Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Bjarki Sigurðsson skrifar 21. nóvember 2025 23:31 Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir er yfirlæknir efnaskipta-og offituteymi Reykjalundar. Vísir/Bjarni Yfirlæknir á Reykjalundi segir ungu fólki sem þarf á endurhæfingu að halda vegna offitu fara fjölgandi. Margir hafi einangrast í Covid-faraldrinum og aldrei náð sér eftir það. Á Heilbrigðisþingi í dag var sérstök áhersla lögð á heilbrigðistengda endurhæfingu. Ráðherra vinnur að gerð hvítbókar um endurhæfingarþjónustu en fjöldi fólks var með erindi á þinginu í dag. Komnir ungir með fylgisjúkdóma Meðal þess sem var rætt var endurhæfing einstaklinga með offitu. Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir, yfirlæknir á Reykjalundi, segist hafa tekið eftir fjölgun yngri skjólstæðinga sem þurfa á endurhæfingu að halda vegna offitu. „Þeir eru líka að glíma við alvarlegri offitu og oft komnir með fylgisjúkdóma mjög ungir. Okkur finnst þessi hópur kannski þurfa annars konar úrræði heldur en þetta hefðbundna sem við höfum verið að veita á Reykjalundi,“ segir Guðrún. Reyna að aðlaga þjónustuna Þó það sé slæmt að heyra af fjölgun ungs fólks með offitu, sé jákvætt að hærra hlutfall leiti sér aðstoðar. Það þurfi að mæta þessum hópi fyrr. „Það er það sem við höfum verið að vinna með á Reykjalundi, að aðlaga starfsemina að þörfinni í samfélaginu. Við finnum það klárlega að það er þörf fyrir meiri þjónustu, til lengri tíma og fyrir stærri hópa,“ segir Guðrún. Einangrast í Covid Þá þurfi sumt ungt fólk ekki á endurhæfingu að halda, heldur hreinni hæfingu. „Maður gerir ráð fyrir því að endurhæfing snúist um að þjálfa einstaklinginn aftur í þá færni sem hann hefur haft. Ef þú ert með einstakling sem hefur aldrei haft þessa færni þá getur þú ekki endurhæft hann þangað til baka. Þá erum við að tala um einstaklinga sem þurfa að þróa með sér nýja færni. Það er önnur meðferð,“ segir Guðrún. Gæti það tengst því að þetta sé einhver sem hefur glímt við offitu frá unga aldri? „Þarna erum við til dæmis að sjá hóp sem okkur finnst hafa einangrast svolítið í Covid. Einstaklingar sem voru að klára grunnskóla þegar Covid var að byrja og fóru ekki í framhaldsskóla eða vinnu. Eru mikið einangraðir heima. Þeir þurfa úrræði sem tekur lengri tíma til að komast aftur af stað út í samfélagið,“ segir Guðrún. Heilbrigðismál Heilsa Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Á Heilbrigðisþingi í dag var sérstök áhersla lögð á heilbrigðistengda endurhæfingu. Ráðherra vinnur að gerð hvítbókar um endurhæfingarþjónustu en fjöldi fólks var með erindi á þinginu í dag. Komnir ungir með fylgisjúkdóma Meðal þess sem var rætt var endurhæfing einstaklinga með offitu. Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir, yfirlæknir á Reykjalundi, segist hafa tekið eftir fjölgun yngri skjólstæðinga sem þurfa á endurhæfingu að halda vegna offitu. „Þeir eru líka að glíma við alvarlegri offitu og oft komnir með fylgisjúkdóma mjög ungir. Okkur finnst þessi hópur kannski þurfa annars konar úrræði heldur en þetta hefðbundna sem við höfum verið að veita á Reykjalundi,“ segir Guðrún. Reyna að aðlaga þjónustuna Þó það sé slæmt að heyra af fjölgun ungs fólks með offitu, sé jákvætt að hærra hlutfall leiti sér aðstoðar. Það þurfi að mæta þessum hópi fyrr. „Það er það sem við höfum verið að vinna með á Reykjalundi, að aðlaga starfsemina að þörfinni í samfélaginu. Við finnum það klárlega að það er þörf fyrir meiri þjónustu, til lengri tíma og fyrir stærri hópa,“ segir Guðrún. Einangrast í Covid Þá þurfi sumt ungt fólk ekki á endurhæfingu að halda, heldur hreinni hæfingu. „Maður gerir ráð fyrir því að endurhæfing snúist um að þjálfa einstaklinginn aftur í þá færni sem hann hefur haft. Ef þú ert með einstakling sem hefur aldrei haft þessa færni þá getur þú ekki endurhæft hann þangað til baka. Þá erum við að tala um einstaklinga sem þurfa að þróa með sér nýja færni. Það er önnur meðferð,“ segir Guðrún. Gæti það tengst því að þetta sé einhver sem hefur glímt við offitu frá unga aldri? „Þarna erum við til dæmis að sjá hóp sem okkur finnst hafa einangrast svolítið í Covid. Einstaklingar sem voru að klára grunnskóla þegar Covid var að byrja og fóru ekki í framhaldsskóla eða vinnu. Eru mikið einangraðir heima. Þeir þurfa úrræði sem tekur lengri tíma til að komast aftur af stað út í samfélagið,“ segir Guðrún.
Heilbrigðismál Heilsa Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira