Enski boltinn

Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jordan Pickford var skiljanlega sáttur í leikslok á Old Trafford í gær.
Jordan Pickford var skiljanlega sáttur í leikslok á Old Trafford í gær. getty/Richard Martin-Roberts

Enski landsliðsmarkvörðurinn Jordan Pickford sýndi allar sínar bestu hliðar þegar Everton sigraði Manchester United, 0-1, á Old Trafford í gær.

Everton var manni færri í tæplega áttatíu mínútur eftir að Idrissa Gana Gueye fékk rauða spjaldið á 13. mínútu fyrir að slá samherja sinn, Michael Keane.

Þrátt fyrir liðsmuninn komst Everton yfir með laglegu marki Kiernans Dewsbury-Hall á 29. mínútu.

United sótti stíft það sem eftir lifði leiks en vörn Everton var þétt og þar fyrir aftan var Pickford vel á verði.

Hann átti nokkar flottar vörslur í leiknum í gær en þær fimm bestu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Vörslur Pickfords gegn Man Utd

Everton hélt út og fagnaði sínum fyrsta sigri á Old Trafford í tólf ár. Þetta var jafnframt fyrsti sigur Davids Moyes sem stjóra gestaliðs á Old Trafford.

Pickford hefur haldið hreinu í síðustu tveimur leikjum Everton sem hafa báðir unnist.

Strákarnir hans Moyes eru í 11. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með átján stig eftir tólf umferðir.


Tengdar fréttir

United afþakkaði glóru­lausa gjöf Gueye

Þrátt fyrir að hafa misst Idrissa Gana Gueye af velli með rautt spjald, fyrir að slá liðsfélaga sinn, náðu tíu baráttuglaðir Everton-menn að landa frábærum 1-0 sigri gegn Manchester United á Old Trafford í kvöld, þegar tólftu umferð ensku úrvalsdeildarinnar lauk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×