Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. nóvember 2025 13:07 Lagt er til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað í þingsályktunartillögu sem Framsóknarmenn ætla að mæla fyrir á Alþingi á næstunni. Reglur miðlanna taka á engan hátt mið af því hversu skaðlegt efnið getur verið börnum, segir varaþingmaður Framsóknar og sviðsstjóri hjá Netvís. Í dag fer fram sérstök umræða á Alþingi um samfélagsmiðla og börn. Skúli Bragi Geirdal, varaþingmaður Framsóknar er málshefjandi en hann er einnig sviðsstjóri hjá Netöryggismiðstöð Íslands eða Netvís, og þekkir málaflokkinn vel. Hann segir umræðuna löngu tímabæra. „Við erum að vernda börn gegn skaðlegu efni á íslenskum veitum, í fjölmiðlum, á myndefnaveitum og í viðskiptaboðum. En síðan þegar kemur að samfélagsmiðlum að þá er frítt spil gefið. Við sjáum að það ríkir ákveðið úrræðaleysi og það er erfitt að framfylgja lögum. Aldursmerkingin er ekki í samræmi við neinar þær merkingar sem við höfum annars staðar, til dæmis í kvikmyndum, þáttum og tölvuleikjum,“ segir Skúli. Þingsályktunartillagan verður lögð fram á næstunni.vísir/vilhelm Þrettán ára aldurstakmark er á flestum stórum samfélagsmiðlum og Skúli bendir á að Norðmenn og Danir séu að ræða um að hækka það upp í fimmtán ár. Þingmenn Framsóknar hyggjast á næstunni mæla fyrir þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að það verði einnig gert hér á landi. Skúli segir gildandi aldurstakmark ekki taka mið af því hversu skaðlegt efnið getur reynst börnum. „Þegar við förum að skoða gögnin sem við höfum, að þá erum við að sjá þarna efni eins og leiðir til þess að grenna sig, áætlanir um slagsmál og leiðir til þess að skaða sig líkamlega. Og við það umhverfi bætast síðan auglýsingar um útlitsaðgerðir og megrunarvörur til stúlkna og síðan veðmálaauglýsingar til drengja,“ segir Skúli. „Þegar þú ert að fá þetta efni til þín á mjög viðkvæmum aldri, þar sem þú áttar þig ekki á afleiðingum gjörða þinna, hefur ekki þínar eigin upplifanir af áfengi, fíkniefnum, kynlífi og alls konar viðfangsefnum getur það haft áhrif á hegðun. Það er það sem við erum að sjá brjótast út hjá börnum og ungmennum.“ Eigum að skipta okkur af Hann vonar að þingheimur taki á málinu. „Það er svona markmiðið með þessu öllu saman, að við séum sem samfélag að setja leikreglurnar en ekki láta fyrirtækin sem eru að hagnast á því að halda athyglinni okkar að setja alltaf leikreglurnar. Við eigum að skipta okkur af,“ segir Skúli. Samfélagsmiðlar Alþingi Framsóknarflokkurinn Tækni Börn og uppeldi Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Í dag fer fram sérstök umræða á Alþingi um samfélagsmiðla og börn. Skúli Bragi Geirdal, varaþingmaður Framsóknar er málshefjandi en hann er einnig sviðsstjóri hjá Netöryggismiðstöð Íslands eða Netvís, og þekkir málaflokkinn vel. Hann segir umræðuna löngu tímabæra. „Við erum að vernda börn gegn skaðlegu efni á íslenskum veitum, í fjölmiðlum, á myndefnaveitum og í viðskiptaboðum. En síðan þegar kemur að samfélagsmiðlum að þá er frítt spil gefið. Við sjáum að það ríkir ákveðið úrræðaleysi og það er erfitt að framfylgja lögum. Aldursmerkingin er ekki í samræmi við neinar þær merkingar sem við höfum annars staðar, til dæmis í kvikmyndum, þáttum og tölvuleikjum,“ segir Skúli. Þingsályktunartillagan verður lögð fram á næstunni.vísir/vilhelm Þrettán ára aldurstakmark er á flestum stórum samfélagsmiðlum og Skúli bendir á að Norðmenn og Danir séu að ræða um að hækka það upp í fimmtán ár. Þingmenn Framsóknar hyggjast á næstunni mæla fyrir þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að það verði einnig gert hér á landi. Skúli segir gildandi aldurstakmark ekki taka mið af því hversu skaðlegt efnið getur reynst börnum. „Þegar við förum að skoða gögnin sem við höfum, að þá erum við að sjá þarna efni eins og leiðir til þess að grenna sig, áætlanir um slagsmál og leiðir til þess að skaða sig líkamlega. Og við það umhverfi bætast síðan auglýsingar um útlitsaðgerðir og megrunarvörur til stúlkna og síðan veðmálaauglýsingar til drengja,“ segir Skúli. „Þegar þú ert að fá þetta efni til þín á mjög viðkvæmum aldri, þar sem þú áttar þig ekki á afleiðingum gjörða þinna, hefur ekki þínar eigin upplifanir af áfengi, fíkniefnum, kynlífi og alls konar viðfangsefnum getur það haft áhrif á hegðun. Það er það sem við erum að sjá brjótast út hjá börnum og ungmennum.“ Eigum að skipta okkur af Hann vonar að þingheimur taki á málinu. „Það er svona markmiðið með þessu öllu saman, að við séum sem samfélag að setja leikreglurnar en ekki láta fyrirtækin sem eru að hagnast á því að halda athyglinni okkar að setja alltaf leikreglurnar. Við eigum að skipta okkur af,“ segir Skúli.
Samfélagsmiðlar Alþingi Framsóknarflokkurinn Tækni Börn og uppeldi Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira