Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2025 08:32 Mikaela Shiffrin fagnar með nýjasta hreindýrinu sínu. Getty/Christophe Pallot Bandaríska skíðagoðsögnin Mikaela Shiffrin fagnaði sigri í fyrsta svigmóti heimsbikarsins sem er eitthvað sem við höfum séð margoft áður. Það er ekki hægt að segja það sama um verðlaunaafhendinguna sem hefur skapað þessu árlega móti mikla sérstöðu. Bandaríska skíðagoðsögnin Mikaela Shiffrin fagnaði sigri í fyrsta svigmóti heimsbikarsins sem er eitthvað sem við höfum séð margoft áður. Það er ekki hægt að segja það sama um verðlaunaafhendinguna sem hefur skapað þessu árlega móti mikla sérstöðu. Shiffrin byrjaði tímabilið vel en það hófst með svigmóti í Levi, skíðasvæði í finnskum hluta Lapplands, sem er hluti af stærra svæði Sápmi og er langt norðan við heimskautsbaug. Mikaela Shiffrin með sjálfum jólasveininumGetty/Christophe Pallot Finnarnir gefa ekkert eftir í baráttunni um að eigna sér jólasveininn og verðlaunaafhendingin er gott dæmi um það. Jólasveinninn mætti til Shiffrin á verðlaunapallinn og afhenti henni hreindýr að gjöf. „Ég treysti á æfingarnar og góða vinnu sumarsins,“ sagði þessi þrítuga skíðakona, sem mun keppa um sín þriðju Ólympíugullverðlaun á leikunum í Mílanó-Cortina í febrúar næstkomandi. Shiffrin var fljótust í báðum ferðum og sigraði albanska táninginn Lara Colturi með 1,66 sekúndna mun. „Það var virkilega gaman að keppa í dag. Á þessu tímabili er mikilvægt að byrja með virkilega gott hugarfar. Ég er bara ofboðslega glöð. Þetta er farið að líkjast meira heimili. Það er líka farið að líkjast jólum,“ sagði Mikaela Shiffrin kát. Það sérstaka við þetta er að það er mikil hefð fyrir slíkum verðlaunum á mótinu í Finnlandi og það þekkir Shiffrin líka vel. Þetta var níundi sigur hennar í Levi, sem þýðir að hún mun bæta níunda hreindýrinu við hjörðina sína, sem býr á bóndabæ í nágrenninu. Shiffrin heimsótti hin átta, Rudolph, Sven, Mr Gru, Ingemar, Sunny, Lorax, Grogu og Rori, í fyrra. Þau fara því ekki með henni aftur til Bandaríkjanna en hún er komin með heila hreindýrahjörð. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport) Skíðaíþróttir Finnland Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Fleiri fréttir Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Sjá meira
Bandaríska skíðagoðsögnin Mikaela Shiffrin fagnaði sigri í fyrsta svigmóti heimsbikarsins sem er eitthvað sem við höfum séð margoft áður. Það er ekki hægt að segja það sama um verðlaunaafhendinguna sem hefur skapað þessu árlega móti mikla sérstöðu. Shiffrin byrjaði tímabilið vel en það hófst með svigmóti í Levi, skíðasvæði í finnskum hluta Lapplands, sem er hluti af stærra svæði Sápmi og er langt norðan við heimskautsbaug. Mikaela Shiffrin með sjálfum jólasveininumGetty/Christophe Pallot Finnarnir gefa ekkert eftir í baráttunni um að eigna sér jólasveininn og verðlaunaafhendingin er gott dæmi um það. Jólasveinninn mætti til Shiffrin á verðlaunapallinn og afhenti henni hreindýr að gjöf. „Ég treysti á æfingarnar og góða vinnu sumarsins,“ sagði þessi þrítuga skíðakona, sem mun keppa um sín þriðju Ólympíugullverðlaun á leikunum í Mílanó-Cortina í febrúar næstkomandi. Shiffrin var fljótust í báðum ferðum og sigraði albanska táninginn Lara Colturi með 1,66 sekúndna mun. „Það var virkilega gaman að keppa í dag. Á þessu tímabili er mikilvægt að byrja með virkilega gott hugarfar. Ég er bara ofboðslega glöð. Þetta er farið að líkjast meira heimili. Það er líka farið að líkjast jólum,“ sagði Mikaela Shiffrin kát. Það sérstaka við þetta er að það er mikil hefð fyrir slíkum verðlaunum á mótinu í Finnlandi og það þekkir Shiffrin líka vel. Þetta var níundi sigur hennar í Levi, sem þýðir að hún mun bæta níunda hreindýrinu við hjörðina sína, sem býr á bóndabæ í nágrenninu. Shiffrin heimsótti hin átta, Rudolph, Sven, Mr Gru, Ingemar, Sunny, Lorax, Grogu og Rori, í fyrra. Þau fara því ekki með henni aftur til Bandaríkjanna en hún er komin með heila hreindýrahjörð. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport)
Skíðaíþróttir Finnland Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Fleiri fréttir Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Sjá meira