Neytendur

Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Taðreykta bleikjan og reykti silungurinn frá Hnýfli ehf. hafa verið innkallaðar.
Taðreykta bleikjan og reykti silungurinn frá Hnýfli ehf. hafa verið innkallaðar. Mast

Listeria monocytogenis hefur greinst í taðreyktri bleikju og reykstum silungi frá Hnýfli ehf. Fyrirtækið hefur í samráði við Matvælastofnun innkallað vöruna af markaði.

Bleikjuna og silunginn mátti kaupa í verslunum Samkaupa, Hagkaupa og Krónunnar með 28. nóvember 2025 sem síðasta notkunardegi. Framleiðandinn er Hnýfill ehf. og er starfsemin staðsett á Akureyri.

Listaria monocytogenes er ein af sex tegundum af listeríu og er hún eina sem er sýkjandi samkvæmt heimasíðu Matvælastofnunar. Einkenni þeirra sem sýkjast af listeríu eru mild flensueinkenni, vöðvaverkir og stundum ógleði en í alvarlegri tilfellum getur bakterían valdið blóðeitrun og fósturláti.

Þeir sem hafa fest kaup á vörunni er bent á að farga henni eða skila í verslun til að fá endurgreitt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×