Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 18. nóvember 2025 15:23 Þórdís Jóna, forstjóri Miðstöðvar menntunar og skóla. Vísir/Ívar Fannar Forstjóri Miðstöðvar menntunar og skóla segir að þau hyggist ekki slíta samstarfi þeirra við gervigreindarfyrirtækið Anthropic. Rithöfundasamband Íslands krafðist þess að samstarfinu yrði slitið. Miðstöð menntunar og skólaþjónustu í samstarfi við Kennarasamband Íslands sér núna um verkefni þar sem sex hundruð kennarar víðs vegar um landið fá aðgang að annað hvort gervigreind Google, sem heitir Gemini, eða Anthropic, sem heitir Claude. Kennararnir fá að nýta mállíkönin til að aðstoða sig við að undirbúa kennslu. Rithöfundasamband Íslands gagnrýndi harðlega samstarfið þar sem fyrirtækið hefur viðurkennt að nota milljónir stolinna bóka til að þjálfa gervigreindina. Anthropic gerði dómssátt um hluta bókanna sem fyrirtækið stal en íslenskir rithöfundar fá ekki greitt þar sem að aðrar reglur gilda um höfundarrétt hérlendis. Meðal bóka sem voru nýttar í þjálfun gervigreindarinnar voru bækur eftir Yrsu Sigurðardóttur, Arnald Indriðason og Halldór Laxness. „Við fengum frá þeim bréf til okkar um þetta mál og við sem sagt svöruðum því,“ segir Þórdís Jóna Sigurðardóttir, forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu. Hún segist taka undir áhyggjur Rithöfundasambandsins og þakkar þeim fyrir að deila sínum áhyggjum. Þórdís segir það sjálfsagt að virða höfundarrétt og siðferðislega nýtingu. Hins vegar ætla þau ekki að slíta samstarfinu líkt og sambandið krefst. „Í þessu verkefni með Anthropic snýst þetta alls ekki um það, við erum ekki að setja neitt þannig efni inn í gervigreindina heldur erum við bara að nýta opinbert efni, hvort sem það er aðalnámskrá eða Barnasáttmálinn“ segir Þórdís. „Við alla veganna teljum að það sé búið að gera sátt um þetta mál og að fyrirtækið hafi látið af þessari háttsemi.“ Verkefnið sé þegar hafið og þar sé unnið eftir mjög skýrum viðmiðum og gildum. Þau séu að stíga fyrstu skref í verkefninu en komi til með að bjóða út verkefnið ef til kemur að öllum kennurum verði boðinn aðgangur að gervigreindinni. Í útboðinu yrði þá hugsanlega gert ráð fyrir hver viðmið fyrirtækjanna eru. „Það gæti alveg verið, en þá eigum við alveg eftir að finna út úr því hvernig þetta er að nýtast og hvað verður gert í framhaldinu.“ Gervigreind Skóla- og menntamál Grunnskólar Stjórnsýsla Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Sjá meira
Miðstöð menntunar og skólaþjónustu í samstarfi við Kennarasamband Íslands sér núna um verkefni þar sem sex hundruð kennarar víðs vegar um landið fá aðgang að annað hvort gervigreind Google, sem heitir Gemini, eða Anthropic, sem heitir Claude. Kennararnir fá að nýta mállíkönin til að aðstoða sig við að undirbúa kennslu. Rithöfundasamband Íslands gagnrýndi harðlega samstarfið þar sem fyrirtækið hefur viðurkennt að nota milljónir stolinna bóka til að þjálfa gervigreindina. Anthropic gerði dómssátt um hluta bókanna sem fyrirtækið stal en íslenskir rithöfundar fá ekki greitt þar sem að aðrar reglur gilda um höfundarrétt hérlendis. Meðal bóka sem voru nýttar í þjálfun gervigreindarinnar voru bækur eftir Yrsu Sigurðardóttur, Arnald Indriðason og Halldór Laxness. „Við fengum frá þeim bréf til okkar um þetta mál og við sem sagt svöruðum því,“ segir Þórdís Jóna Sigurðardóttir, forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu. Hún segist taka undir áhyggjur Rithöfundasambandsins og þakkar þeim fyrir að deila sínum áhyggjum. Þórdís segir það sjálfsagt að virða höfundarrétt og siðferðislega nýtingu. Hins vegar ætla þau ekki að slíta samstarfinu líkt og sambandið krefst. „Í þessu verkefni með Anthropic snýst þetta alls ekki um það, við erum ekki að setja neitt þannig efni inn í gervigreindina heldur erum við bara að nýta opinbert efni, hvort sem það er aðalnámskrá eða Barnasáttmálinn“ segir Þórdís. „Við alla veganna teljum að það sé búið að gera sátt um þetta mál og að fyrirtækið hafi látið af þessari háttsemi.“ Verkefnið sé þegar hafið og þar sé unnið eftir mjög skýrum viðmiðum og gildum. Þau séu að stíga fyrstu skref í verkefninu en komi til með að bjóða út verkefnið ef til kemur að öllum kennurum verði boðinn aðgangur að gervigreindinni. Í útboðinu yrði þá hugsanlega gert ráð fyrir hver viðmið fyrirtækjanna eru. „Það gæti alveg verið, en þá eigum við alveg eftir að finna út úr því hvernig þetta er að nýtast og hvað verður gert í framhaldinu.“
Gervigreind Skóla- og menntamál Grunnskólar Stjórnsýsla Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Sjá meira