Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Magnús Jochum Pálsson skrifar 27. nóvember 2025 11:05 Donald Trump elskar Rush Hour-myndirnar og virðist hafa haft áhrif á að fjórða myndin færi í framleiðslu. Kvikmyndafyrirtækið Paramount Pictures hefur samþykkt að dreifa Rush Hour 4 eftir meintan þrýsting frá Donald Trump Bandaríkjaforseta. Leikstjórinn Brett Ratner snýr aftur en honum var slaufað 2017 í kjölfar ásakana um kynferðislega áreitni en hann er nýbúinn að leikstýra heimildarmynd um forsetafrúnna, Melaniu Trump. Dægurmálamiðlarnir Deadline og Variety greina frá ákvörðun Paramount. Fréttirnar berast aðeins nokkrum dögum eftir að fréttamiðillin Semafor hafði eftir heimildarmanni að Trump hefði persónulega beðið Paramount um að taka framhaldsmyndina upp á sína arma. Trump var þá nýbúinn að skrifa færslu á miðil sinn, Truth Social, um það hvað hann elskaði Rush Hour og það vantaði fleiri slíkar myndir. Paramount sameinaðist í fyrra Skydance, framleiðslufyrirtæki Davids Ellison, í átta milljarða dala samruna sem krafðist samþykkis frá ríkisstjórn Trump. Forsetinn hefur jafnframt hrósað forstjóranum, fyrrnefndum David Ellison, sem er sonur Larry Ellison, stjórnarformanns Oracle og dyggs stuðningsmanns Trump. Slaufað en sneri aftur með mynd um Melaniu Fyrri myndirnar þrjár komu út 1998, 2001 og 2007 og nutu gríðarlegra vinsælda hjá áhorfendum enda tóku þar höndum saman „mesta bardagahetja Austurland“ og „mesti kjaftaskur Vesturlanda“ eins og blaðamaður Morgunblaðsins orðaði það 1998. Þeir Jackie Chan og Chris Tucker voru í aðalhlutverkum í kvikmyndunum Rush Hour. Bæði Jackie Chan og Chris Tucker munu snúa aftur í fjórðu myndinni. Paramount hefur þó aðeins samþykkt að dreifa myndinni en ekki fjármagna hana að fullu. Ratner hefur undanfarið farið á milli framleiðslufyrirtækja og stúdíóa til að reyna að koma henni í loftið. Ratner leikstýrði fyrri myndunum þremur áður en honum var slaufað 2017 þegar sex konur stigu fram og ásökuðu hann um kynferðislega áreitni. Warner Bros. riftu í kjölfarið 450 milljón dala framleiðslusamningi við framleiðslufyrirtæki hans. Ratner neitaði ásökununum en var slaufað úr Hollywood og hefur hann ekki leikstýrt mynd í fullri lengd síðan 2014. Lítið hefur heyrst frá Ratner þar til það bárust fréttir af því að hann myndi leikstýra heimildarmynd um Melaniu Trump fyrir Amazon. Hefur hann væntanlega komið sér í mjúkinn hjá forsetafjölskyldunni við tökur á þeirri mynd sem kemur út í lok janúar 2026. Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Sjá meira
Dægurmálamiðlarnir Deadline og Variety greina frá ákvörðun Paramount. Fréttirnar berast aðeins nokkrum dögum eftir að fréttamiðillin Semafor hafði eftir heimildarmanni að Trump hefði persónulega beðið Paramount um að taka framhaldsmyndina upp á sína arma. Trump var þá nýbúinn að skrifa færslu á miðil sinn, Truth Social, um það hvað hann elskaði Rush Hour og það vantaði fleiri slíkar myndir. Paramount sameinaðist í fyrra Skydance, framleiðslufyrirtæki Davids Ellison, í átta milljarða dala samruna sem krafðist samþykkis frá ríkisstjórn Trump. Forsetinn hefur jafnframt hrósað forstjóranum, fyrrnefndum David Ellison, sem er sonur Larry Ellison, stjórnarformanns Oracle og dyggs stuðningsmanns Trump. Slaufað en sneri aftur með mynd um Melaniu Fyrri myndirnar þrjár komu út 1998, 2001 og 2007 og nutu gríðarlegra vinsælda hjá áhorfendum enda tóku þar höndum saman „mesta bardagahetja Austurland“ og „mesti kjaftaskur Vesturlanda“ eins og blaðamaður Morgunblaðsins orðaði það 1998. Þeir Jackie Chan og Chris Tucker voru í aðalhlutverkum í kvikmyndunum Rush Hour. Bæði Jackie Chan og Chris Tucker munu snúa aftur í fjórðu myndinni. Paramount hefur þó aðeins samþykkt að dreifa myndinni en ekki fjármagna hana að fullu. Ratner hefur undanfarið farið á milli framleiðslufyrirtækja og stúdíóa til að reyna að koma henni í loftið. Ratner leikstýrði fyrri myndunum þremur áður en honum var slaufað 2017 þegar sex konur stigu fram og ásökuðu hann um kynferðislega áreitni. Warner Bros. riftu í kjölfarið 450 milljón dala framleiðslusamningi við framleiðslufyrirtæki hans. Ratner neitaði ásökununum en var slaufað úr Hollywood og hefur hann ekki leikstýrt mynd í fullri lengd síðan 2014. Lítið hefur heyrst frá Ratner þar til það bárust fréttir af því að hann myndi leikstýra heimildarmynd um Melaniu Trump fyrir Amazon. Hefur hann væntanlega komið sér í mjúkinn hjá forsetafjölskyldunni við tökur á þeirri mynd sem kemur út í lok janúar 2026.
Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Sjá meira