Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Árni Sæberg skrifar 21. nóvember 2025 11:27 Maðurinn framdi líkamsárásina á Hafnartorgi að sumri til árið 2021. Vísir/Vilhelm Dómur ungs karlmanns, sem játaði líkamsárás á Hafnartorgi í Reykjavík árið 2021, hefur verið ómerktur af Landsréttir og vísað aftur heim í hérað. Það var gert vegna tölvubréfs dómara til verjanda þar sem dómarinn lýsti því yfir að hann teldi hæpið að heimfæra brot mannsins undir ákvæði hegningarlaga um minni háttar líkamsárás. Í dómi Landsréttar þess efnis, sem kveðinn var upp í gær, segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, með því að hafa veist að manni með ítrekuðum hnéspörkum í höfuð og búk. Fyrir héraðsdómi hafi hann gengist við þeirri háttsemi sem lýst var í ákæru en hafnað heimfærslu háttseminnar til ákvæðs hegningarlaga um sérstaklega hættulega líkamsárás. Taldi aðra heimfærslu hæpna Í aðdraganda aðalmeðferðar málsins hefði héraðsdómari sent tölvubréf til verjanda mannsins þar sem hann lýsti því meðal annars að hann teldi afar hæpið að heimfæra háttsemina undir ákvæði hegningarlaga um minni háttar líkamsárás. Tölvubréfið var svohljóðandi: „Eins og málið horfir við mér eftir að hafa skoðað upptökuna þá er afar hæpið að heimfæra undir 217. gr. almennra hegningarlaga. Brotaþoli nær að takmarka sitt eigið tjón en um slíkt hefur verið dæmt áður, þ.e. það breytir ekki hættueiginleika verknaðarins. Ákærði hefur viðurkennt þá háttsemi sem sést á upptökunni. Ég tel þetta því góða niðurstöðu fyrir ákærða ef af verður, ellegar hefði ég sennilega látið fara fram sönnunarfærslu um þetta fyrir dóminum. Eins og málið er vaxið kæmi ekki til greina að beita refsibrottfalli vegna fyrningar án þess að til þess kæmi.“ Réttmætur vafi um óhlutdrægni Í dóminum segir að Landsréttur hafi talið að með ummælum í tölvupóstinum hefði héraðsdómari lýst afstöðu sinni til þeirra efnisvarna sem maðurinn hafði teflt fram í málinu. Þar með hefði verið kominn upp réttmætur vafi um óhlutdrægni dómarans, en skylda dómara til að gæta að hæfi sínu sneri meðal annars að því að efnisleg afstaða hans til ágreinings kæmi ekki fram fyrr en í dómi. Hinn áfrýjaði dómur hafi því verið ómerktur og heimvísað til löglegrar meðferðar og dómsálagningar á ný. Ekki fyrsta tölvubréfið sem vekur athygli Dómarinn sem um ræðir er Sigríður Hjaltested við Héraðsdóm Reykjavíkur. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem tölvubréf henni tengt vekur athygli en síðast þegar það gerðist var hún á hinum endanum. Hún var viðtakandi „harla óvenjulegs“ tölvubréfs lögmannsins Ómars R. Valdimarssonar í tengslum við dæmda málsvarnarþóknun hans í Bankastrætis club-málinu svokallaða. Dómsmál Dómstólar Reykjavík Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira
Í dómi Landsréttar þess efnis, sem kveðinn var upp í gær, segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, með því að hafa veist að manni með ítrekuðum hnéspörkum í höfuð og búk. Fyrir héraðsdómi hafi hann gengist við þeirri háttsemi sem lýst var í ákæru en hafnað heimfærslu háttseminnar til ákvæðs hegningarlaga um sérstaklega hættulega líkamsárás. Taldi aðra heimfærslu hæpna Í aðdraganda aðalmeðferðar málsins hefði héraðsdómari sent tölvubréf til verjanda mannsins þar sem hann lýsti því meðal annars að hann teldi afar hæpið að heimfæra háttsemina undir ákvæði hegningarlaga um minni háttar líkamsárás. Tölvubréfið var svohljóðandi: „Eins og málið horfir við mér eftir að hafa skoðað upptökuna þá er afar hæpið að heimfæra undir 217. gr. almennra hegningarlaga. Brotaþoli nær að takmarka sitt eigið tjón en um slíkt hefur verið dæmt áður, þ.e. það breytir ekki hættueiginleika verknaðarins. Ákærði hefur viðurkennt þá háttsemi sem sést á upptökunni. Ég tel þetta því góða niðurstöðu fyrir ákærða ef af verður, ellegar hefði ég sennilega látið fara fram sönnunarfærslu um þetta fyrir dóminum. Eins og málið er vaxið kæmi ekki til greina að beita refsibrottfalli vegna fyrningar án þess að til þess kæmi.“ Réttmætur vafi um óhlutdrægni Í dóminum segir að Landsréttur hafi talið að með ummælum í tölvupóstinum hefði héraðsdómari lýst afstöðu sinni til þeirra efnisvarna sem maðurinn hafði teflt fram í málinu. Þar með hefði verið kominn upp réttmætur vafi um óhlutdrægni dómarans, en skylda dómara til að gæta að hæfi sínu sneri meðal annars að því að efnisleg afstaða hans til ágreinings kæmi ekki fram fyrr en í dómi. Hinn áfrýjaði dómur hafi því verið ómerktur og heimvísað til löglegrar meðferðar og dómsálagningar á ný. Ekki fyrsta tölvubréfið sem vekur athygli Dómarinn sem um ræðir er Sigríður Hjaltested við Héraðsdóm Reykjavíkur. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem tölvubréf henni tengt vekur athygli en síðast þegar það gerðist var hún á hinum endanum. Hún var viðtakandi „harla óvenjulegs“ tölvubréfs lögmannsins Ómars R. Valdimarssonar í tengslum við dæmda málsvarnarþóknun hans í Bankastrætis club-málinu svokallaða.
Dómsmál Dómstólar Reykjavík Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira