Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2025 11:02 Michael Owen raðaði inn mörkum með Liverpool þegar hann var ungur og var betri en Lionel Messi að mati Wayne Rooney. Getty/Mark Leech/Luis Bagu Hver er besti táningurinn í sögu heimsfótboltans? Einn af þeim sem sló í gegn sem táningur hefur sagt sína skoðun á því. Wayne Rooney var ekki mjög gamall þegar hann sló fyrst í gegn hjá Everton og varð svo að stórstjörnu hjá Manchester United. Rooney var beðinn að finna út hver væri besti táningur sögunnar og þurfti þar að velja á milli átta manna með útsláttarfyrirkomulagi. Rooney valdi frekar Neymar en sjálfan sig og valdi Kylian Mbappé frekar en Cristiano Ronaldo. Það val sem kom kannski flestum á óvart var að hann valdi Michael Owen frekar en Lionel Messi. Messi sló snemma í gegn hjá Barcelona en varð ekki að súperstjörnu fyrr en Pep Guardiola fann bestu stöðuna fyrir hann. Þá var Messi kominn yfir tvítugt. Hann var vissulega mjög góður sem táningur en ekki nógu góður að mati Rooney. Rooney man aftur á móti vel eftir táningingnum Michael Owen sem raðaði inn mörkum fyrir Liverpool og enska landsliðið. Owen er sá táningur sem hefur skorað flest mörk í ensku úrvalsdeildinni en hann var með 40 mörk og 15 stoðsendingar í 79 leikjum áður en hann hélt upp á tvítugsafmælið. Rooney var sjálfur með 39 mörk og 13 stoðsendingar í 105 leikjum sem táningur. Hér fyrir neðan má sjá val Rooney og hver endaði uppi, að hans mati, sem besti táningur heimsfótboltans. Það val kemur eflaust fáum á óvart sem upplifðu það þegar brasilíski Ronaldo var besti leikmaður heims og fékk nafnið El Fenómeno. View this post on Instagram A post shared by Daily Mail Sport (@dailymailsport) Enski boltinn Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Sjá meira
Wayne Rooney var ekki mjög gamall þegar hann sló fyrst í gegn hjá Everton og varð svo að stórstjörnu hjá Manchester United. Rooney var beðinn að finna út hver væri besti táningur sögunnar og þurfti þar að velja á milli átta manna með útsláttarfyrirkomulagi. Rooney valdi frekar Neymar en sjálfan sig og valdi Kylian Mbappé frekar en Cristiano Ronaldo. Það val sem kom kannski flestum á óvart var að hann valdi Michael Owen frekar en Lionel Messi. Messi sló snemma í gegn hjá Barcelona en varð ekki að súperstjörnu fyrr en Pep Guardiola fann bestu stöðuna fyrir hann. Þá var Messi kominn yfir tvítugt. Hann var vissulega mjög góður sem táningur en ekki nógu góður að mati Rooney. Rooney man aftur á móti vel eftir táningingnum Michael Owen sem raðaði inn mörkum fyrir Liverpool og enska landsliðið. Owen er sá táningur sem hefur skorað flest mörk í ensku úrvalsdeildinni en hann var með 40 mörk og 15 stoðsendingar í 79 leikjum áður en hann hélt upp á tvítugsafmælið. Rooney var sjálfur með 39 mörk og 13 stoðsendingar í 105 leikjum sem táningur. Hér fyrir neðan má sjá val Rooney og hver endaði uppi, að hans mati, sem besti táningur heimsfótboltans. Það val kemur eflaust fáum á óvart sem upplifðu það þegar brasilíski Ronaldo var besti leikmaður heims og fékk nafnið El Fenómeno. View this post on Instagram A post shared by Daily Mail Sport (@dailymailsport)
Enski boltinn Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Sjá meira