Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. nóvember 2025 07:17 Það kom því miður lítið á óvart á Alþingi í gær þegar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, gerði lítið annað en að tala um hvað stjórnarandstaðan væri ómöguleg – enn eina ferðina. Að þessu sinni var þetta þó sérstaklega áhugavert því umræðan snerist um hana sjálfa og hvernig henni misfórst að koma í veg fyrir tolla á íslenskan iðnað. Þrátt fyrir að hafa fengið hrós frá formanni og þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins í ræðupúlti Alþingis fyrir hagsmunagæslu sína gegn Evrópusambandinu er varðar tolla á íslenskt járnblendi nýtir Þorgerður Katrín hvert tækifæri til að koma höggstað á Sjálfstæðisflokkinn sem kom ekkert að þessu máli - enda í stjórnarandstöðu. Þorgerður er reynslubolti og gerir vel í að drepa málum á dreif í hvert sinn sem spjótin standa að henni, en það hlýtur að vera nýtt met að tala um áhorfendur í málinu sem gerendur þegar að hún sjálf skýtur fram hjá markinu og tekst ekki að verja íslenska hagsmuni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur bent á augljósar staðreyndir málsins eins og að þessir tollar hafa verið á leiðinni í ellefu mánuði. Svo það sem hefur nú verið staðfest að nýjasti Íslandsvinurinn, Ursula von der Leyen, barðist með kjafti og klóm gegn íslensku atvinnulífi og braut EES-samninginn - þrátt fyrir fagurt gal í hátíðarheimsókn sinni hingað til lands síðasta sumar. „Ekki benda á mig,“ hermir Þorgerður Katrín upp eftir varðstjóranum fræga og tekur enga ábyrgð. Hún gerði sitt, gerði sitt, gerði sitt besta – en það bara dugði ekki og nú er það öðrum að kenna þrátt fyrir hrós fyrir sitt framlag og ákall Sjálfstæðisflokksins um samstöðu í málinu. Orkumálaráðherrann Jóhann Páll Jóhannsson stökk svo Þorgerði til varnar á Facebook í gær og kallaði stjórnarandstöðuna landráðamenn. Allt til þess að slá ryki í augu almennings um hagsmunagæslu sem einfaldlega gekk ekki að þessu sinni. Það óska allir Þorgerði og utanríkisþjónustunni velfarnaðar í áframhaldandi hagsmunagæslu því við þurfum á henni að halda sem þjóð - en svona málflutningur er lítilmannlegur og óþarfur. Höfundur er aðstoðarmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins og varaþingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Þór Þórðarson Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Það kom því miður lítið á óvart á Alþingi í gær þegar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, gerði lítið annað en að tala um hvað stjórnarandstaðan væri ómöguleg – enn eina ferðina. Að þessu sinni var þetta þó sérstaklega áhugavert því umræðan snerist um hana sjálfa og hvernig henni misfórst að koma í veg fyrir tolla á íslenskan iðnað. Þrátt fyrir að hafa fengið hrós frá formanni og þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins í ræðupúlti Alþingis fyrir hagsmunagæslu sína gegn Evrópusambandinu er varðar tolla á íslenskt járnblendi nýtir Þorgerður Katrín hvert tækifæri til að koma höggstað á Sjálfstæðisflokkinn sem kom ekkert að þessu máli - enda í stjórnarandstöðu. Þorgerður er reynslubolti og gerir vel í að drepa málum á dreif í hvert sinn sem spjótin standa að henni, en það hlýtur að vera nýtt met að tala um áhorfendur í málinu sem gerendur þegar að hún sjálf skýtur fram hjá markinu og tekst ekki að verja íslenska hagsmuni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur bent á augljósar staðreyndir málsins eins og að þessir tollar hafa verið á leiðinni í ellefu mánuði. Svo það sem hefur nú verið staðfest að nýjasti Íslandsvinurinn, Ursula von der Leyen, barðist með kjafti og klóm gegn íslensku atvinnulífi og braut EES-samninginn - þrátt fyrir fagurt gal í hátíðarheimsókn sinni hingað til lands síðasta sumar. „Ekki benda á mig,“ hermir Þorgerður Katrín upp eftir varðstjóranum fræga og tekur enga ábyrgð. Hún gerði sitt, gerði sitt, gerði sitt besta – en það bara dugði ekki og nú er það öðrum að kenna þrátt fyrir hrós fyrir sitt framlag og ákall Sjálfstæðisflokksins um samstöðu í málinu. Orkumálaráðherrann Jóhann Páll Jóhannsson stökk svo Þorgerði til varnar á Facebook í gær og kallaði stjórnarandstöðuna landráðamenn. Allt til þess að slá ryki í augu almennings um hagsmunagæslu sem einfaldlega gekk ekki að þessu sinni. Það óska allir Þorgerði og utanríkisþjónustunni velfarnaðar í áframhaldandi hagsmunagæslu því við þurfum á henni að halda sem þjóð - en svona málflutningur er lítilmannlegur og óþarfur. Höfundur er aðstoðarmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins og varaþingmaður.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun