Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Árni Sæberg skrifar 17. nóvember 2025 13:15 Þórunn Sveinbjarnardóttir er forseti Alþingis. Vísir/Ívar Fannar Forseti Alþingis hefur farið þess á leit við fjárlaganefnd að nefndin veiti embætti ríkislögreglustjóra fjárveitingu í samræmi við kostnaðarmat, 154 milljónir króna á ári, til að annast löggæslu á Alþingi allan sólarhringinn. Núverandi fjárveiting til embættisins nemur fjörutíu milljónum króna. Í erindi Þórunnar Sveinbjarnardóttur, forseta Alþingis, til fjárlaganefndar segir að frá 1. apríl árið 2023 hafi embætti Ríkislögreglustjóra annast löggæslu á Alþingi. Gerður hafi verið þjónustusamningur milli skrifstofu Alþingis og RLS um þjónustuna og framkvæmd hennar, með gildistíma til 30. apríl 2026. Löggæslan sé í tengslum við þingfundi, nefndafundi og önnur tilefni þegar þannig stendur á. Vilja herða í ljósi ógna og áskorana Embætti Ríkislögreglustjóri hafi nú lagt til, í ljósi aukinna ógna og áskorana, að á Alþingi verði öryggisgæsla allan sólarhringinn sem sinnt er af lögreglu. Þannig verði viðbragðstími styttri og betur hægt að takast á við aðsteðjandi ógnir hvenær sem er sólarhringsins. „Fyrir utan mikilvægi þess að tryggja öryggi þingmanna og starfsfólks þá er ekki síður mikilvægt að tryggja öryggi húsnæðis, menningarverðmæta, gagna, tækja og búnaðar.“ Stefna á að byrja 1. mars Það sé mat skrifstofu Alþingis að rétt sé að fylgja ábendingum RLS, sem fari með öryggi æðstu stjórnar ríkisins. Kostnaðarmat RLS á sólarhringsviðveru sé 153,8 milljónir króna á ári, sem samsvari sex stöðum varðstjóra, en núverandi og tímabundin fjárveiting til embættisins sé tæpar 40 milljónir króna. Tryggja þurfi RLS varanlega fjárveitingu vegna kostnaðar sem hlýst af framangreindu. „Hér með er því óskað eftir því að fjárlaganefnd veiti embætti ríkislögreglustjóra fjárveitingu í samræmi við kostnaðarmat, 154 milljónir króna á ári, til að annast löggæslu á Alþingi allan sólarhringinn. Gert er ráð fyrir að nýtt fyrirkomulag verði innleitt frá og með 1. mars 2026 og er því óskað eftir 136,3 milljónum króna á því ári.“ Alþingi Lögreglan Öryggis- og varnarmál Reykjavík Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Í erindi Þórunnar Sveinbjarnardóttur, forseta Alþingis, til fjárlaganefndar segir að frá 1. apríl árið 2023 hafi embætti Ríkislögreglustjóra annast löggæslu á Alþingi. Gerður hafi verið þjónustusamningur milli skrifstofu Alþingis og RLS um þjónustuna og framkvæmd hennar, með gildistíma til 30. apríl 2026. Löggæslan sé í tengslum við þingfundi, nefndafundi og önnur tilefni þegar þannig stendur á. Vilja herða í ljósi ógna og áskorana Embætti Ríkislögreglustjóri hafi nú lagt til, í ljósi aukinna ógna og áskorana, að á Alþingi verði öryggisgæsla allan sólarhringinn sem sinnt er af lögreglu. Þannig verði viðbragðstími styttri og betur hægt að takast á við aðsteðjandi ógnir hvenær sem er sólarhringsins. „Fyrir utan mikilvægi þess að tryggja öryggi þingmanna og starfsfólks þá er ekki síður mikilvægt að tryggja öryggi húsnæðis, menningarverðmæta, gagna, tækja og búnaðar.“ Stefna á að byrja 1. mars Það sé mat skrifstofu Alþingis að rétt sé að fylgja ábendingum RLS, sem fari með öryggi æðstu stjórnar ríkisins. Kostnaðarmat RLS á sólarhringsviðveru sé 153,8 milljónir króna á ári, sem samsvari sex stöðum varðstjóra, en núverandi og tímabundin fjárveiting til embættisins sé tæpar 40 milljónir króna. Tryggja þurfi RLS varanlega fjárveitingu vegna kostnaðar sem hlýst af framangreindu. „Hér með er því óskað eftir því að fjárlaganefnd veiti embætti ríkislögreglustjóra fjárveitingu í samræmi við kostnaðarmat, 154 milljónir króna á ári, til að annast löggæslu á Alþingi allan sólarhringinn. Gert er ráð fyrir að nýtt fyrirkomulag verði innleitt frá og með 1. mars 2026 og er því óskað eftir 136,3 milljónum króna á því ári.“
Alþingi Lögreglan Öryggis- og varnarmál Reykjavík Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira