Sport

Dag­skráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti

Sindri Sverrisson skrifar
Patrick Dorgu og félagar í danska landsliðinu ætla sér að ná í HM-farseðilinn í kvöld.
Patrick Dorgu og félagar í danska landsliðinu ætla sér að ná í HM-farseðilinn í kvöld. Getty/Ulrik Pedersen

Það verður barist til síðasta blóðdropa á Hampden Park í kvöld þegar Skotland og Danmörk keppast um farseðil á HM í fótbolta. Leikinn og fleira gæðaefni má finna á sportrásum Sýnar.

Sýn Sport Viaplay

Leikur Skota og Dana hefst klukkan 19:45 og ljóst að spennan verður mikil. Heimamenn þurfa sigur til að komast beint á HM en Dönum dugar jafntefli. Laust eftir miðnætti verður svo sýndru leikur Lightning og Devils í NHL-deildinni í íshokkí.

Sýn Sport

Klukkan 20 er fjörugur þáttur af Lokasókninni þar sem farið verður yfir allt það helsta, skrýtnasta og skemmtilegasta í NFL-deildinni.

Allar upplýsingar um beinar útsendingar má finna á vef Sýnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×