Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lovísa Arnardóttir skrifar 24. nóvember 2025 11:05 Pétur Smári til vinstri og Njáll til hægri. Bylgjan Stjórnarformaður mótorhjólasambandsins Sniglanna og framkvæmdastjóri mótorhjóla- og snjósleðaíþróttasambands segja niðurfellingu á undanþágu vörugjalda á innflutningi mótorhjóla geta haft verulega slæm áhrif á mótor- og snjókross á Íslandi. Minni endurnýjun verði í íþróttinni þegar erfiðara verður að endurnýja hjól. Þeir segja það sömuleiðis áhyggjuefni að mótorhjólaflotinn eldist á landinu. Tilkynnt var um breytinguna í október en tillagan er hluti af breytingum á ýmsum lögum vegna fjárlaga árið 2026. Gert er ráð fyrir í breytingunni að vörugjöld á nýja rafmagnsbíla verði felld niður samkvæmt tillögu fjármála- og efnahagsráðherra til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Samhliða er gert ráð fyrir að vörugjald hækki á nýja bíla sem ganga að hluta eða öllu leyti fyrir jarðefnaeldsneyti. Einnig er lagt til að regluverk verði einfaldað og undanþágum fækkað. Í tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu í október kom fram að markmið breytinganna væri að skapa varanlegan hvata til að velja ökutæki sem nota hreina innlenda orkugjafa í stað ökutækja sem ganga fyrir innfluttri orku. Pétur Smárason, framkvæmdastjóri MSÍ, Íslands, ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun ásamt Njáli Gunnlaugssyni, stjórnarmanni Sniglanna. Pétur Smári segir það harkalega breytingu að fara úr því að greiða engin vörugjöld að greiða 40 prósent vörugjald á innflutt mótorhjól. Smári segist ekki vita af hverju hækkunin kemur til en sambandið hafi fengið í gegn að fá undanþágu því það sé mikill uppgangur í íþróttinni. Hann segir um 200 til 300 iðkendur meðal barna og allt niður í þriggja ára sem æfa og keppa. Þetta sé íþrótt sem þau stunda á sumrin en mörg þeirra stundi aðrar íþróttir á veturna. „Þú verður að halda þér í góðu formi til að geta haldið þér á þessum vélhjólum,“ segir hann og að með því að afturkalla niðurfellingu vörugjalda verði engin endurnýjun á hjólum sem gæti fækkað iðkendum. Margir foreldrar séu búnir að panta hjól sem eigi að koma eftir áramót og það sé allt í mínus, hjá umboðum og öllum. Hjól fyrir krakka kosti um eina milljón og með þessu verði kostnaðurinn enn meiri. Uppnám í íþróttinni Njáll tekur undir orð Péturs og segir þessa hækkun setja íþróttastarfið um land allt í uppnám. Það sé búið að byggja upp aðstöðu víða um land. Hann segir þessa hækkun einnig hafa áhrif á starf Sniglanna, þar sé hækkun upp á um tíu prósent. „Sumum finnst það kannski ekki mikið, en við skulum ekki gleyma því að við höfum þurft að þola að vera í háum tollflokki, bara eiginlega alltaf. Við vorum með 70 prósent fyrir aldamót og þá seldust bara engin hjól. Það komu ár þar sem það seldist ekkert götuhjól,“ segir Njáll og að með því að hækka vörugjöldin í 40 prósent nálgist þau aftur þessi 70 prósent sem voru áður. „Okkur finnst þetta ekki vera réttlætanlegt,“ segir Njáll. Hann segir að rökstuðningur fyrir hækkun sé með tilvísun í að ekki sé hægt að fella niður vörugjöld á ökutæki sem noti jarðefnaeldsneyti og losi koltvísýring. Enginn annar valkostur „Við getum skilið þegar þú ert á bíl, því að þar hefur verið annar valkostur með rafmagnsbíl en við höfum ekki þennan valkost. Við erum hins vegar ökutæki sem menga mjög lítið,“ segir hann og að stærstu hjólin mengi á við smábíla. Pétur Smári segir hafa tekið tólf ár að útfæra niðurfellinguna á keppnistæki og að þessi hækkun komi á slæmum tíma. Það hafi tekið tólf ár að fá vörugjöldin felld niður á mótorhjólin en þau hafi aldrei verið felld niður á snjósleða. Samt séu um 160 tæki á landinu sem eru merktir sem keppnissleðar. Pétur Smári segir snjókross alveg jafn stórt sport á Íslandi og mótorkross. Það sé vetrarsport og það hafi verið mikil uppbygging síðustu ár. Á keppnum hafi verið yfir hundrað þátttakendur en fáir viti enn hvað snjókross er og hversu margir stunda það á bæði Norður- og Austurlandi. Pétur telur að á ári hafi verið keypt um fimmtíu götu- og torffæruhjól. „Þannig að við erum að tala um kannski svona 15 til 20 milljónir á ári af hjólunum. En svo hafa þetta náttúrulega ekki verið neinir sleðar,“ segir hann en að á sama tíma séu fluttir inn um tuttugu keppnissleðar sem kosta á milli þrjár til sex milljónir. Mótorhjólaflotinn eldist Njáll segir búna að vera uppsveiflu í sölu á götuhjólum en óttast að það breytist með þessari breytingu. „Það sem að hefur breyst núna á síðustu árum er að nýjustu hjólin eru öll komin með ABS, það er bara skylda,“ segir hann og að þessi hækkun geti haft þau áhrif að nýjum hjólum fækki sem eru með öryggisbúnað. „Það er náttúrulega slæmt líka. Við viljum ekki að flotinn okkar eldist eins og, eins og í bílunum.“ Pétur Smári og Njáll telja það ekki skipta verulegu máli fyrir ríkisútgjöldin að gefa þennan afslátt eftir en það skipti verulegu máli fyrir iðkendur þessarar íþróttar. Vilja funda með ráðherra Þeir hafa óskað eftir fundi með ráðherra og margir skilað inn umsögnum við frumvarpið í samráðsgátt. „ Við erum undirbúnir að hittast sem fyrst,“ segir Pétur Smári og þeir hafi mikinn hug á að fara almennt yfir þessi mál með ráðherra og ræða fyrirkomulagið á þessu til framtíðar. „Bara vinna saman. Mögulega þurfum við bara að hafa vinnuhóp sem er bara að vinna allt árið í að hugsa um hag þessa fólks sem er að stunda þetta. Skattar, tollar og gjöld Umhverfismál Bílar Íþróttir barna Orkuskipti Vistvænir bílar Fjárlagafrumvarp 2026 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Akstursíþróttir Bítið Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Tilkynnt var um breytinguna í október en tillagan er hluti af breytingum á ýmsum lögum vegna fjárlaga árið 2026. Gert er ráð fyrir í breytingunni að vörugjöld á nýja rafmagnsbíla verði felld niður samkvæmt tillögu fjármála- og efnahagsráðherra til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Samhliða er gert ráð fyrir að vörugjald hækki á nýja bíla sem ganga að hluta eða öllu leyti fyrir jarðefnaeldsneyti. Einnig er lagt til að regluverk verði einfaldað og undanþágum fækkað. Í tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu í október kom fram að markmið breytinganna væri að skapa varanlegan hvata til að velja ökutæki sem nota hreina innlenda orkugjafa í stað ökutækja sem ganga fyrir innfluttri orku. Pétur Smárason, framkvæmdastjóri MSÍ, Íslands, ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun ásamt Njáli Gunnlaugssyni, stjórnarmanni Sniglanna. Pétur Smári segir það harkalega breytingu að fara úr því að greiða engin vörugjöld að greiða 40 prósent vörugjald á innflutt mótorhjól. Smári segist ekki vita af hverju hækkunin kemur til en sambandið hafi fengið í gegn að fá undanþágu því það sé mikill uppgangur í íþróttinni. Hann segir um 200 til 300 iðkendur meðal barna og allt niður í þriggja ára sem æfa og keppa. Þetta sé íþrótt sem þau stunda á sumrin en mörg þeirra stundi aðrar íþróttir á veturna. „Þú verður að halda þér í góðu formi til að geta haldið þér á þessum vélhjólum,“ segir hann og að með því að afturkalla niðurfellingu vörugjalda verði engin endurnýjun á hjólum sem gæti fækkað iðkendum. Margir foreldrar séu búnir að panta hjól sem eigi að koma eftir áramót og það sé allt í mínus, hjá umboðum og öllum. Hjól fyrir krakka kosti um eina milljón og með þessu verði kostnaðurinn enn meiri. Uppnám í íþróttinni Njáll tekur undir orð Péturs og segir þessa hækkun setja íþróttastarfið um land allt í uppnám. Það sé búið að byggja upp aðstöðu víða um land. Hann segir þessa hækkun einnig hafa áhrif á starf Sniglanna, þar sé hækkun upp á um tíu prósent. „Sumum finnst það kannski ekki mikið, en við skulum ekki gleyma því að við höfum þurft að þola að vera í háum tollflokki, bara eiginlega alltaf. Við vorum með 70 prósent fyrir aldamót og þá seldust bara engin hjól. Það komu ár þar sem það seldist ekkert götuhjól,“ segir Njáll og að með því að hækka vörugjöldin í 40 prósent nálgist þau aftur þessi 70 prósent sem voru áður. „Okkur finnst þetta ekki vera réttlætanlegt,“ segir Njáll. Hann segir að rökstuðningur fyrir hækkun sé með tilvísun í að ekki sé hægt að fella niður vörugjöld á ökutæki sem noti jarðefnaeldsneyti og losi koltvísýring. Enginn annar valkostur „Við getum skilið þegar þú ert á bíl, því að þar hefur verið annar valkostur með rafmagnsbíl en við höfum ekki þennan valkost. Við erum hins vegar ökutæki sem menga mjög lítið,“ segir hann og að stærstu hjólin mengi á við smábíla. Pétur Smári segir hafa tekið tólf ár að útfæra niðurfellinguna á keppnistæki og að þessi hækkun komi á slæmum tíma. Það hafi tekið tólf ár að fá vörugjöldin felld niður á mótorhjólin en þau hafi aldrei verið felld niður á snjósleða. Samt séu um 160 tæki á landinu sem eru merktir sem keppnissleðar. Pétur Smári segir snjókross alveg jafn stórt sport á Íslandi og mótorkross. Það sé vetrarsport og það hafi verið mikil uppbygging síðustu ár. Á keppnum hafi verið yfir hundrað þátttakendur en fáir viti enn hvað snjókross er og hversu margir stunda það á bæði Norður- og Austurlandi. Pétur telur að á ári hafi verið keypt um fimmtíu götu- og torffæruhjól. „Þannig að við erum að tala um kannski svona 15 til 20 milljónir á ári af hjólunum. En svo hafa þetta náttúrulega ekki verið neinir sleðar,“ segir hann en að á sama tíma séu fluttir inn um tuttugu keppnissleðar sem kosta á milli þrjár til sex milljónir. Mótorhjólaflotinn eldist Njáll segir búna að vera uppsveiflu í sölu á götuhjólum en óttast að það breytist með þessari breytingu. „Það sem að hefur breyst núna á síðustu árum er að nýjustu hjólin eru öll komin með ABS, það er bara skylda,“ segir hann og að þessi hækkun geti haft þau áhrif að nýjum hjólum fækki sem eru með öryggisbúnað. „Það er náttúrulega slæmt líka. Við viljum ekki að flotinn okkar eldist eins og, eins og í bílunum.“ Pétur Smári og Njáll telja það ekki skipta verulegu máli fyrir ríkisútgjöldin að gefa þennan afslátt eftir en það skipti verulegu máli fyrir iðkendur þessarar íþróttar. Vilja funda með ráðherra Þeir hafa óskað eftir fundi með ráðherra og margir skilað inn umsögnum við frumvarpið í samráðsgátt. „ Við erum undirbúnir að hittast sem fyrst,“ segir Pétur Smári og þeir hafi mikinn hug á að fara almennt yfir þessi mál með ráðherra og ræða fyrirkomulagið á þessu til framtíðar. „Bara vinna saman. Mögulega þurfum við bara að hafa vinnuhóp sem er bara að vinna allt árið í að hugsa um hag þessa fólks sem er að stunda þetta.
Skattar, tollar og gjöld Umhverfismál Bílar Íþróttir barna Orkuskipti Vistvænir bílar Fjárlagafrumvarp 2026 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Akstursíþróttir Bítið Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira