Innlent

Í gæslu­varð­haldi grunuð um þjófnaði víða í Reykja­vík

Lovísa Arnardóttir skrifar
Parið var handtekið af lögreglu í gær.
Parið var handtekið af lögreglu í gær. Vísir/Lýður Valberg

Karl og kona á þrítugsaldri voru í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðuð í gæsluvarðhald til 3. desember að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á auðgunarbrotum. 

Í tilkynningu frá lögreglunni segir að fólkið hafi verið handtekið í gær eftir að tilkynnt var um þjófnað í verslun í austurborginni. 

Um er að ræða erlenda ríkisborgara, sem eru jafnframt grunaðir um fleiri þjófnaði í Reykjavík undanfarna daga samkvæmt tilkynningu.

Greint var frá því í gær að tveir hefðu verið handteknir í Hagkaup í Kringlunni í gær en ekki hefur verið staðfest að um sama mál sé að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×