Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Lovísa Arnardóttir skrifar 16. nóvember 2025 14:15 Í rökstuðningi nefndar segir að Dröfn hafi á undanförnum árum vakið mikla athygli fyrir öflugt starf sitt á bókasafninu. Vísir/Bjarni Dröfn Vilhjálmsdóttir, bókasafns- og upplýsingafræðingur og umsjónarmaður Bókasafns Seljaskóla, er handhafi verðlauna Jónasar Hallgrímssonar í ár. Verðlaunin hlýtur hún fyrir óeigingjart starf sitt við að auka áhuga barna á íslensku menningarumhverfi og stuðla að auknum lestri þeirra á íslensku. Samtökin ‘78 hljóta einnig sérstaka viðurkenningu fyrir nýyrðasmíð og baráttu samtakanna fyrir tilvistarrétti hinsegin fólks innan tungumálsins. Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar eru veitt árlega á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember. Markmið dags íslenskrar tungu er að minna á mikilvægi íslenskunnar og gleðjast og fagna sögu hennar, samtíð og framtíð. Þann dag eru árlega veittar viðurkenningar og verðlaun fyrir störf í þágu íslensks máls og efnt til margvíslegra menningarviðburða. Almenningi býðst að senda inn tilnefningar og bárust á fimmta tug að þessu sinni. Rökstuðningur ráðgjafarnefndarinnar, sem falið var að útnefna handhafa verðlauna Jónasar Hallgrímssonar, er eftirfarandi: Meðal þeirra sem vinna af ástríðu að eflingu íslenskrar tungu á hverjum degi eru þau sem lesa með börnum og kynna fyrir þeim bækur á íslensku, hvort sem er í leikskóla, skóla, heima eða á bókasöfnum. Lengi býr að fyrstu gerð, segir máltækið, og lestur barna og ungmenna er ótvírætt eitt af því mikilvægasta sem hlúa þarf að til að stuðla að farsælli framtíð tungumálsins. Dröfn Vilhjálmsdóttir hefur á undanförnum árum vakið athygli fyrir öflugt starf á Bókasafni Seljaskóla, en ekki síður fyrir að vera öflugur málsvari lesandi barna á landinu öllu. Hún talar opinberlega fyrir mikilvægi þess að efla útgáfu barnabóka og kemur þar fram fyrir hönd barnanna, sem eins og hún bendir á eiga enga rödd í markaðsumhverfi samtímans. Í Seljaskóla hefur Dröfn byggt upp öflugt og lifandi skólasafn, þar sem fer saman góður bókakostur, frábær aðstaða og lifandi bókasafnsstarf. Hún leggur sig fram um að útvega hverjum lesanda það sem hann kýs helst og finna nýstárlegar leiðir til að hvetja lesendur til þess að uppgötva nýjar bækur. Ástríða Drafnar og metnaður hennar fyrir hönd lesandi barna er eftirtektarverður og til þess fallinn að auka áhuga þeirra á íslensku í menningarumhverfi þar sem efni á ensku er alltumlykjandi. Skólabókasöfn eru gríðarlega mikilvæg fyrir stoðkerfi íslenskunnar. Þar kynnast börn tungumálinu, læra að umgangast það gegnum sögur, bókmenntir og menningu ásamt því að leika sér að íslenskunni og velta henni fyrir sér. Þegar við þetta bætist ástríða fyrir lestri, barnamenningu og virðing fyrir áhuga hvers lesanda verður til ómótstæðileg blanda sem byggir undir tungumálið okkar til framtíðar. Dröfn Vilhjálmsdóttir er því verðugur handhafi verðlauna Jónasar Hallgrímssonar 2025. Sérstök viðurkenning: Samtökin ‘78 Að sama skapi hljóta Samtökin ‘78, hagsmuna- og baráttusamtök hinsegin fólks á Íslandi, sérstaka viðurkenningu fyrir stuðning við íslenska tungu að þessu sinni. Rökstuðningur ráðgjafanefndarinnar er svohljóðandi: Frá stofnun Samtakanna ‘78 árið 1978 hefur íslensk tunga skipað miðlægan sess í starfi þeirra. Stór hluti af baráttu þeirra fyrir réttindum hinsegin fólks er krafan um tilverurétt innan tungumálsins enda er íslenska lykillinn að íslensku samfélagi. Sú vinna hefur ekki bara snúist um að berjast gegn útilokun og notkun fordæmandi orða heldur ekki síður um skapandi nýyrðasmíði. Fyrstu mótmælaaðgerðir samtakanna árið 1982 beindust þannig eins og frægt er gegn banni Ríkisútvarpsins á notkun orðanna hommi og lesbía, sem voru þau orð sem félagsfólk hafði sjálft mótað og kosið að nota um sig. Á síðari árum hafa Samtökin ‘78 staðið fyrir nýyrðasamkeppnum undir yfirskriftinni Hýryrði þar sem almenningur er hvattur til að taka þátt í að búa til ný orð sem vantar í íslenska tungu. Þannig hafa samtökin unnið markvisst að því að til séu orð á íslensku sem lýsa því hver við erum og hvernig okkur líður. Tilvist slíkra orða er forsenda þess að hinsegin fólk sé hluti af íslensku samfélagi og menningu en standi ekki utan þess. Nýyrðin hafa þar að auki mörg komist í almenna notkun og mikilvægi framlags Samtakanna ‘78 til íslenskrar tungu er því ótvírætt. Skóla- og menntamál Grunnskólar Íslensk tunga Reykjavík Börn og uppeldi Tengdar fréttir Stórforeldri nýtt orð um kynhlutlaust foreldri foreldris Samtökin ´78 hafa valið nýyrði ársins. Fyrr á árinu var auglýst eftir kynhlutlausu orði yfir foreldri foreldris, kynhlutlausu ábendingarfornafni og íslenskum þýðingum á ýmsum enskum orðum. Valin hafa verið tvö ný orð og ein skammstöfun. 17. nóvember 2023 13:25 Gagnrýna Rúv fyrir að ala á sundrungu Fjöldi fólks í Samtökunum '78 hafa gagnrýnt fréttaflutning Rúv um nýyrðasamkeppni samtakanna. Rúv hafi einblínt á neikvæð ummæli fólks úti í bæ frekar en að ræða við sérfræðinga. Þannig hafi þau alið á frekari misskilningi um málið. Viðmælandi Rúv segir að meginatriðin í viðtali við hana hafi ekki endurspeglast í endanlegri frétt. 3. júlí 2023 00:14 Vífguma, unnust, bur og vin meðal hýryrða Eitt markmið Hýryrða var að vekja fólk til umhugsunar um tvíhyggjuna í íslensku. Kynjuð fornöfn og lýsingarorð þykja úthýsa fólki sem skilgreinir sig án kyns. 18. nóvember 2015 07:00 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira
Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar eru veitt árlega á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember. Markmið dags íslenskrar tungu er að minna á mikilvægi íslenskunnar og gleðjast og fagna sögu hennar, samtíð og framtíð. Þann dag eru árlega veittar viðurkenningar og verðlaun fyrir störf í þágu íslensks máls og efnt til margvíslegra menningarviðburða. Almenningi býðst að senda inn tilnefningar og bárust á fimmta tug að þessu sinni. Rökstuðningur ráðgjafarnefndarinnar, sem falið var að útnefna handhafa verðlauna Jónasar Hallgrímssonar, er eftirfarandi: Meðal þeirra sem vinna af ástríðu að eflingu íslenskrar tungu á hverjum degi eru þau sem lesa með börnum og kynna fyrir þeim bækur á íslensku, hvort sem er í leikskóla, skóla, heima eða á bókasöfnum. Lengi býr að fyrstu gerð, segir máltækið, og lestur barna og ungmenna er ótvírætt eitt af því mikilvægasta sem hlúa þarf að til að stuðla að farsælli framtíð tungumálsins. Dröfn Vilhjálmsdóttir hefur á undanförnum árum vakið athygli fyrir öflugt starf á Bókasafni Seljaskóla, en ekki síður fyrir að vera öflugur málsvari lesandi barna á landinu öllu. Hún talar opinberlega fyrir mikilvægi þess að efla útgáfu barnabóka og kemur þar fram fyrir hönd barnanna, sem eins og hún bendir á eiga enga rödd í markaðsumhverfi samtímans. Í Seljaskóla hefur Dröfn byggt upp öflugt og lifandi skólasafn, þar sem fer saman góður bókakostur, frábær aðstaða og lifandi bókasafnsstarf. Hún leggur sig fram um að útvega hverjum lesanda það sem hann kýs helst og finna nýstárlegar leiðir til að hvetja lesendur til þess að uppgötva nýjar bækur. Ástríða Drafnar og metnaður hennar fyrir hönd lesandi barna er eftirtektarverður og til þess fallinn að auka áhuga þeirra á íslensku í menningarumhverfi þar sem efni á ensku er alltumlykjandi. Skólabókasöfn eru gríðarlega mikilvæg fyrir stoðkerfi íslenskunnar. Þar kynnast börn tungumálinu, læra að umgangast það gegnum sögur, bókmenntir og menningu ásamt því að leika sér að íslenskunni og velta henni fyrir sér. Þegar við þetta bætist ástríða fyrir lestri, barnamenningu og virðing fyrir áhuga hvers lesanda verður til ómótstæðileg blanda sem byggir undir tungumálið okkar til framtíðar. Dröfn Vilhjálmsdóttir er því verðugur handhafi verðlauna Jónasar Hallgrímssonar 2025. Sérstök viðurkenning: Samtökin ‘78 Að sama skapi hljóta Samtökin ‘78, hagsmuna- og baráttusamtök hinsegin fólks á Íslandi, sérstaka viðurkenningu fyrir stuðning við íslenska tungu að þessu sinni. Rökstuðningur ráðgjafanefndarinnar er svohljóðandi: Frá stofnun Samtakanna ‘78 árið 1978 hefur íslensk tunga skipað miðlægan sess í starfi þeirra. Stór hluti af baráttu þeirra fyrir réttindum hinsegin fólks er krafan um tilverurétt innan tungumálsins enda er íslenska lykillinn að íslensku samfélagi. Sú vinna hefur ekki bara snúist um að berjast gegn útilokun og notkun fordæmandi orða heldur ekki síður um skapandi nýyrðasmíði. Fyrstu mótmælaaðgerðir samtakanna árið 1982 beindust þannig eins og frægt er gegn banni Ríkisútvarpsins á notkun orðanna hommi og lesbía, sem voru þau orð sem félagsfólk hafði sjálft mótað og kosið að nota um sig. Á síðari árum hafa Samtökin ‘78 staðið fyrir nýyrðasamkeppnum undir yfirskriftinni Hýryrði þar sem almenningur er hvattur til að taka þátt í að búa til ný orð sem vantar í íslenska tungu. Þannig hafa samtökin unnið markvisst að því að til séu orð á íslensku sem lýsa því hver við erum og hvernig okkur líður. Tilvist slíkra orða er forsenda þess að hinsegin fólk sé hluti af íslensku samfélagi og menningu en standi ekki utan þess. Nýyrðin hafa þar að auki mörg komist í almenna notkun og mikilvægi framlags Samtakanna ‘78 til íslenskrar tungu er því ótvírætt.
Skóla- og menntamál Grunnskólar Íslensk tunga Reykjavík Börn og uppeldi Tengdar fréttir Stórforeldri nýtt orð um kynhlutlaust foreldri foreldris Samtökin ´78 hafa valið nýyrði ársins. Fyrr á árinu var auglýst eftir kynhlutlausu orði yfir foreldri foreldris, kynhlutlausu ábendingarfornafni og íslenskum þýðingum á ýmsum enskum orðum. Valin hafa verið tvö ný orð og ein skammstöfun. 17. nóvember 2023 13:25 Gagnrýna Rúv fyrir að ala á sundrungu Fjöldi fólks í Samtökunum '78 hafa gagnrýnt fréttaflutning Rúv um nýyrðasamkeppni samtakanna. Rúv hafi einblínt á neikvæð ummæli fólks úti í bæ frekar en að ræða við sérfræðinga. Þannig hafi þau alið á frekari misskilningi um málið. Viðmælandi Rúv segir að meginatriðin í viðtali við hana hafi ekki endurspeglast í endanlegri frétt. 3. júlí 2023 00:14 Vífguma, unnust, bur og vin meðal hýryrða Eitt markmið Hýryrða var að vekja fólk til umhugsunar um tvíhyggjuna í íslensku. Kynjuð fornöfn og lýsingarorð þykja úthýsa fólki sem skilgreinir sig án kyns. 18. nóvember 2015 07:00 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira
Stórforeldri nýtt orð um kynhlutlaust foreldri foreldris Samtökin ´78 hafa valið nýyrði ársins. Fyrr á árinu var auglýst eftir kynhlutlausu orði yfir foreldri foreldris, kynhlutlausu ábendingarfornafni og íslenskum þýðingum á ýmsum enskum orðum. Valin hafa verið tvö ný orð og ein skammstöfun. 17. nóvember 2023 13:25
Gagnrýna Rúv fyrir að ala á sundrungu Fjöldi fólks í Samtökunum '78 hafa gagnrýnt fréttaflutning Rúv um nýyrðasamkeppni samtakanna. Rúv hafi einblínt á neikvæð ummæli fólks úti í bæ frekar en að ræða við sérfræðinga. Þannig hafi þau alið á frekari misskilningi um málið. Viðmælandi Rúv segir að meginatriðin í viðtali við hana hafi ekki endurspeglast í endanlegri frétt. 3. júlí 2023 00:14
Vífguma, unnust, bur og vin meðal hýryrða Eitt markmið Hýryrða var að vekja fólk til umhugsunar um tvíhyggjuna í íslensku. Kynjuð fornöfn og lýsingarorð þykja úthýsa fólki sem skilgreinir sig án kyns. 18. nóvember 2015 07:00