Innlent

„Kerfinu koll­varpað“, jólabókaflóð og forystusauðir

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir í kvöld.
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir í kvöld. vísir

Byggingarstjóri óttast að boðaðar breytingar á byggingareftirliti séu vanhugsaðar. Þær komi til með að auka kostnað. Ekki hafi verið hlustað á sjónarmið fagaðila við mótun tillagna. Hann kallar eftir úrbótum, bættu eftirliti með núverandi kerfi, og hörðum viðurlögum gegn þeim sem svíkjast undan skildum sínum

Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Sýnar. 

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir mikilvægt að tryggja að æðstu ráðamenn landsins fari ekki beint í störf innan Evrópusambandsins gangi Ísland í sambandið. Dæmi séu um að erlendir ráðamenn lendi í klandri fyrir svipaðar tilfærslur. 

Logi Már Einarsson menningarmálaráðherra ræðst í sérstaka úttekt á íslenska bókamarkaðnum og vinnur að nýrri bókmenntastefnu, en rætt verður við ráðherrann í fréttatímanum.

Þá verður fréttastofan í beinni útsendingu frá Esjurótum þar sem fjöldi fólks tók þátt í hinni árlegu Ljósafossgöngu í dag. 

Þeir eru einnig fallegir forystu sauðirnir hjá bónda sem við hittum fyrir í Flóanum en þeir eru einnig vel hyrndir og vekja alls staðar mikla athygli þar sem þeir koma fyrir glæsileika sinn.

Þetta og fleira í kvöldfréttum á slaginu klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×