Fjölskyldufyrirtæki sem heldur vélunum gangandi 19. nóvember 2025 14:31 Friðrik Ingi Friðriksson framkvæmdastjóri Aflvéla segir vottunina Framúrskarandi fyrirtæki merki um traust og trúverðugleika. Aflvélar hafa verið Framúrskarandi fyrirtæki frá árinu 2018. Aflvélar hafa hlotið viðurkenninguna Framúrskarandi fyrirtæki sjö ár í röð, en að sögn Friðriks Inga Friðrikssonar framkvæmdastjóra felst gildi hennar í trausti og trúverðugleika. Fyrirtækið hefur þróast úr smáum handverksrekstri yfir í öflugan innflutnings- og söluaðila tækja sem þjónar bæði flugvöllum, verktökum og bændum um land allt. Vottunin staðfestir traust og fagmennsku „Við vorum ekkert að sækjast eftir þessari vottun til að byrja með. En eftir að við fengum hana í fyrsta skipti sáum við hvað hún hefur að segja í samskiptum við birgja og fjármálastofnanir. Hún sýnir að fyrirtækið er traustsins vert og í góðum rekstri,“ segir Friðrik Ingi en Aflvélar hafa verið á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki síðan 2018. Aðeins lítill hluti íslenskra fyrirtækja uppfyllir þau skilyrði sem þar eru sett fram, stöðugur rekstur, traust fjármál og góður rekstrarárangur. „Þetta sýnir styrk. Við notum merkið aðeins út á við því það er viss viðurkenning að vera eitt af þessum fyrirtækjum,“ segir hann. Frá burstagerð til flugbrautarsópa Aflvélar stærsti söluaðili tækja fyrir flugvelli á Íslandi og þjónusta einnig alla flugvelli á Grænlandi. Hér er verið að sópa flugvöllinn í Nuuk. Saga fyrirtækisins nær aftur til ársins 1930 þegar afi Friðriks stofnaði Burstagerðina sem enn er rekin í dag. Þar eru framleiddir burstar, mottur og sérsmíðaðar lausnir fyrir íslenskan iðnað. „Þetta byrjaði allt með burstunum,“ segir Friðrik. „Ég stofnaði síðan félagið Besta og við seldum bursta fyrir flugbrautarsópa, svo þróaðist það þannig að við fórum að flytja inn og selja sópana sjálfa. Það vatt upp á sig og í dag eru Aflvélar stærsti söluaðili tækja fyrir flugvelli á Íslandi og þjónusta einnig alla flugvelli á Grænlandi.“ Stærsta merkið í þessum tækjum er frá Aebi-Schmidt sem er alþjóðlegt fyrirtæki sérhæft í slíkum vélum. Ný tækni og fjölbreytt vöruúrval Á Selfossi hefur verið byggð upp sterk landbúnaðardeild Aflvéla sem þjónustar bændur með dráttarvélar, fjórhjól og fleiri tæki. Árið 1989 hóf fyrirtækið vélasölu í stærri stíl og stofnaði síðar Aflvélar sem sjálfstætt félag árið 2004. Frá þeim tíma hefur vöruúrvalið stækkað jafnt og þétt. Á Selfossi hefur verið byggð upp sterk landbúnaðardeild Aflvéla með sterk merki eins og Valtra dráttarvélar. Aflvélar selja tæki fyrir snjóruðning, vegagerð, landbúnað og hreinsun, þ.e allt frá dráttarvélum og fjórhjólum til ryksuga, gólfþvottavéla og teppahreinsitækja. Merkin þar eru sterk eins og i-Team fyrirtækið með i-Mop gólfþvottavélarnar. Gólfþvottavélar eru meðal tækja sem Aflvélar selja. „Við segjum stundum að við séum með allt til að halda landinu hreinu, bæði inni og úti,“ segir Friðrik. Á síðustu árum hafa einnig nýjar vörur bæst við úrvalið. „Við bættum við slátturóbotum í fyrra frá Mammotion og þeir hafa slegið í gegn, bæði róbótar fyrir heimili, fyrirtæki og golfvelli,“ segir Friðrik Ingi. „Svo eru fjórhjólin mjög vinsæl. Þau eru ómissandi fyrir bændur og umhverfisvænni valkostur en dráttarvél í mörgum tilfellum.“ Slátturóbótarnir hafa slegið í gegn segir Friðrik. Fjölskyldufyrirtæki með umhverfissýn Aflvélar eru enn í dag fjölskyldurekið fyrirtæki með um þrjátíu starfsmenn. Friðrik Ingi rekur fyrirtækið ásamt eiginkonu sinni og syni, sem bæði koma að daglegum rekstri. „Við lítum á þetta eins og heimilisbókhald fjölskyldunnar, Það þarf að hafa yfirsýn, spara þar sem hægt er og halda vel utan um hlutina,“ segir hann. Þrátt fyrir að fyrirtækið selji vélar og tæki sem ganga fyrir eldsneyti er umhverfissjónarmiðum sinnt af alvöru. „Það orkar kannski tvímælis að selja mengandi tæki,“ segir hann. „En við erum alltaf með umhverfismálin á bak við eyrað og reynum að gera það sem við getum, til að mynda eru flestir okkar bíla rafmagnsbílar og öll tæki sem við flytjum inn og seljum uppfylla nýjustu staðla og kröfur.“ Krefjandi starfsumhverfi á komandi ári Friðrik Ingi er formaður Félags atvinnurekenda og fylgist vel með breytingum á reglugerðum og sköttum sem hafa áhrif á innflutning. Hann segir að ný fyrirhuguð vörugjöld á ökutæki gætu haft veruleg áhrif á atvinnulífið. „Þessar breytingar verða stórt högg ef þær ganga eftir, ekki bara fyrir okkur heldur alla innflytjendur ökutækja. Stjórnvöld þurfa að mínu mati að gefa fyrirtækjum svigrúm til að bregðast við,“ segir hann. Þessi grein er unnin í samstarfi við Aflvélar. Framúrskarandi fyrirtæki 2025 Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fjölskyldufyrirtæki sem heldur vélunum gangandi Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Íslensk framleiðsla sem endist Sjá meira
Vottunin staðfestir traust og fagmennsku „Við vorum ekkert að sækjast eftir þessari vottun til að byrja með. En eftir að við fengum hana í fyrsta skipti sáum við hvað hún hefur að segja í samskiptum við birgja og fjármálastofnanir. Hún sýnir að fyrirtækið er traustsins vert og í góðum rekstri,“ segir Friðrik Ingi en Aflvélar hafa verið á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki síðan 2018. Aðeins lítill hluti íslenskra fyrirtækja uppfyllir þau skilyrði sem þar eru sett fram, stöðugur rekstur, traust fjármál og góður rekstrarárangur. „Þetta sýnir styrk. Við notum merkið aðeins út á við því það er viss viðurkenning að vera eitt af þessum fyrirtækjum,“ segir hann. Frá burstagerð til flugbrautarsópa Aflvélar stærsti söluaðili tækja fyrir flugvelli á Íslandi og þjónusta einnig alla flugvelli á Grænlandi. Hér er verið að sópa flugvöllinn í Nuuk. Saga fyrirtækisins nær aftur til ársins 1930 þegar afi Friðriks stofnaði Burstagerðina sem enn er rekin í dag. Þar eru framleiddir burstar, mottur og sérsmíðaðar lausnir fyrir íslenskan iðnað. „Þetta byrjaði allt með burstunum,“ segir Friðrik. „Ég stofnaði síðan félagið Besta og við seldum bursta fyrir flugbrautarsópa, svo þróaðist það þannig að við fórum að flytja inn og selja sópana sjálfa. Það vatt upp á sig og í dag eru Aflvélar stærsti söluaðili tækja fyrir flugvelli á Íslandi og þjónusta einnig alla flugvelli á Grænlandi.“ Stærsta merkið í þessum tækjum er frá Aebi-Schmidt sem er alþjóðlegt fyrirtæki sérhæft í slíkum vélum. Ný tækni og fjölbreytt vöruúrval Á Selfossi hefur verið byggð upp sterk landbúnaðardeild Aflvéla sem þjónustar bændur með dráttarvélar, fjórhjól og fleiri tæki. Árið 1989 hóf fyrirtækið vélasölu í stærri stíl og stofnaði síðar Aflvélar sem sjálfstætt félag árið 2004. Frá þeim tíma hefur vöruúrvalið stækkað jafnt og þétt. Á Selfossi hefur verið byggð upp sterk landbúnaðardeild Aflvéla með sterk merki eins og Valtra dráttarvélar. Aflvélar selja tæki fyrir snjóruðning, vegagerð, landbúnað og hreinsun, þ.e allt frá dráttarvélum og fjórhjólum til ryksuga, gólfþvottavéla og teppahreinsitækja. Merkin þar eru sterk eins og i-Team fyrirtækið með i-Mop gólfþvottavélarnar. Gólfþvottavélar eru meðal tækja sem Aflvélar selja. „Við segjum stundum að við séum með allt til að halda landinu hreinu, bæði inni og úti,“ segir Friðrik. Á síðustu árum hafa einnig nýjar vörur bæst við úrvalið. „Við bættum við slátturóbotum í fyrra frá Mammotion og þeir hafa slegið í gegn, bæði róbótar fyrir heimili, fyrirtæki og golfvelli,“ segir Friðrik Ingi. „Svo eru fjórhjólin mjög vinsæl. Þau eru ómissandi fyrir bændur og umhverfisvænni valkostur en dráttarvél í mörgum tilfellum.“ Slátturóbótarnir hafa slegið í gegn segir Friðrik. Fjölskyldufyrirtæki með umhverfissýn Aflvélar eru enn í dag fjölskyldurekið fyrirtæki með um þrjátíu starfsmenn. Friðrik Ingi rekur fyrirtækið ásamt eiginkonu sinni og syni, sem bæði koma að daglegum rekstri. „Við lítum á þetta eins og heimilisbókhald fjölskyldunnar, Það þarf að hafa yfirsýn, spara þar sem hægt er og halda vel utan um hlutina,“ segir hann. Þrátt fyrir að fyrirtækið selji vélar og tæki sem ganga fyrir eldsneyti er umhverfissjónarmiðum sinnt af alvöru. „Það orkar kannski tvímælis að selja mengandi tæki,“ segir hann. „En við erum alltaf með umhverfismálin á bak við eyrað og reynum að gera það sem við getum, til að mynda eru flestir okkar bíla rafmagnsbílar og öll tæki sem við flytjum inn og seljum uppfylla nýjustu staðla og kröfur.“ Krefjandi starfsumhverfi á komandi ári Friðrik Ingi er formaður Félags atvinnurekenda og fylgist vel með breytingum á reglugerðum og sköttum sem hafa áhrif á innflutning. Hann segir að ný fyrirhuguð vörugjöld á ökutæki gætu haft veruleg áhrif á atvinnulífið. „Þessar breytingar verða stórt högg ef þær ganga eftir, ekki bara fyrir okkur heldur alla innflytjendur ökutækja. Stjórnvöld þurfa að mínu mati að gefa fyrirtækjum svigrúm til að bregðast við,“ segir hann. Þessi grein er unnin í samstarfi við Aflvélar.
Framúrskarandi fyrirtæki 2025 Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fjölskyldufyrirtæki sem heldur vélunum gangandi Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Íslensk framleiðsla sem endist Sjá meira