Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2025 12:34 Shedeur Sanders fékk loksins að spila í NFL-deildinni eftir að hafa beðið eftir tækifærinu alla leiktíðina en þá gerðust slæmir hluti heima hjá honum. Getty/Andrew Wevers Nýliðinn Shedeur Sanders lék sinn fyrsta leik í NFL-deildinni um helgina en á sama tíma létu þjófar greipar sópa um heimili hans. Eignum að verðmæti um tvö hundruð þúsund Bandaríkjadala var stolið af heimili Sanders, leikstjórnanda Cleveland Browns, í innbroti á sunnudag, að sögn lögreglu, en það gerir rúmar 25 milljónir króna. Þrír menn fóru inn á heimili Sanders um klukkan 18:46 að staðartíma, samkvæmt fréttatilkynningu frá skrifstofu sýslumannsins en eftirlitsmyndavélar á heimilinu náðu myndskeiði af hinum grunuðu þar sem þeir fóru inn og út úr mismunandi hlutum heimilisins. Hinir grunuðu voru með grímur og hanska og sáust yfirgefa heimili Sanders um klukkan 18:58 að staðartíma með eigur Sanders. Innbrotið átti sér stað á meðan Sanders lék sinn fyrsta leik í NFL-deildinni á sunnudag gegn Baltimore Ravens á Huntington Bank Field í Cleveland. Sanders, sem var valinn 144. í nýliðavali NFL-deildarinnar 2025, kom inn á í seinni hálfleik í stað byrjunarliðsmannsins Dillon Gabriel, sem fékk heilahristing og varð að yfirgefa völlinn. Á síðasta ári eða svo hafa innbrot átt sér stað á heimilum margra þekktra íþróttamanna, þar á meðal Luka Dončić hjá Los Angeles Lakers (þegar hann var hjá Dallas Mavericks), Joe Burrow hjá Cincinnati Bengals og hjá þeim Patrick Mahomes og Travis Kelce hjá Kansas City Chiefs. Í 23-16 tapi á sunnudaginn átti Sanders einnig hræðilegan leik, aðeins fjórar heppnaðar sendingar í sextán tilraunum fyrir 47 jarda og svo kastaði hann einum bolta frá sér. Hann var einnig felldur tvisvar. Slæmur dagur varð síðan enn verri þegar hann kom heim til sín. Kevin Stefanski, þjálfari Browns, sagði eftir leikinn að Sanders myndi byrja leikinn næsta sunnudag gegn Raiders í Las Vegas ef Gabriel kemst ekki í gegnum heilahristingsferlið. View this post on Instagram A post shared by Yahoo Sports (@yahoosports) NFL Mest lesið Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Körfubolti Fleiri fréttir Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Sjá meira
Eignum að verðmæti um tvö hundruð þúsund Bandaríkjadala var stolið af heimili Sanders, leikstjórnanda Cleveland Browns, í innbroti á sunnudag, að sögn lögreglu, en það gerir rúmar 25 milljónir króna. Þrír menn fóru inn á heimili Sanders um klukkan 18:46 að staðartíma, samkvæmt fréttatilkynningu frá skrifstofu sýslumannsins en eftirlitsmyndavélar á heimilinu náðu myndskeiði af hinum grunuðu þar sem þeir fóru inn og út úr mismunandi hlutum heimilisins. Hinir grunuðu voru með grímur og hanska og sáust yfirgefa heimili Sanders um klukkan 18:58 að staðartíma með eigur Sanders. Innbrotið átti sér stað á meðan Sanders lék sinn fyrsta leik í NFL-deildinni á sunnudag gegn Baltimore Ravens á Huntington Bank Field í Cleveland. Sanders, sem var valinn 144. í nýliðavali NFL-deildarinnar 2025, kom inn á í seinni hálfleik í stað byrjunarliðsmannsins Dillon Gabriel, sem fékk heilahristing og varð að yfirgefa völlinn. Á síðasta ári eða svo hafa innbrot átt sér stað á heimilum margra þekktra íþróttamanna, þar á meðal Luka Dončić hjá Los Angeles Lakers (þegar hann var hjá Dallas Mavericks), Joe Burrow hjá Cincinnati Bengals og hjá þeim Patrick Mahomes og Travis Kelce hjá Kansas City Chiefs. Í 23-16 tapi á sunnudaginn átti Sanders einnig hræðilegan leik, aðeins fjórar heppnaðar sendingar í sextán tilraunum fyrir 47 jarda og svo kastaði hann einum bolta frá sér. Hann var einnig felldur tvisvar. Slæmur dagur varð síðan enn verri þegar hann kom heim til sín. Kevin Stefanski, þjálfari Browns, sagði eftir leikinn að Sanders myndi byrja leikinn næsta sunnudag gegn Raiders í Las Vegas ef Gabriel kemst ekki í gegnum heilahristingsferlið. View this post on Instagram A post shared by Yahoo Sports (@yahoosports)
NFL Mest lesið Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Körfubolti Fleiri fréttir Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Sjá meira