Enski boltinn

Þurftu að biðjast af­sökunar á fram­komu á­hrifa­valds í bikardrætti

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
GK Barry er þekktur áhrifavaldur í Bretlandi og hér sést hún á BRIT-verðlaunahátíðinni.
GK Barry er þekktur áhrifavaldur í Bretlandi og hér sést hún á BRIT-verðlaunahátíðinni. Getty/JMEnternational

Enska úrvalsdeild kvenna hugsar sig væntanlega tvisvar um í hverja verður hóað næst þegar þarf að draga í bikarkeppnum sínum.

WSL-deildin þurfti nefnilega að biðjast afsökunar á brandara áhrifavalds í síðasta bikardrætti.

Áhrifavaldurinn GK Barry hefur komið fram í raunveruleikaþættinum „I'm a Celebrity... Get Me Out of Here!“ á ITV-sjónvarpsstöðinni. Hún var mætt til leiks þegar dregið var í átta liða úrslit og undanúrslit enska kvennadeildabikarsins.

Það er ekki nóg að áhrifavaldur hafi dregið ásamt maka hennar, Ella Rutherford, miðjumanni Portsmouth, heldur fór drátturinn fram á samfélagsmiðlum. 

Eftir hann hafa áhyggjur vaknað um fagmennsku og lögmæti dráttarins. Eitt af félögunum sem tók þátt í drættinum hefur beðið forráðamenn WSL um að fá upptöku af drættinum á þriðjudag, en hún er ekki tiltæk á samfélagsmiðlum eða YouTube-rás WSL Football. Drátturinn fór fram í beinni útsendingu á TikTok-síðu WSL Football.

GK Barry sagði nokkra dónalega brandara á meðan drættinum stóð, þar á meðal athugasemd um Tottenham. BBC Sport hefur heimildir fyrir því að WSL Football hafi beðið Tottenham afsökunar, en félagið íhugar viðbrögð sín.

GK Barry dró einnig kúlu úr pokanum, missti hana óvart aftur ofan í og tók hana svo aftur upp til að nota í drættinum.

Heimildarmenn hjá sumum af þeim félögum sem tóku þátt telja að ætlunin með vali á miðli og persónum hafi verið skiljanleg til að höfða til yngri áhorfenda. Hins vegar ríkir óánægja með jafnvægið milli þess að framkvæma fagmannlegan drátt.

Eftirlitsaðilinn sem var viðstaddur dráttinn sagði að kúlan sem hún dró í seinni tilraun – sem sýndi heimaliðið í fyrri undanúrslitaleiknum – hafi verið sú sama og sú sem hún missti.

Hefði það ekki verið sama númerið sagði WSL Football að drátturinn hefði verið endurtekinn.

WSL Football sagði BBC Sport að þar sem drátturinn innihélt auglýsingar og var sendur út í beinni á TikTok væri hann ekki aðgengilegur á YouTube-rás þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×