Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Atli Ísleifsson skrifar 25. nóvember 2025 13:17 Póló er mætt með veipvörurnar sínar í Vesturbæ Reykjavíkur. Esra Þór Jakobsson Veipveldið Póló hefur opnað verslun í verslunarkjarna við Hagamel í Vesturbænum í Reykjavík sem löngum var kallaður Úlfarsfell eftir samnefndri bókabúð. Taílenskur veitingastaður hefur verið í húsinu um árabil. Vakin er athygli á þessum vendingum í virka íbúahópnum Vesturbænum á Facebook þar sem viðbrögðin eru frekar dræm þótt einn og einn fagni breytingunum. „Ég hefði átt að versla oftar á Thai Grill - virkilega fínn matur,“ segir Sölvi Snær Magnússon, eigandi veitingastaðarins Laundromat, í hópnum. „Virkilega sorgleg þróun“ Einn íbúi veltir fyrir sér hvort hin heilaga þrenning sé orðin að veruleika; pítsa, ís og að fá sér í vörina og vísar til þess að Ísbúð Vesturbæjar og Pizza 107 séu í húsinu. Mest ber á þeim sem vilja ekki fá verslun með nikótín og tóbaksvörur í hverfið barnanna vegna. „Æ, þetta er glatað. Virkilega sorgleg þróun, ekki síst fyrir ungmennin okkar í hverfinu. Getum við ekki tekið höndum saman og sniðgengið þessa ómenningu?“ spyr ein móðirin. Hvað í fjandanum er í gangi? Einn íbúi er þungt hugsi yfir uppgangi nikótínverslana og veipbúða hér á landi. „Getum við ekki farið að ræða þetta af alvöru? Staðsetning þessara verslana er algjörlega óviðeigandi,“ segir íbúinn. „Ég meina… hvað í fjandanum er í gangi? Þetta er meðhöndlað eins og nammi hér. Bráðum verður 50% afsláttur um helgar!“ Sambærilegar umræður hafa verið í öðrum hverfum borgarinnar, meðal annars í Grímsbæ við Bústaðarveg í Fossvoginum. Þar rekur Svens verslun en austar í götunni er Póló með útibú. Eyrún Magnúsdóttir, fjölmiðlakona á Gímaldinu og íbúi í Bústaðahverfi, hefur sagt níkótínsölumenn starfa nær óáreitta í skjóli sofandi stjórnvalda hér á landi. Þeir sem tekið hafa upp hanskann fyrir viðkomandi verslanir hafa aðallega bent á að átján ára aldurstakmark sé í verslununum og því ekki ástæða til að hafa áhyggjur af börnunum. Lausleg könnun fréttastofu bendir til þess að á höfuðborgarsvæðinu reki Svens um tíu verslanir en Póló um fimm. Reykjavík Börn og uppeldi Nikótínpúðar Rafrettur Mest lesið Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Vakin er athygli á þessum vendingum í virka íbúahópnum Vesturbænum á Facebook þar sem viðbrögðin eru frekar dræm þótt einn og einn fagni breytingunum. „Ég hefði átt að versla oftar á Thai Grill - virkilega fínn matur,“ segir Sölvi Snær Magnússon, eigandi veitingastaðarins Laundromat, í hópnum. „Virkilega sorgleg þróun“ Einn íbúi veltir fyrir sér hvort hin heilaga þrenning sé orðin að veruleika; pítsa, ís og að fá sér í vörina og vísar til þess að Ísbúð Vesturbæjar og Pizza 107 séu í húsinu. Mest ber á þeim sem vilja ekki fá verslun með nikótín og tóbaksvörur í hverfið barnanna vegna. „Æ, þetta er glatað. Virkilega sorgleg þróun, ekki síst fyrir ungmennin okkar í hverfinu. Getum við ekki tekið höndum saman og sniðgengið þessa ómenningu?“ spyr ein móðirin. Hvað í fjandanum er í gangi? Einn íbúi er þungt hugsi yfir uppgangi nikótínverslana og veipbúða hér á landi. „Getum við ekki farið að ræða þetta af alvöru? Staðsetning þessara verslana er algjörlega óviðeigandi,“ segir íbúinn. „Ég meina… hvað í fjandanum er í gangi? Þetta er meðhöndlað eins og nammi hér. Bráðum verður 50% afsláttur um helgar!“ Sambærilegar umræður hafa verið í öðrum hverfum borgarinnar, meðal annars í Grímsbæ við Bústaðarveg í Fossvoginum. Þar rekur Svens verslun en austar í götunni er Póló með útibú. Eyrún Magnúsdóttir, fjölmiðlakona á Gímaldinu og íbúi í Bústaðahverfi, hefur sagt níkótínsölumenn starfa nær óáreitta í skjóli sofandi stjórnvalda hér á landi. Þeir sem tekið hafa upp hanskann fyrir viðkomandi verslanir hafa aðallega bent á að átján ára aldurstakmark sé í verslununum og því ekki ástæða til að hafa áhyggjur af börnunum. Lausleg könnun fréttastofu bendir til þess að á höfuðborgarsvæðinu reki Svens um tíu verslanir en Póló um fimm.
Reykjavík Börn og uppeldi Nikótínpúðar Rafrettur Mest lesið Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira