Innlent

Stefnu­leysi í mál­efnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
hádegisfréttir

Meira en helmingur sveitarfélaga er ekki með stefnu í málum fatlaðs fólks. Fimmtán ár eru síðan þau tóku við málaflokknum. Formaður Þroskahjálpar segir stöðuna óásættanlega.

Íslenskir læknar með sérmenntun frá Bandaríkjunum fá ekki starfsleyfi í sini sérgrein hérlendis, þrátt fyrir að læknar með sömu menntun hafi fengið hana samþykkta áður. Samkvæmt heimildum fréttastofu er það vegna reglugerðar frá árinu 2023 en fátt er um svör frá Landlækni. 

Seðlabankastjóri telur að hægja fari á efnahagslífinu en hagvaxtarspár Seðlabankans hafa versnað fyrir seinni hluta ársins og næsta ár sömuleiðis.

Spennan eykst í Formúlu 1 eftir dramatík í Las Vegas í nótt og Norður-Lundúnaslagur er á dagskrá í enska boltanum þar sem Arsenal getur sent skilaboð í titilbaráttunni.

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan tólf.

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 23. nóvember 2025



Fleiri fréttir

Sjá meira


×