Enski boltinn

Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mohamed Salah heldur um höfuð sitt í leikslok og vonbrigðin leyna sér ekki.
Mohamed Salah heldur um höfuð sitt í leikslok og vonbrigðin leyna sér ekki. Getty/Carl Recine

Liverpool tapaði 4-1 á heimavelli á móti PSV Eindhoven í kvöld. Þetta stórtap þýðir að stuðningsmenn Liverpool eru að upplifa eitthvað sem þeir hafa ekki gert í meira en sjötíu ár.

Með öðrum orðum, mikill meirihluti stuðningsmannahópsins hefur aldrei upplifað daga eins og þessa.

Þetta var ekki aðeins þriðja tap Liverpool í röð heldur var þetta þriðja tap Liverpool í röð með þriggja marka mun.

Liverpool hafði áður tapað 3-0 á móti Manchester City á útivelli í ensku úrvalsdeildinni og um síðustu helgi steinlá liðið 3-0 á móti Nottingham Forest á heimavelli í deildinni.

4-1 skellurinn í kvöld þýðir að á aðeins nokkrum dögum hefur Liverpool tapað tveimur heimaleikjum með markatölunni 7-1.

Það þarf að fara ansi langt aftur til að finna þrjú þriggja marka töp í röð hjá Liverpool.

Opta segir að það hafi ekki gerst síðan í desember 1953 eða í næstum því 72 ár.

Liverpool tapaði þá 5-1 á móti Portsmouth, 5-1 á móti Manchester United og 5-1 á móti West Bromwich Albion.

Liverpool féll í ensku B-deildina seinna um vorið og kom ekki aftur upp fyrr en vorið 1962.

Bill Shankly varð ekki knattspyrnustjóri Liverpool árið 1959 og við það hófst velgengni félagsins.

Þetta var líka níunda tap liðsins í síðustu tólf leikjum í öllum keppnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×