnuréttindi útlendinga. Meðal breytinga sem lagt er til að ráðist verði í er að lokinni útskrift fái útskrifaðir nemendur atvinnuleyfi í eitt ár í stað þriggja líkt og er nú. Þá er einnig lagt til að takmarka rétt dvalarleyfishafa til fjölskyldusameiningar. Fullyrt er í tilkynningu dómsmálaráðuneytisins að námsmannaleyfin séu nýtt sem leið inn í landið án þess að ætla sér að stunda nám við íslenska háskóla. Vísað er í orð Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra um að fólk sæki um leyfin í annarlegum tilgangi í umsögninni. Vegna þessa vilji Þorbjörg auka eftirlit með námsárangri dvalarleyfishafa og takmarka möguleika á fjölskyldusameiningu en flestir sem hlutu námsleyfi komi frá Filippseyjum. „Erlendir hjúkrunarfræðingar sem starfa á Landspítala hafa fjölmargir farið þessa leið, þ.e. að stunda íslenskunám í Háskóla Íslands og fengið hjúkrunarleyfi á meðan þau stunda námið. Þessi leið hefur orðið til þess að fjöldi erlendra hjúkrunarfræðinga hefja störf á Landspítala,“ segir Runólfur. Hann óskar því eftir greiningu hvort hægt sé að ná þeim markmiðum sem sóst er eftir með frumvarpinu án þess að hafa áhrif á Landspítalann. Mönnun á sjúkrahúsinu sé nú þegar áskorun og tryggja þurfi að hún samræmist mannaflaþörf heilbrigðiskerfisins. Alls hafa 56 umsagnir borist um drögin, langflestar frá erlendum nemendum sem gagnrýna frumvarpið. Þá bárust einnig umsagnir frá Háskólanum í Reykjavík, Háskóla Íslands, Samtökum iðnaðarins og fleirum.
Landspítalinn Innflytjendamál Háskólar Hagsmunir stúdenta Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Formaður alþjóðanefndar Stúdentaráðs Háskólans á Akureyri segir skiptar skoðanir á drögum að frumvarpi um breytingu á lögum um atvinnuréttindi útlendinga en í þeim felast breytingar á dvalarleyfi námsmanna. Verði frumvarpið að lögum gæti námsbraut við skólann verið undir. 1. nóvember 2025 16:15 Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols Deildarforseti Íslensku- og menningardeildar Háskóla Íslands gefur lítið fyrir rökstuðning dómsmálaráðherra fyrir nýju frumvarpi sem gerir erlendum námsmönnum erfiðara fyrir að stunda nám hér á landi. Það að nýta flóttafólk og námsmenn sem blóraböggla vegna óþols fólks fyrir erlendum ferðamönnum sé hrein mannvonska. 6. nóvember 2025 16:42 Skipar starfshóp um dvalarleyfi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur skipað starfshóp til að yfirfara reglur um dvalarleyfi á Íslandi. Markmiðið er að fá betri yfirsýn yfir þann hóp sem sækir um útgefið dvalarleyfi á Íslandi, meðal annars með hliðsjón af þeim markmiðum sem nefnd eru í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að gæta skuli samræmis við reglur nágrannaríkja á sviði útlendingamála og styrkja stjórnsýsluna hvað þessi mál varðar. 14. apríl 2025 15:03 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Sjá meira
Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Formaður alþjóðanefndar Stúdentaráðs Háskólans á Akureyri segir skiptar skoðanir á drögum að frumvarpi um breytingu á lögum um atvinnuréttindi útlendinga en í þeim felast breytingar á dvalarleyfi námsmanna. Verði frumvarpið að lögum gæti námsbraut við skólann verið undir. 1. nóvember 2025 16:15
Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols Deildarforseti Íslensku- og menningardeildar Háskóla Íslands gefur lítið fyrir rökstuðning dómsmálaráðherra fyrir nýju frumvarpi sem gerir erlendum námsmönnum erfiðara fyrir að stunda nám hér á landi. Það að nýta flóttafólk og námsmenn sem blóraböggla vegna óþols fólks fyrir erlendum ferðamönnum sé hrein mannvonska. 6. nóvember 2025 16:42
Skipar starfshóp um dvalarleyfi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur skipað starfshóp til að yfirfara reglur um dvalarleyfi á Íslandi. Markmiðið er að fá betri yfirsýn yfir þann hóp sem sækir um útgefið dvalarleyfi á Íslandi, meðal annars með hliðsjón af þeim markmiðum sem nefnd eru í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að gæta skuli samræmis við reglur nágrannaríkja á sviði útlendingamála og styrkja stjórnsýsluna hvað þessi mál varðar. 14. apríl 2025 15:03