Fótbolti

Bein út­sending: Fundur Blika fyrir slaginn við Loga og fé­laga

Ólafur Ingi Skúlason tók við liði Breiðabliks fyrir rétt rúmum mánuði síðan.
Ólafur Ingi Skúlason tók við liði Breiðabliks fyrir rétt rúmum mánuði síðan. Vísir/Sigurjón

Breiðablik mætir Loga Tómassyni og félögum hans í tyrkneska liðinu Samsunspor á Laugardalsvelli á morgun, í Sambandsdeild Evrópu. Blaðamannafundur Blika vegna leiksins er í beinni útsendingu á Vísi.

Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari Breiðabliks, situr fyrir svörum á fundinum ásamt einum leikmanna sinna.

Blikar náðu í sitt fyrsta stig í Sambandsdeildinni í síðasta heimaleik sínum, gegn finnska liðinu KuPS, en ljóst er að við ramman reip verður að draga á morgun.

Áætlað er að blaðamannafundurinn hefjist klukkan 17:15 og hægt er að horfa á hann í spilaranum hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×