Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 18. nóvember 2025 15:01 Það er eins og borgarkerfið geri stundum ráð fyrir því að við séum öll steypt í sama mótið. Sama tungumálið, sama menningarlega bakgrunninn með sömu væntingar. Reykjavík er ekki lengur þannig borg og hefur ekki verið þannig lengi. Í dag eru nær 20% Reykvíkinga innflytjendur. Þegar við tökum með börn sem eiga eitt eða báða foreldra með erlendan bakgrunn er hópurinn enn stærri. Hér er því um alvöru verkefni að ræða, verkefni sem við verðum að sinna og gera það vel. Viðreisn vill borg fyrir fólk Ég hef í mínu starfi sem borgarfulltrúi undanfarin tæp átta ár séð að vandinn er ekki fólkið. Vandinn er hvernig kerfið hugsar um fólkið. Eitt dæmið er tungumálið. Tungumálið er lykillin, segjum við gjarna og það er sannarlega mikilvægt. En svo gleymum við hvað það getur verið flókið að koma við tungumálanámi í hversdagleikanum. Íslenskunám fer oft fram utan vinnutíma, kostar og börn þurfa bæði íslenskukennslu og móðurmálskennslu til að blómstra. Ef tungumálið er brú, þá verðum við að reisa hana, vera með fjölbreyttar lausnir og hafa umburðarlyndi fyrir því að það að læra nýtt tungumál tekur tíma. Annað dæmi er stafræna umhverfið. Stafræna umhverfið hefur umbylt mjög mörgu og á að einfalda líf fólks. En umsóknir eru flóknar, textar tyrfnir og upplýsingar stundum að finna í löngum PDF-skjalaskógum. Þá er ekki skrítið að fólk, sem hefur ekki fulla tök á tungumálinu gefist upp. Við myndum gera það flest. Ný fjölmenningarstefna Ég er ánægð að sjá að ný fjölmenningarstefna, sem við ræðum í borgarstjórn í dag, tekur á mörgu af ofangreindu. Mér finnst sérstaklega jákvætt að hún byggi á hugtakinu inngilding. Það er ekki bara að taka á móti fólki, heldur að gera ráð fyrir fjölbreytileika frá upphafi. Þar er grundvallarmunur. Allur innri rekstur borgarinnar og svið fá í þessari stefnu verkefni og skýr skilaboð um að bæta menningu og stjórnun. Dæmi um það er að fjölga starfsfólki með fjölbreyttan bakgrunn, að tryggja íslenskunám á vinnutíma, að styrkja foreldrasamstarf í skólum og gera úttekt á tungumálanotkun í stafrænum kerfum. Þetta eru atriði sem skipta máli. Líka fyrir fólk sem er ekki af erlendum uppruna. Fólk sem á erfitt með stafrænar lausnir. Fólk sem vill skýrari upplýsingar og einfaldara kerfi. Við gætum öll þurft á þessu að halda á einhverjum tímapunkti. Við verðum að vita hvernig gengur Stefnan er góð. En hún mun ekki framkvæma sig sjálf. Það sem vantar eru skýrir mælikvarðar, tímalínur, ábyrgð og fjármögnun. Án þess verður stefnan eins og lítið jólaljós í glugga, falleg en lýsir ekkert upp. Við í Viðreisn viljum að borgin gefi út reglulega stöðu- og framvinduskýrslu, með því sem hefur áunnist og því sem eftir er. Við viljum líka að borgin fjármagni þessa stefnu af alvöru. Það er ekki hægt að byggja inngildingu á góðum vilja eingöngu. Fjölmenning er ekki vandamál heldur auðlind til að virkja Það er hefð fyrir því að ræða fjölmenningu sem áskorun en hún er að mínu mati í raun fjárfesting. Fjölmenning bætir vinnumarkaðinn. Hún styrkir menningarlífið. Hún eflir lýðræði og samfélagslega virkni og hún bætir líf allra, því þegar kerfi verða aðgengilegri fyrir hinn „erlenda“ íbúa, verða þau líka betri fyrir hinn „innlenda“. Það er eins og að setja ramp við tröppur, það hjálpar þeim sem þurfa á honum að halda en nýtist svo öllum. Við í Viðreisn viljum borg þar sem þú getur verið þú Við viljum borg þar sem kerfið verður stoð en ekki hindrun. Borg þar sem allskonar fólk passar inn. Borg þar sem fjölbreytileikinn er ekki bara sýnilegur heldur fagnað og ávallt velkominn. Reykjavík verður sterkari þegar hún hættir að bíða eftir því að allir verði eins. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Fjölmenning Reykjavík Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Sjá meira
Það er eins og borgarkerfið geri stundum ráð fyrir því að við séum öll steypt í sama mótið. Sama tungumálið, sama menningarlega bakgrunninn með sömu væntingar. Reykjavík er ekki lengur þannig borg og hefur ekki verið þannig lengi. Í dag eru nær 20% Reykvíkinga innflytjendur. Þegar við tökum með börn sem eiga eitt eða báða foreldra með erlendan bakgrunn er hópurinn enn stærri. Hér er því um alvöru verkefni að ræða, verkefni sem við verðum að sinna og gera það vel. Viðreisn vill borg fyrir fólk Ég hef í mínu starfi sem borgarfulltrúi undanfarin tæp átta ár séð að vandinn er ekki fólkið. Vandinn er hvernig kerfið hugsar um fólkið. Eitt dæmið er tungumálið. Tungumálið er lykillin, segjum við gjarna og það er sannarlega mikilvægt. En svo gleymum við hvað það getur verið flókið að koma við tungumálanámi í hversdagleikanum. Íslenskunám fer oft fram utan vinnutíma, kostar og börn þurfa bæði íslenskukennslu og móðurmálskennslu til að blómstra. Ef tungumálið er brú, þá verðum við að reisa hana, vera með fjölbreyttar lausnir og hafa umburðarlyndi fyrir því að það að læra nýtt tungumál tekur tíma. Annað dæmi er stafræna umhverfið. Stafræna umhverfið hefur umbylt mjög mörgu og á að einfalda líf fólks. En umsóknir eru flóknar, textar tyrfnir og upplýsingar stundum að finna í löngum PDF-skjalaskógum. Þá er ekki skrítið að fólk, sem hefur ekki fulla tök á tungumálinu gefist upp. Við myndum gera það flest. Ný fjölmenningarstefna Ég er ánægð að sjá að ný fjölmenningarstefna, sem við ræðum í borgarstjórn í dag, tekur á mörgu af ofangreindu. Mér finnst sérstaklega jákvætt að hún byggi á hugtakinu inngilding. Það er ekki bara að taka á móti fólki, heldur að gera ráð fyrir fjölbreytileika frá upphafi. Þar er grundvallarmunur. Allur innri rekstur borgarinnar og svið fá í þessari stefnu verkefni og skýr skilaboð um að bæta menningu og stjórnun. Dæmi um það er að fjölga starfsfólki með fjölbreyttan bakgrunn, að tryggja íslenskunám á vinnutíma, að styrkja foreldrasamstarf í skólum og gera úttekt á tungumálanotkun í stafrænum kerfum. Þetta eru atriði sem skipta máli. Líka fyrir fólk sem er ekki af erlendum uppruna. Fólk sem á erfitt með stafrænar lausnir. Fólk sem vill skýrari upplýsingar og einfaldara kerfi. Við gætum öll þurft á þessu að halda á einhverjum tímapunkti. Við verðum að vita hvernig gengur Stefnan er góð. En hún mun ekki framkvæma sig sjálf. Það sem vantar eru skýrir mælikvarðar, tímalínur, ábyrgð og fjármögnun. Án þess verður stefnan eins og lítið jólaljós í glugga, falleg en lýsir ekkert upp. Við í Viðreisn viljum að borgin gefi út reglulega stöðu- og framvinduskýrslu, með því sem hefur áunnist og því sem eftir er. Við viljum líka að borgin fjármagni þessa stefnu af alvöru. Það er ekki hægt að byggja inngildingu á góðum vilja eingöngu. Fjölmenning er ekki vandamál heldur auðlind til að virkja Það er hefð fyrir því að ræða fjölmenningu sem áskorun en hún er að mínu mati í raun fjárfesting. Fjölmenning bætir vinnumarkaðinn. Hún styrkir menningarlífið. Hún eflir lýðræði og samfélagslega virkni og hún bætir líf allra, því þegar kerfi verða aðgengilegri fyrir hinn „erlenda“ íbúa, verða þau líka betri fyrir hinn „innlenda“. Það er eins og að setja ramp við tröppur, það hjálpar þeim sem þurfa á honum að halda en nýtist svo öllum. Við í Viðreisn viljum borg þar sem þú getur verið þú Við viljum borg þar sem kerfið verður stoð en ekki hindrun. Borg þar sem allskonar fólk passar inn. Borg þar sem fjölbreytileikinn er ekki bara sýnilegur heldur fagnað og ávallt velkominn. Reykjavík verður sterkari þegar hún hættir að bíða eftir því að allir verði eins. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun