Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Kjartan Kjartansson skrifar 17. nóvember 2025 12:02 Natalía Khodimtsjúk var 73 ára þegar hún lést af sárum sínum eftir drónaárás Rússa á Kænugarð í síðustu viku. Hún missti eiginmann sinn í Tsjernobylslysinu fyrir fjörutíu árum tæpum. SEZA Ekkja fyrsta fórnarlambs versta kjarnorkuslyss sögunnar í Tsjernobyl er sögð hafa farist í drónaárásum Rússa á Kænugarð í síðustu viku. Hún hafi látist af sárum sínum eftir að íransku Shahed-dróni lenti á húsi þar sem fyrrverandi starfsmenn kjarnorkuversins búa. Rússar gerðu harðar árásir á Kænugarð dagana 14. og 15. nóvember. Skotmörk þeirra voru meðal annars fjölbýlishús í fjölda hverfa borgarinnar. Eitt þessara fjölbýlishúsa í Troieshchyna-hverfinu hýsti fyrrverandi starfsmenn kjarnorkuversins í Tsjernobyl og fjölskyldur þeirra. Á meðal þeirra sem særðust þar var Natalía Khodimtsjúk, ekkja Valerí Khodimtsjúk, fyrsta mannsins sem lést þegar sprenging varð í kjarnorkuverinu fyrir tæpum fjörutíu árum. Khodimtsjúk var flutt á sjúkrahús með brunasár á 45 prósentum líkamans en lést af sárum sínum aðfararnótt 15. nóvember, að sögn úkraínskrar stofnunar sem hefur umsjón með bannsvæðinu í kringum Tsjernobyl. „Við misstum komu sem gekk í gegnum helvíti Tsjernobyl, missti eiginmann sinn, ól upp börn, mátti þola harmleiki sem hefðu bugað hvern sem er, en ekki hana,“ segir í færslu stofnunarinnar á Facebook. Rödd Khodimtsjúk bætist nú í hóp allrar þeirra saklausu Úkraínumanna sem Rússar hafi drepið með hryllingi sínum. Líkamsleifarnar fundust aldrei Eiginmaður Khodimtsjúk vann við kælibúnað kjarnorkuversins í Tsjernobyl. Hann er talinn hafa látist samstundis þegar sprenging varð í kjarnaofni fjögur 26. apríl árið 1986. Líkamsleifar hans fundust aldrei þrátt fyrir leit. Natalía og Valerí Khodimtsjúk á góðri stundu. Þau áttu tvö börn.SEZA Tsjernobylslysið er versta kjarnorkuslys í sögunni. Það er jafnframt aðeins annað tveggja slíkra slysa sem hafa náð hæsta stigi á alþjóðlegum skala yfir alvarleika kjarnorkuóhappa. Hitt var Fukushima-slysið eftir jarðskjálftann og flóðbylgjuna miklu í Japan árið 2011. Þrátt fyrir að opinberar tölur segi að aðeins um þrjátíu manns hafi látist beint af völdum Tsjernobylslyssins er áætlað að þúsundir manna hafi látist um aldur fram vegna geislunarinnar þaðan. Sovésk stjórnvöld í Kreml reyndu lengi að halda slysinu og umfangi þess leyndu fyrir eigin þegnum og heimsbyggðinni. Á endanum þurftu þau að flytja hundruð þúsunda manna sem bjuggu í grennd við kjarnorkuverið burt. Bannsvæði er enn í kringum slysstaðinn nú áratugum síðar. Kjarnaofninn sjálfur sem sprakk er nú innilokaður í mikilli steypuhvelfingu sem alþjóðasamfélagið tók þátt í að reisa. Hvelfingin skemmdist nýlega þegar rússneskur dróni sprakk á henni. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tsjernobyl Sovétríkin Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi Sjá meira
Rússar gerðu harðar árásir á Kænugarð dagana 14. og 15. nóvember. Skotmörk þeirra voru meðal annars fjölbýlishús í fjölda hverfa borgarinnar. Eitt þessara fjölbýlishúsa í Troieshchyna-hverfinu hýsti fyrrverandi starfsmenn kjarnorkuversins í Tsjernobyl og fjölskyldur þeirra. Á meðal þeirra sem særðust þar var Natalía Khodimtsjúk, ekkja Valerí Khodimtsjúk, fyrsta mannsins sem lést þegar sprenging varð í kjarnorkuverinu fyrir tæpum fjörutíu árum. Khodimtsjúk var flutt á sjúkrahús með brunasár á 45 prósentum líkamans en lést af sárum sínum aðfararnótt 15. nóvember, að sögn úkraínskrar stofnunar sem hefur umsjón með bannsvæðinu í kringum Tsjernobyl. „Við misstum komu sem gekk í gegnum helvíti Tsjernobyl, missti eiginmann sinn, ól upp börn, mátti þola harmleiki sem hefðu bugað hvern sem er, en ekki hana,“ segir í færslu stofnunarinnar á Facebook. Rödd Khodimtsjúk bætist nú í hóp allrar þeirra saklausu Úkraínumanna sem Rússar hafi drepið með hryllingi sínum. Líkamsleifarnar fundust aldrei Eiginmaður Khodimtsjúk vann við kælibúnað kjarnorkuversins í Tsjernobyl. Hann er talinn hafa látist samstundis þegar sprenging varð í kjarnaofni fjögur 26. apríl árið 1986. Líkamsleifar hans fundust aldrei þrátt fyrir leit. Natalía og Valerí Khodimtsjúk á góðri stundu. Þau áttu tvö börn.SEZA Tsjernobylslysið er versta kjarnorkuslys í sögunni. Það er jafnframt aðeins annað tveggja slíkra slysa sem hafa náð hæsta stigi á alþjóðlegum skala yfir alvarleika kjarnorkuóhappa. Hitt var Fukushima-slysið eftir jarðskjálftann og flóðbylgjuna miklu í Japan árið 2011. Þrátt fyrir að opinberar tölur segi að aðeins um þrjátíu manns hafi látist beint af völdum Tsjernobylslyssins er áætlað að þúsundir manna hafi látist um aldur fram vegna geislunarinnar þaðan. Sovésk stjórnvöld í Kreml reyndu lengi að halda slysinu og umfangi þess leyndu fyrir eigin þegnum og heimsbyggðinni. Á endanum þurftu þau að flytja hundruð þúsunda manna sem bjuggu í grennd við kjarnorkuverið burt. Bannsvæði er enn í kringum slysstaðinn nú áratugum síðar. Kjarnaofninn sjálfur sem sprakk er nú innilokaður í mikilli steypuhvelfingu sem alþjóðasamfélagið tók þátt í að reisa. Hvelfingin skemmdist nýlega þegar rússneskur dróni sprakk á henni.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tsjernobyl Sovétríkin Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi Sjá meira