Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Atli Ísleifsson skrifar 17. nóvember 2025 14:31 Íbúar hafa margir mótmælt fyrirhuguðum framkvæmdum á lóðinni sem hefur verið notuð sem sleðabrekka á veturna. Vísir/Anton Brink Meirihluti í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar vill að minnismerki um rithöfundinn Gunnar Gunnarsson og konu hans Franziscu verði sett upp í Viðey en ekki í svokallaðri Gunnarsbrekku fyrir neðan Gunnarshús í Laugardal. Nokkrar deilur hafa staðið um Gunnarsbrekku síðustu vikurnar þar sem fyrirhugað er að reisa tvíbýlishús. Lóðin stendur við Laugarásveg 59 og er að finna fyrir neðan svokallað Gunnarshús sem stendur við Dyngjuveg. Sjálfstæðismenn í ráðinu höfðu áður lagt fram tillögu um að þar yrði settur upp minnisvarði um Gunnar á lóðinni en íbúar í hverfinu hafa margir mótmælt fyrirhuguðum byggingarframkvæmdum og vísað í að túnið nýtist sem sleðabrekka fyrir börn á veturna og nýtur hún mikilla vinsælda sem slík. Frekar í Viðey, fjölsóttum ferðamannastað Tillaga Sjálfstæðismanna um minnisvarðann var tekin fyrir á fundi ráðsins síðastliðinn föstudag. Fulltrúar meirihlutans í ráðinu segja að þar hafi verið merkur rithöfundur sem hafi markað djúp spor í íslenska bókmenntasögu. Gunnar og kona hans Francizka í Gunnarshúsi.Rithöfundasambandið „Reykjavíkurborg hefur haldið minningu hans á lofti með myndarlegum hætti. Borgin festi kaup á húsi skáldsins að Dyngjuvegi 8 árið 1991, fól það síðar Rithöfundasambandinu til afnota og að lokum fullrar eignar á menningarnótt 2012. Gunnarshús stendur því sem glæsilegur minnisvarði um höfundinn. Það er hins vegar vel viðeigandi, nú á fimmtíu ára ártíð Gunnars Gunnarssonar, að huga að því að rifja upp lífsstarf Gunnars og eiginkonu hans Franziscu Gunnarsdóttur, sem hvíla í Viðeyjarkirkjugarði. Töldu hjónin að sá garður væri jafnhelgur kaþólsku fólki og lútersku, en þau voru sitthvorrar trúarinnar. Lagt er til að Borgarsögusafni verði falið að leggja mat á hvort tilefni sér til að koma upp söguskilti um Gunnar og Franziscu í Viðey,“ segir í bókun fulltrúa Samfylkingar, Pírata og Vinstri grænna. Enn fremur segir að fulltrúar samstarfsflokkanna séu sammála því markmiði tillögunnar að nýta hálfrar aldar ártíð Gunnars Gunnarssonar til að halda minningu skáldsins og Franziscu konu hans á lofti. „Betur færi þó á því að gera það á fjölsóttum ferðamannastað á borð við Viðey, þar sem hjónin hvíla, en í miðju íbúðahverfi þar sem mun færri ættu leið um,“ segir í bókuninni. Áform eru uppi um að reisa tvíbýlishús á lóðinni sem er að finna fyrir neðan svokallað Gunnarshús sem stendur við Dyngjuveg. Vísir/Anton Brink Verið að rjúfa gamalt samkomulag Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðust á fundinum gegn breytingartillögu Samfylkingar, Pírata og Vinstri grænna um málið um að minnismerki um Gunnar verði frekar komið upp í Viðey. „Sjálfsagt er að setja upp söguskilti um skáldið í Viðey en það er annað mál. Markmið breytingartillögu meirihlutans er greinilega að búa frekar í haginn fyrir uppbyggingu á Gunnarstúni í andstöðu við íbúa, stofnanir og íbúasamtök, sem hafa tjáð sig um málið. Fjölmargir íbúar hafa lýst yfir áhyggjum og andstöðu við þær hugmyndir, sem uppi eru, um að reisa íbúðarhús á Gunnarstúni. Túnið er vinsælt leiksvæði barna og unglinga í hverfinu, ekki síst sem sleðabrekka að vetri. Hugmyndir um að byggja á svæðinu ganga í berhögg við vaxandi skilning og viðurkenningu á þýðingu grænna útivistarsvæða inni í hverfum, sem m.a. kemur fram í nýrri borgarhönnunarstefnu. Undirskriftalisti með nöfnum 432 íbúa hefur verið lagður fram þar sem andstöðu er lýst við umrædd byggingaráform meirihluta borgarstjórnar á túninu og óskað eftir því að það verði verndað. Þá mælir Stofnun Gunnars Gunnarssonar eindregið gegn því að Reykjavíkurborg rjúfi gamalt samkomulag um að ekki skuli byggt á umræddri lóð,“ segir í bókun Sjálfstæðismanna í ráðinu. Saga húss og lóðar samofin Saga hússins og lóðanna tveggja við Dyngjuveg og Laugarásveg hefur verið samofin. Húsið við Dyngjuveg og lóðin var áður í eigu Gunnars Gunnarssonar skálds en með lóðarleigusamningi sem var gerður árið 1951 var honum veittur afnotaréttur yfir lóðinni á Laugarásvegi 59. Samningurinn var meðal annars bundinn þeirri kvöð að óheimilt væri að reisa byggingar á lóðinni nema með sérstöku leyfi bæjarstjórnar og að samningurinn væri í gildi á meðan Gunnar, ekkja og börn hans byggju þar. Lóðin er nú í eigu Reykjavíkurborgar eftir að afkomendur Gunnars afsöluðu borgarsjóði Reykjavíkur alla fasteignina Dyngjuvegi 8 og öllu sem eigninni fylgdi, þar með talið leigulóðarréttindum. Reykjavíkurborg gaf svo Rithöfundasambandi Íslands húsið að Dyngjuvegi 8 og afnot af lóðinni, en þó aðeins að Dyngjuvegi 8. Reykjavík Borgarstjórn Styttur og útilistaverk Bókmenntir Menning Viðey Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjá meira
Nokkrar deilur hafa staðið um Gunnarsbrekku síðustu vikurnar þar sem fyrirhugað er að reisa tvíbýlishús. Lóðin stendur við Laugarásveg 59 og er að finna fyrir neðan svokallað Gunnarshús sem stendur við Dyngjuveg. Sjálfstæðismenn í ráðinu höfðu áður lagt fram tillögu um að þar yrði settur upp minnisvarði um Gunnar á lóðinni en íbúar í hverfinu hafa margir mótmælt fyrirhuguðum byggingarframkvæmdum og vísað í að túnið nýtist sem sleðabrekka fyrir börn á veturna og nýtur hún mikilla vinsælda sem slík. Frekar í Viðey, fjölsóttum ferðamannastað Tillaga Sjálfstæðismanna um minnisvarðann var tekin fyrir á fundi ráðsins síðastliðinn föstudag. Fulltrúar meirihlutans í ráðinu segja að þar hafi verið merkur rithöfundur sem hafi markað djúp spor í íslenska bókmenntasögu. Gunnar og kona hans Francizka í Gunnarshúsi.Rithöfundasambandið „Reykjavíkurborg hefur haldið minningu hans á lofti með myndarlegum hætti. Borgin festi kaup á húsi skáldsins að Dyngjuvegi 8 árið 1991, fól það síðar Rithöfundasambandinu til afnota og að lokum fullrar eignar á menningarnótt 2012. Gunnarshús stendur því sem glæsilegur minnisvarði um höfundinn. Það er hins vegar vel viðeigandi, nú á fimmtíu ára ártíð Gunnars Gunnarssonar, að huga að því að rifja upp lífsstarf Gunnars og eiginkonu hans Franziscu Gunnarsdóttur, sem hvíla í Viðeyjarkirkjugarði. Töldu hjónin að sá garður væri jafnhelgur kaþólsku fólki og lútersku, en þau voru sitthvorrar trúarinnar. Lagt er til að Borgarsögusafni verði falið að leggja mat á hvort tilefni sér til að koma upp söguskilti um Gunnar og Franziscu í Viðey,“ segir í bókun fulltrúa Samfylkingar, Pírata og Vinstri grænna. Enn fremur segir að fulltrúar samstarfsflokkanna séu sammála því markmiði tillögunnar að nýta hálfrar aldar ártíð Gunnars Gunnarssonar til að halda minningu skáldsins og Franziscu konu hans á lofti. „Betur færi þó á því að gera það á fjölsóttum ferðamannastað á borð við Viðey, þar sem hjónin hvíla, en í miðju íbúðahverfi þar sem mun færri ættu leið um,“ segir í bókuninni. Áform eru uppi um að reisa tvíbýlishús á lóðinni sem er að finna fyrir neðan svokallað Gunnarshús sem stendur við Dyngjuveg. Vísir/Anton Brink Verið að rjúfa gamalt samkomulag Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðust á fundinum gegn breytingartillögu Samfylkingar, Pírata og Vinstri grænna um málið um að minnismerki um Gunnar verði frekar komið upp í Viðey. „Sjálfsagt er að setja upp söguskilti um skáldið í Viðey en það er annað mál. Markmið breytingartillögu meirihlutans er greinilega að búa frekar í haginn fyrir uppbyggingu á Gunnarstúni í andstöðu við íbúa, stofnanir og íbúasamtök, sem hafa tjáð sig um málið. Fjölmargir íbúar hafa lýst yfir áhyggjum og andstöðu við þær hugmyndir, sem uppi eru, um að reisa íbúðarhús á Gunnarstúni. Túnið er vinsælt leiksvæði barna og unglinga í hverfinu, ekki síst sem sleðabrekka að vetri. Hugmyndir um að byggja á svæðinu ganga í berhögg við vaxandi skilning og viðurkenningu á þýðingu grænna útivistarsvæða inni í hverfum, sem m.a. kemur fram í nýrri borgarhönnunarstefnu. Undirskriftalisti með nöfnum 432 íbúa hefur verið lagður fram þar sem andstöðu er lýst við umrædd byggingaráform meirihluta borgarstjórnar á túninu og óskað eftir því að það verði verndað. Þá mælir Stofnun Gunnars Gunnarssonar eindregið gegn því að Reykjavíkurborg rjúfi gamalt samkomulag um að ekki skuli byggt á umræddri lóð,“ segir í bókun Sjálfstæðismanna í ráðinu. Saga húss og lóðar samofin Saga hússins og lóðanna tveggja við Dyngjuveg og Laugarásveg hefur verið samofin. Húsið við Dyngjuveg og lóðin var áður í eigu Gunnars Gunnarssonar skálds en með lóðarleigusamningi sem var gerður árið 1951 var honum veittur afnotaréttur yfir lóðinni á Laugarásvegi 59. Samningurinn var meðal annars bundinn þeirri kvöð að óheimilt væri að reisa byggingar á lóðinni nema með sérstöku leyfi bæjarstjórnar og að samningurinn væri í gildi á meðan Gunnar, ekkja og börn hans byggju þar. Lóðin er nú í eigu Reykjavíkurborgar eftir að afkomendur Gunnars afsöluðu borgarsjóði Reykjavíkur alla fasteignina Dyngjuvegi 8 og öllu sem eigninni fylgdi, þar með talið leigulóðarréttindum. Reykjavíkurborg gaf svo Rithöfundasambandi Íslands húsið að Dyngjuvegi 8 og afnot af lóðinni, en þó aðeins að Dyngjuvegi 8.
Reykjavík Borgarstjórn Styttur og útilistaverk Bókmenntir Menning Viðey Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjá meira