Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar 17. nóvember 2025 11:01 Í flóknum heimi alþjóðaviðskipta geta ríki lent í tolladeilum þegar mismunandi hagsmunir rekast á. Slíkar deilur eru algengar í greinum þar sem mikil samkeppni ríkir, til dæmis í framleiðslu á hráefnum eins og kísilmálmi. Það er ekkert óeðlilegt við að ríki leitist við að vernda eigin efnahagslega hagsmuni. Slík hagsmunavörn er talin eðlilegur hluti af alþjóðlegri samkeppni og samvinnu, óháð stærð ríkja eða pólitískum samböndum þeirra. Það ætti ekki að koma á óvart að ríki sem tilheyra stærri efnahagsbandalögum njóta oft sameiginlegrar hagsmunavarnar en ríki utan slíkra bandalaga verja sína hagsmuni sjálfstætt. Í báðum tilvikum er grunnstefið það sama: ríki leitast við að tryggja stöðug viðskiptaskilyrði og jafnræði á mörkuðum. Mörgum Íslendingum finnst eðlilegt að við verndum okkar eigin innlendu framleiðslu með því að leggja á tolla og gjöld á innflutning sem telst vera í samkeppni við þá framleiðslu. Þetta er þá rökstutt með því að verið sé að tryggja fæðuöryggi og til að vernda innlend störf. Af hverju kemur það okkur þá á óvart að aðrar þjóðir skuli á sömu forsendum vernda sína eigin hagsmuni? Þjóðir eins og Spánverjar sem sumir benda á, eins og andstæðingar Evrópusambandsins, að séu með mun hærra atvinnuleysi en við. Tolladeilur eru yfirleitt leystar samkvæmt reglum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO), sem setur ramma um aðgerðir sem eru heimilar og leiða til úrlausna. Þar er lögð áhersla á gagnsæi, samráð og lausn ágreinings með formlegum ferlum. Við gerum viðskipta- og varnarsamninga við erlend ríki til að vernda okkar hagsmuni en það leysir okkur ekki undan því hlutverki að vera sífellt á vaktinni. Það gerum við auðvitað best með því að vera í reglulegum samskiptum við þessar þjóðir og að eiga sæti við borðið þar sem samtölin fara fram og ákvarðanirnar eru teknar. Það þekkjum við hvað best á vettvangi NATO. Full aðild að Evrópusambandinu myndi einnig styrkja þetta hlutverk. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og starfsfólk utanríkisráðuneytisins hefur staðið sig vel í að verja okkar hagsmuni gagnvart erlendum þjóðum. Ég treysti engum betur í þeirri hagsmunagæslu. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eiríkur Björn Björgvinsson Verndarráðstafanir ESB vegna kísilmálms Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Sjá meira
Í flóknum heimi alþjóðaviðskipta geta ríki lent í tolladeilum þegar mismunandi hagsmunir rekast á. Slíkar deilur eru algengar í greinum þar sem mikil samkeppni ríkir, til dæmis í framleiðslu á hráefnum eins og kísilmálmi. Það er ekkert óeðlilegt við að ríki leitist við að vernda eigin efnahagslega hagsmuni. Slík hagsmunavörn er talin eðlilegur hluti af alþjóðlegri samkeppni og samvinnu, óháð stærð ríkja eða pólitískum samböndum þeirra. Það ætti ekki að koma á óvart að ríki sem tilheyra stærri efnahagsbandalögum njóta oft sameiginlegrar hagsmunavarnar en ríki utan slíkra bandalaga verja sína hagsmuni sjálfstætt. Í báðum tilvikum er grunnstefið það sama: ríki leitast við að tryggja stöðug viðskiptaskilyrði og jafnræði á mörkuðum. Mörgum Íslendingum finnst eðlilegt að við verndum okkar eigin innlendu framleiðslu með því að leggja á tolla og gjöld á innflutning sem telst vera í samkeppni við þá framleiðslu. Þetta er þá rökstutt með því að verið sé að tryggja fæðuöryggi og til að vernda innlend störf. Af hverju kemur það okkur þá á óvart að aðrar þjóðir skuli á sömu forsendum vernda sína eigin hagsmuni? Þjóðir eins og Spánverjar sem sumir benda á, eins og andstæðingar Evrópusambandsins, að séu með mun hærra atvinnuleysi en við. Tolladeilur eru yfirleitt leystar samkvæmt reglum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO), sem setur ramma um aðgerðir sem eru heimilar og leiða til úrlausna. Þar er lögð áhersla á gagnsæi, samráð og lausn ágreinings með formlegum ferlum. Við gerum viðskipta- og varnarsamninga við erlend ríki til að vernda okkar hagsmuni en það leysir okkur ekki undan því hlutverki að vera sífellt á vaktinni. Það gerum við auðvitað best með því að vera í reglulegum samskiptum við þessar þjóðir og að eiga sæti við borðið þar sem samtölin fara fram og ákvarðanirnar eru teknar. Það þekkjum við hvað best á vettvangi NATO. Full aðild að Evrópusambandinu myndi einnig styrkja þetta hlutverk. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og starfsfólk utanríkisráðuneytisins hefur staðið sig vel í að verja okkar hagsmuni gagnvart erlendum þjóðum. Ég treysti engum betur í þeirri hagsmunagæslu. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun