Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Lovísa Arnardóttir skrifar 19. nóvember 2025 17:26 Finnbjörn Hermannsson er forseti ASÍ. Vísir/Arnar Miðstjórn Alþýðusambands Íslands telur ákvörðun peningastefnunefndar að lækka stýrivexti skref í rétta átt nú þegar skýr merki eru um kólnun í hagkerfinu. Í tilkynningu segir að peningalegt aðhald þrengi nú þegar verulega að skuldsettum heimilum og geti ýtt undir hraðari kólnun hagkerfisins og stuðlað að auknu atvinnuleysi. Miðstjórn minnir í tilkynningu á skuldbindingar atvinnulífs að halda aftur af verðhækkunum og loforð stjórnvalda um að halda aftur af gjaldskrárhækkunum Miðstjórn Alþýðusambands Íslands telur ákvörðun peningastefnunefndar að lækka stýrivexti skref í rétta átt nú þegar skýr merki eru um kólnun í hagkerfinu. Í tilkynningu segir að peningalegt aðhald þrengi nú þegar verulega að skuldsettum heimilum og geti ýtt undir hraðari kólnun hagkerfisins og stuðlað að auknu atvinnuleysi. Peningastefnunefnd tilkynnti í morgun ákvörðun sína um að lækka stýrivexti um 0,25 prósentustig. Helstu greiningaraðilar höfðu spáð því að nefndin myndi halda stýrivöxtunum óbreyttum. Launaskrið á vinnumarkaði ekki á ábyrgð launafólks Í tilkynningu miðstjórnar ASÍ segir enn fremur að samkvæmt spá Seðlabankans muni hægja verulega á hagvexti á þessu ári og hinu næsta. „Þar dregur bæði úr útflutningi stóriðju og sjávarafurða. Jafnframt er búist við auknu atvinnuleysi á næstu misserum. Á sama tíma væntir bankinn þess að einkaneysla vaxi nokkuð. Nýlegar tölur um kortaveltu eru til marks um að hluti þjóðarinnar sé í góðu skjóli hárra vaxta og geti haldið uppi mikilli neyslu á meðan byrðar peningastefnunnar eru bornar af skuldsettum heimilum og ungu fólki. Verkalýðshreyfingin bendir á að umsamdar launahækkanir kjarasamninga tryggðu launafólki hóflegar launahækkanir sem studdu við verðbólgumarkmið Seðlabankans og áhyggjur Seðlabankans af launaskriði á vinnumarkaði eru ekki á ábyrgð almenns launafólks,“ segir í tilkynningunni. Þá bendir miðstjórn á að þó svo að megindrifkraftur verðbólgu um þessar mundir sé enn hækkanir á leiguverði sem rekja megi til framboðsskorts og úrræðaleysis stjórnvalda á húsnæðismarkaði. Við hátt vaxtastig og stíf lánþegaskilyrði sé fyrirséð að áfram muni spenna ríkja á leigumarkaði og ýta undir aukinn ójöfnuð milli þeirra sem eiga og þeirra sem eiga ekki. „Óþolandi er að launafólk, ungt fólk og einstaklingar á leigumarkaði beri þyngstu byrðarnar af hagstjórnarmistökum og óstjórn í húsnæðismálum,“ segir í tilkynningu miðstjórnar. Þar er bent á að hægt hafi á hjöðnun verðbólgunnar og að hún skýrist nú í auknum mæli af hækkunum á matvælaverði. Miðstjórn kallar eftir að fyrirtæki og hið opinbera sýni ábyrgð og standi við markmið þeirra kjarasamninga sem gerðir voru í mars 2024. Miðstjórn segir óboðlegt að stórir aðilar í heildsölu, smásölu og eldsneytissölu gangi gegn markmiðum kjarasamninga og auki arðsemi í krafti fákeppni. „Miðstjórn ASÍ minnir á að langtímakjarasamningar voru undirritaðir í fyrra með það meginmarkmið að stuðla að lækkun vaxta og minni verðbólgu. Í því fólst skuldbinding um að atvinnulífið héldi aftur af verðhækkunum og loforð stjórnvalda um að halda aftur af gjaldskrárhækkunum. Við þetta hefur ekki verið staðið og engin sátt mun ríkja á vinnumarkaði ef fyrirtæki og opinberir aðilar skorast undan þessari ábyrgð sinni,“ segir að lokum í tilkynningunni. Seðlabankinn Vinnumarkaður Verðlag Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál ASÍ Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira
Miðstjórn Alþýðusambands Íslands telur ákvörðun peningastefnunefndar að lækka stýrivexti skref í rétta átt nú þegar skýr merki eru um kólnun í hagkerfinu. Í tilkynningu segir að peningalegt aðhald þrengi nú þegar verulega að skuldsettum heimilum og geti ýtt undir hraðari kólnun hagkerfisins og stuðlað að auknu atvinnuleysi. Peningastefnunefnd tilkynnti í morgun ákvörðun sína um að lækka stýrivexti um 0,25 prósentustig. Helstu greiningaraðilar höfðu spáð því að nefndin myndi halda stýrivöxtunum óbreyttum. Launaskrið á vinnumarkaði ekki á ábyrgð launafólks Í tilkynningu miðstjórnar ASÍ segir enn fremur að samkvæmt spá Seðlabankans muni hægja verulega á hagvexti á þessu ári og hinu næsta. „Þar dregur bæði úr útflutningi stóriðju og sjávarafurða. Jafnframt er búist við auknu atvinnuleysi á næstu misserum. Á sama tíma væntir bankinn þess að einkaneysla vaxi nokkuð. Nýlegar tölur um kortaveltu eru til marks um að hluti þjóðarinnar sé í góðu skjóli hárra vaxta og geti haldið uppi mikilli neyslu á meðan byrðar peningastefnunnar eru bornar af skuldsettum heimilum og ungu fólki. Verkalýðshreyfingin bendir á að umsamdar launahækkanir kjarasamninga tryggðu launafólki hóflegar launahækkanir sem studdu við verðbólgumarkmið Seðlabankans og áhyggjur Seðlabankans af launaskriði á vinnumarkaði eru ekki á ábyrgð almenns launafólks,“ segir í tilkynningunni. Þá bendir miðstjórn á að þó svo að megindrifkraftur verðbólgu um þessar mundir sé enn hækkanir á leiguverði sem rekja megi til framboðsskorts og úrræðaleysis stjórnvalda á húsnæðismarkaði. Við hátt vaxtastig og stíf lánþegaskilyrði sé fyrirséð að áfram muni spenna ríkja á leigumarkaði og ýta undir aukinn ójöfnuð milli þeirra sem eiga og þeirra sem eiga ekki. „Óþolandi er að launafólk, ungt fólk og einstaklingar á leigumarkaði beri þyngstu byrðarnar af hagstjórnarmistökum og óstjórn í húsnæðismálum,“ segir í tilkynningu miðstjórnar. Þar er bent á að hægt hafi á hjöðnun verðbólgunnar og að hún skýrist nú í auknum mæli af hækkunum á matvælaverði. Miðstjórn kallar eftir að fyrirtæki og hið opinbera sýni ábyrgð og standi við markmið þeirra kjarasamninga sem gerðir voru í mars 2024. Miðstjórn segir óboðlegt að stórir aðilar í heildsölu, smásölu og eldsneytissölu gangi gegn markmiðum kjarasamninga og auki arðsemi í krafti fákeppni. „Miðstjórn ASÍ minnir á að langtímakjarasamningar voru undirritaðir í fyrra með það meginmarkmið að stuðla að lækkun vaxta og minni verðbólgu. Í því fólst skuldbinding um að atvinnulífið héldi aftur af verðhækkunum og loforð stjórnvalda um að halda aftur af gjaldskrárhækkunum. Við þetta hefur ekki verið staðið og engin sátt mun ríkja á vinnumarkaði ef fyrirtæki og opinberir aðilar skorast undan þessari ábyrgð sinni,“ segir að lokum í tilkynningunni.
Seðlabankinn Vinnumarkaður Verðlag Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál ASÍ Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira