Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Tómas Arnar Þorláksson skrifar 18. nóvember 2025 11:11 Hér má sjá manninn stilla sér upp með eftirlíkingum af skotvopnum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu réðst í aðgerð um helgina þar sem lagt var hald á það sem virtust vera skotvopn en reyndust eftirlíkingar. Málið kom upp eftir að myndskeið af manni með eftirlíkingarnar fór í dreifingu á TikTok og öðrum samfélagsmiðlum. Þrír menn voru handteknir í tengslum við málið. Ungur maður birti tvö myndskeið af sjálfum sér á samfélagsmiðlunum TikTok á dögunum þar sem hann stillir sér upp við tvo bíla og eitt mótorhjól við höfn á höfuðborgarsvæðinu. Í einu myndskeiðinu sést maðurinn sitjandi á mótorhjóli með Land Rover sér á hægri hönd og BMW-bifreið á þá vinstri en þar heldur hann á því sem virðist vera tvö skotvopn. Við fyrstu sýn virtist vera um hríðskotariffil og skammbyssu að ræða. Myndböndin vöktu þó nokkra athygli og fóru í dreifingu á öðrum samfélagsmiðlum en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk skjótt veður af athæfinu. Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir í samtali við fréttastofu að lögreglunni hafi borist tilkynning um málið og að ráðist hafi verið í húsleit vegna málsins. Þar var lagt hald á munina sem reyndust vera eftirlíkingar en ekki raunveruleg skotvopn. „Þetta kemur til okkar á laugardag eftirmiðdaginn og við fáum bara ábendingar frá almenningi um að þessi mynd sé í umferð á netinu. Við hófum strax vinnu við að hafa upp á þessum einstaklingum. Svo fórum við í húsleitir í kjölfarið og fundum þessi meintu skotvopn sem reyndust síðan vera eftirlíkingar.“ Svo virðist sem verið sé að fagna einhverju tilefni í myndskeiðinu en búið er að leggja stærðarinnar rauðan blómkrans á framhlið BMW-bifreiðarinnar og festa blóm á Land Rover-bifreiðina. Síðarnefndu bifreiðina má sjá í öðru myndskeiði á TikTok þar sem bílalest keyrir á móti umferð miðsvæðis í Reykjavík. @sveppatripp #reykjavik #iceland #engihjalli #kopavogur #party ♬ original sound - sveppatripp Land Rover-bifreiðin er bílaleigubíll. Málið er nú til rannsóknar sem brot á vopnalögum sem getur varðað háum sektum. „Núna er bara eftirvinna í gangi hjá okkur með það. Nú er það skoðað hvaða einstaklingar þetta eru nákvæmlega og hvað þeir hafa verið að gera hérna síðustu misseri,“ segir Unnar. Maðurinn stillti sér upp og virðist nokkuð kátur ef miða má við myndirnar.Skjáskot Mennirnir þrír sem voru handteknir voru yfirheyrðir og síðan sleppt úr haldi. „Við mættum ekki mótstöðu við aðgerðirnar. Mögulega kom þetta þeim að óvörum en lögreglan hefur ekkert þol fyrir því að menn hafi skotvopn undir höndum. Eftirlíkingar í dag líkjast mjög skotvopnum og það er engan greinarmun hægt að greina hvort þetta sé alvöru eða ekki. Við fylgjum þessu fast eftir þegar við fáum svona tilkynningar til okkar.“ Eru þessir menn taldir hættulegir? „Ég get bara ekki sagt það núna. Núna er eftirvinna í gangi með að skoða það. Nú er það skoðað hvaða einstaklingar þetta eru nákvæmlega og hvað þeir hafa verið að gera hérna síðustu misseri.“ Lögreglumál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Sagðist í yfirlýsingu aldrei hafa ætlað að skaða foreldra sína „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira
Ungur maður birti tvö myndskeið af sjálfum sér á samfélagsmiðlunum TikTok á dögunum þar sem hann stillir sér upp við tvo bíla og eitt mótorhjól við höfn á höfuðborgarsvæðinu. Í einu myndskeiðinu sést maðurinn sitjandi á mótorhjóli með Land Rover sér á hægri hönd og BMW-bifreið á þá vinstri en þar heldur hann á því sem virðist vera tvö skotvopn. Við fyrstu sýn virtist vera um hríðskotariffil og skammbyssu að ræða. Myndböndin vöktu þó nokkra athygli og fóru í dreifingu á öðrum samfélagsmiðlum en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk skjótt veður af athæfinu. Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir í samtali við fréttastofu að lögreglunni hafi borist tilkynning um málið og að ráðist hafi verið í húsleit vegna málsins. Þar var lagt hald á munina sem reyndust vera eftirlíkingar en ekki raunveruleg skotvopn. „Þetta kemur til okkar á laugardag eftirmiðdaginn og við fáum bara ábendingar frá almenningi um að þessi mynd sé í umferð á netinu. Við hófum strax vinnu við að hafa upp á þessum einstaklingum. Svo fórum við í húsleitir í kjölfarið og fundum þessi meintu skotvopn sem reyndust síðan vera eftirlíkingar.“ Svo virðist sem verið sé að fagna einhverju tilefni í myndskeiðinu en búið er að leggja stærðarinnar rauðan blómkrans á framhlið BMW-bifreiðarinnar og festa blóm á Land Rover-bifreiðina. Síðarnefndu bifreiðina má sjá í öðru myndskeiði á TikTok þar sem bílalest keyrir á móti umferð miðsvæðis í Reykjavík. @sveppatripp #reykjavik #iceland #engihjalli #kopavogur #party ♬ original sound - sveppatripp Land Rover-bifreiðin er bílaleigubíll. Málið er nú til rannsóknar sem brot á vopnalögum sem getur varðað háum sektum. „Núna er bara eftirvinna í gangi hjá okkur með það. Nú er það skoðað hvaða einstaklingar þetta eru nákvæmlega og hvað þeir hafa verið að gera hérna síðustu misseri,“ segir Unnar. Maðurinn stillti sér upp og virðist nokkuð kátur ef miða má við myndirnar.Skjáskot Mennirnir þrír sem voru handteknir voru yfirheyrðir og síðan sleppt úr haldi. „Við mættum ekki mótstöðu við aðgerðirnar. Mögulega kom þetta þeim að óvörum en lögreglan hefur ekkert þol fyrir því að menn hafi skotvopn undir höndum. Eftirlíkingar í dag líkjast mjög skotvopnum og það er engan greinarmun hægt að greina hvort þetta sé alvöru eða ekki. Við fylgjum þessu fast eftir þegar við fáum svona tilkynningar til okkar.“ Eru þessir menn taldir hættulegir? „Ég get bara ekki sagt það núna. Núna er eftirvinna í gangi með að skoða það. Nú er það skoðað hvaða einstaklingar þetta eru nákvæmlega og hvað þeir hafa verið að gera hérna síðustu misseri.“
Lögreglumál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Sagðist í yfirlýsingu aldrei hafa ætlað að skaða foreldra sína „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira