Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar 18. nóvember 2025 10:02 Enn hefur innviðaráðherra ekki birt reglugerð um línuívilnun, skel og rækjubætur eða byggðakvóta, þrátt fyrir að lög kveði á um að það skuli gert fyrir hvert fiskveiðiár. Fyrir utan að þetta sé augljóslega brot á gildandi lögum, þá er þetta mikil vanvirðing við þá sem stunda viðkomandi línuveiðar á smábátum, eða treysta á úthlutun viðkomandi byggðaaðgerða. Síðustu ár hefur úthlutunin verið kynnt strax í júlí og gefið þannig fyrirvara til að ráða starfsfólk fyrir komandi fiskveiðiár, en nú bíða menn annað hvort í óvissu eða skjóta út í bláinn. Línuívilnunin er forsenda þess að viðkomandi bátar haldist í rekstri og skapi atvinnu megnið af árinu bæði á sjó og í landi. Nú þegar hefur innviðaráðherra skapað þær aðstæður að nokkur fjöldi fólks hefur misst vinnuna eða á það yfir höfði sér. Vill innviðaráðherra aukna samþöppun í sjávarútvegi? Samþjöppun í sjávarútvegi hefur oft borið á góma. Afnám línuívilnunar mun valda því að þessir minni bátar, flestir ekki yfirbyggðir og hafa ekki pláss fyrir beitningavél, munu gefast upp. Það mun valda enn frekari samþjöppun og aðeins þeir stærstu munu geta keypt. Tekið skal fram að stórútgerðin hefur verið að hasla sér völl í krókaaflamarkskerfinu. Krókaaflamarksbátar hafa enga hagræðingarmöguleika, geta ekki valið sér veiðarfæri og búa við ýmsar aðrar takmarkanir sem þekkjast ekki í aflamarkskerfinu. Ef ekki kemur til aukins veiðarfærafrelsis innan kerfisins er nánasta framtíð augljós. Þegar veiðigjöld hækka gríðarlega og ef línuívilnun leggst af er einungis eitt að gera hjá fjölda útgerða, og það er að leggja upp laupana og selja þeim stóru. Höfundur er smábátasjómaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppruni ADHD Óttar Guðmundsson Bakþankar Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Enn hefur innviðaráðherra ekki birt reglugerð um línuívilnun, skel og rækjubætur eða byggðakvóta, þrátt fyrir að lög kveði á um að það skuli gert fyrir hvert fiskveiðiár. Fyrir utan að þetta sé augljóslega brot á gildandi lögum, þá er þetta mikil vanvirðing við þá sem stunda viðkomandi línuveiðar á smábátum, eða treysta á úthlutun viðkomandi byggðaaðgerða. Síðustu ár hefur úthlutunin verið kynnt strax í júlí og gefið þannig fyrirvara til að ráða starfsfólk fyrir komandi fiskveiðiár, en nú bíða menn annað hvort í óvissu eða skjóta út í bláinn. Línuívilnunin er forsenda þess að viðkomandi bátar haldist í rekstri og skapi atvinnu megnið af árinu bæði á sjó og í landi. Nú þegar hefur innviðaráðherra skapað þær aðstæður að nokkur fjöldi fólks hefur misst vinnuna eða á það yfir höfði sér. Vill innviðaráðherra aukna samþöppun í sjávarútvegi? Samþjöppun í sjávarútvegi hefur oft borið á góma. Afnám línuívilnunar mun valda því að þessir minni bátar, flestir ekki yfirbyggðir og hafa ekki pláss fyrir beitningavél, munu gefast upp. Það mun valda enn frekari samþjöppun og aðeins þeir stærstu munu geta keypt. Tekið skal fram að stórútgerðin hefur verið að hasla sér völl í krókaaflamarkskerfinu. Krókaaflamarksbátar hafa enga hagræðingarmöguleika, geta ekki valið sér veiðarfæri og búa við ýmsar aðrar takmarkanir sem þekkjast ekki í aflamarkskerfinu. Ef ekki kemur til aukins veiðarfærafrelsis innan kerfisins er nánasta framtíð augljós. Þegar veiðigjöld hækka gríðarlega og ef línuívilnun leggst af er einungis eitt að gera hjá fjölda útgerða, og það er að leggja upp laupana og selja þeim stóru. Höfundur er smábátasjómaður.
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar