Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar 28. nóvember 2025 09:00 Flestir Íslendingar þekkja Sólheima sem friðsælt samfélag, stað sem er hlýr og menningarlegur, með gróðurhús, kaffihús og skapandi störf. Sú mynd er ekki röng, en það er ekki öll myndin. Sólheimar væru augljóslega ekki til ef ekki væri fyrir fólkið sem þar býr og starfar. Um helmingur þeirra er fatlað fólk sem þarf langvarandi stuðning til að lifa sjálfstæðu lífi. Sá stuðningur er lögbundin en Sólheimar veita hann samkvæmt samningi við Bergrisann bs., byggðasamlag þrettán sveitarfélaga á Suðurlandi. Nú þegar samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF) hefur verið lögfestur þurfa sveitarfélög sem hafa gert samninga um framkvæmd væntanlega að endurskoða þá. Í þessum málaflokki er nefnilega stundum reynt sé að láta eins og góður vilji dugi. Að segja að framkvæmd sé „í anda“ samningsins og því séu minniháttar frávik ásættanleg. Það gengur ekki lengur. Þeim sem veita þjónustuna ber lagaleg skylda til að tryggja að framkvæmd sé í fullu samræmi við samning SRFF. Ekki eftir hentugleika, ekki smám saman, heldur á öllum sviðum sem hann nær til. Í nýlegri frumkvæðisathugun Gæða- og eftirlitstofnunar velferðarmála (GEV) á búsetuúrræðum er margt sem bendir til þess að framsal opinberrar þjónustu til einkaaðila, án skýrra stjórnsýslureglna í mannauðsmálum, leiði til ábyrgðarleysis þar sem réttindi fatlaðs fólks ráðist af sveiflukenndri innanhúspólitík fremur en lögum. Þessi grein fjallar um gloppur í ábyrgð og eftirliti sem hafa myndast þegar þjónustan er framseld og afleiðingarnar sem það hefur á samfélag sem margir elska. Nánast allur reksturinn Sólheima ses. (94%) er fjármagnaður með opinberu fé með samningi við Bergrisann bs. Rekstrarframlag Bergrisans til Sólheima ses. árið 2024 nam um 734 milljónum króna, auk 100 milljóna viðbótarframlags vegna heimilis utan þjónustusamnings. Þetta samsvarar um 2,7% af öllum áætluðum framlögum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk árið 2024 og er svipuð upphæð og stórt sveitarfélag eins og Reykjanesbær, með um 22.500 íbúa, fékk áætlað í málaflokkinn. Um er að ræða stórt og viðkvæmt samfélagsverkefni, en leikreglurnar sem um það gilda eru ekki í samræmi við ábyrgðina og mikilvægi þess Stjórnvald út á við, en ekki inn á við Samkvæmt 21. gr. laga nr. 38/2018 ber þjónustuveitendum að tryggja að stjórnendur hafi viðeigandi menntun, reynslu og hæfni. GEV bendir ennfremur á að skilgreind viðmið um mönnun og hlutfall fagmenntaðra séu forsenda þess að hægt sé að uppfylla lög og mæta gæðakröfum. Sum sveitarfélög hafa sett viðmið um að 40% starfsmanna í búsetuþjónustu séu fagmenntuð. Sólheimar hafa ekki sett sér nein slík viðmið um mönnun né hlutfall fagmenntaðra. Í þjónustusamningi við Bergrisann er jafnframt kveðið á um að Sólheimar komi fram í stað sveitarfélags gagnvart þjónustunotendum og fylgi almennum reglum stjórnsýsluréttar, þar á meðal stjórnsýslulögum nr. 37/1993 og góðum stjórnsýsluháttum. Út á við á starfsfólk því að hegða sér eins og stjórnvald. Inn á við gilda hins vegar ekki sömu reglur: engar reglur um auglýsingu lausra starfa, enginn andmælaréttur, engin formleg áminningarskylda, engin kæruheimild. Hægt er að ráða fólk án auglýsinga og segja því upp án áminningar og án þess að það fái að tjá sig eða leita réttar síns. Starfsmaður sem vinnur að opinberri þjónustu á Sólheimum, fær í raun laun frá opinbera, nýtur því ekki sömu réttarverndar og starfsmaður í félagsþjónustu sveitarfélags. Samt hafa Sólheimar aðgang að rammasamningum í opinberum innkaupum og njóta þannig kosta kerfisins án þess að lúta sömu leikreglum. Kjarninn er þessi: Þjónustunotendur Sólheima njóta ekki sömu krafna um hæfni stjórnenda og sama stöðugleika og þeir sem fá þjónustu beint frá sveitarfélagi. Þetta er kerfisbundinn tvískinnungur: opinber ábyrgð, en einkaréttarlegar reglur og skilyrði. Hvernig birtist þessi kerfisvandi okkur? Í lok janúar 2025 var forstöðumönnum á Sólheimum tilkynnt að framkvæmdastjóra hefði verið sagt upp og að ráðinn hefði verið einstaklingur sem áður hafði gegnt stöðunni:án auglýsingar, án skýrra hæfniskrafna og án formlegs hæfismats. Skortur á þessum grundvallaþáttum gerir ráðningarferlið ógagnsætt og valið getur þá endurspeglað tengslanet, persónulega hagsmuni og hentugleika fremur en faglega hæfni. Jafnframt var tilkynnt að stjórnarformaður færi á launaskrá hjá tengdu félagi sem „starfandi stjórnarformaður“. Þetta gerðist skömmu eftir að hann gekk sjálfur í gegnum breytingar á eigin störfum utan Sólheima, sem vekur spurningar um hvort verið sé að laga skipulag Sólheima að persónulegum aðstæðum fremur en þörfum starfseminnar. Ráðningar og skipan í lykilstöður í stofnun sem fær hundruð milljóna í almannafé verða að tryggja stöðuleika og samfellu í þjónustunni og gagnsæi gagnvart þjónustunotendum, starfsmönnum og almenningi. Stjórn Sólheima hefur kolfallið á því prófi. Skömmu eftir að nýr framkvæmdastjóri tók við var þeim sem hér heldur á pennanum, þroskaþjálfa og gæðastjóra, sagt upp án fyrirvara. Engar skýringar, engin viðvörun, engin áminning. Rökstuðningurinn kom síðar: huglægt mat og ósannar, meiðandi lýsingar á persónu minni, án nokkurra gagna. „Samskiptavandi“ var nefndur sem ástæða. Kaldhæðnislegt í ljósi þess að ábendingar mínar höfðu einmitt snúist um skort á samskiptum og samráði. Stuttu áður hafði ég lagt fram formlega eineltiskvörtun vegna samskipta við framkvæmdastjóra og bent á að áratugalangur samskiptavandi milli stjórnar og starfsfólks væri kerfisbundinn. Það er því eðlilegt að spyrja hvort uppsögnin hafi í raun verið refsiaðgerð fyrir að benda á skipulags- og samskiptavanda. Ef svo er, er ekki bara verið að brjóta vinnurétt heldur grafa undan trúverðugleika allrar starfseminnar. Í kjölfarið voru kynntar frekari breytingar á skipuriti og forystu, enn og aftur án auglýsinga eða raunverulegs samráðs. Ábyrgð mun verða færð á færri hendur, hlutverk yfirmanna verða óljósari og fagfólki mun fækka verulega: þroskaþjálfar sem áður voru fimm eru nú aðeins tveir eftir. Fjöldi starfsmanna hefur þegar sagt upp og fleiri íhuga að fylgja á eftir. Niðurstaðan er sú að ákvarðanataka mun fjarlægjast daglegt líf þjónustunotenda og skipulagið líkist æ meir gamaldags stofnun. Tveir nýlegir dómar Héraðsdóms Suðurlands undirstrika þetta. Þar var uppsögnum hjá einkaaðilum sem veita félagslega þjónustu fyrir hið opinbera dæmd ólögmæt vegna skorts á rökstuðningi, áminningu og virðingu fyrir andmælarétti. Skilaboðin eru skýr: rekstrarformið breytir ekki grundvallarreglum um réttaröryggi starfsmanna. Fjármunir á flakki Á sama tíma og haldið er fram að um sé að ræða „rekstrarlegar ákvarðanir“ og nauðsynlegt hafi verið að “straumlínulaga” reksturinn er áfram forgangsraðað verkefnum hjá Sólheimum ses. sem tengjast lítið lögbundinni þjónustu við fatlað fólk: útvarpsrekstri, skógrækt, sundlaug og illa skilgreindum „aukaverkefnum“. Eitt þeirra er „starfsþjálfun fatlaðs fólks“ hjá tengdu félagi. Samkvæmt ársreikningum hafa tæpar 125 milljónir króna runnið frá Sólheimum ses. (þjónustuveitanda) til Sólheimaseturs ses. frá 2017, um 15–19 milljónir á ári, vegna þessa verkefnis. Engin sýnileg merki eru þó um að það sé virkt eða að þjónustan sé veitt í rekstri Sólheimaseturs ses. Í þjónustusamningi Sólheima og Bergrisa bs. stendur skýrt að Sólheimar megi ekki framselja fagleg þjónustuverkefni án þess að verkkaupa sé tilkynnt. Það hlýtur því að vekja spurningu: Er Bergrisinn meðvitaður um þessi verkefni og fjárstreymi? og ef ekki, hvers vegna ekki? Þegar fjármunir sem ætlaðir eru til þjónustu fatlaðs fólks renna í jaðarverkefni og tengd félög, þá minnkar raunhæf geta Sólheima til að sinna lögbundnum skyldum sínum. Breytingar dýru verði keyptar Bergrisinn bs., sem samkvæmt þjónustusamningi ber ábyrgð á eftirliti, hefur ekki sett nein skilyrði um ráðningarferla stjórnenda. Í svörum við fyrirspurn kom fram að Bergrisinn hafi ekki haft og hyggist ekki hafa afskipti af ráðningum stjórnenda hjá Sólheimum. Engar verklagsreglur gilda um auglýsingaskyldu eða hæfismat umfram það sem stendur í samningnum. Í reynd er því Sólheimum í sjálfsvald sett hvernig og hverja þeir ráða. Þannig eru hundruðir milljóna úr sameiginlegum sjóðum almennings færðar til þjónustuaðila, án nokkurrar tryggingar um ábyrgð og stjórnsýslulega fagmennsku í starfsmannamálum. Afleiðingarnar láta ekki á sér standa. Eftir óánægjuraddir starfsfólks fékk stjórn Sólheima mannauðsfyrirtæki til að greina stöðuna, en niðurstöðurnar settar ofan í skúffu áður en ferlinu lauk, að því er virðist vegna þess að þær vörpuðu óþægilegu ljósi á stjórnunarhætti. Starfsmannavelta hefur verið veruleg, launakostnaður hækkar og áhætta á skaðabótaskyldu eykst vegna stjórnunar sem ber merki um óvönduð vinnubrögð og brot á réttindum starfsmanna. Árangurinn sem stjórn Sólheima segist sækjast eftir virðist því vera dýru verði keyptur: í mannauði, trausti og gæðum þjónustunnar. Og þeir tapa sem kerfið er gert til að vernda: fatlaðir þjónustunotendur, starfsfólk og skattgreiðendur. Frávik frá fagviðmiðum GEV: tvö afhjúpandi dæmi Stjórnendur Sólheima létu í ljós þá skoðun sína að þroskaþjálfi ætti ekki heima í skrifstofuhlutverki við verkefnastjórn gæðamála og lögðu stöðuna niður og sögðu upp þroskaþjálfanum. Það bendir til alvarlegs skorts á skilningi á eðli þjónustunnar og þeirrar ábyrgðar sem skýrsla GEV bendir á. Hún kallar nefnilega einmitt eftir virkum fræðsluáætlunum (um lög, siðfræði og einstaklingsbundnar stuðningsþarfir), skýrum og innleiddum ferlum, ekki bara á blaði, og virku innra eftirliti með gæðaviðmiðum. Það er gífurlega mikilvæg svo tryggt sé að starfsfólk búi yfir viðeigandi þekkingu og færni til þess að sinna verkefnum sínum í starfi með fullnægjandi hætti. Þetta voru nákvæmlega þau verkefni sem þroskaþjálfi með verkefnastjórn í gæðamálum bar uppi. Á Sólheimum er einnig rekið sambýli/þjónustukjarni þar sem búa níu einstaklingar með eina sameiginlega aðstöðu. Nú er verið að stækka það heimili í ellefu rými, með eitt eldhús fyrir alla. GEV vísar til þess og ítrekar í sinni umfjöllun að í reglugerð standi skýrt að þegar um heimili með sameiginlegri aðstöðu er að ræða mega íbúðir ekki vera fleiri en sjö. Þetta er viðmið sem gildir um húsnæði sem var tekið í notkun eftir gildistöku reglugerðarinnar. Þá bendir GEV einnig á að það eigi vera áætlun um að bjóða íbúum herbergjasambýla aðra búsetukosti. Ég get fullyrt að sú áætlun er ekki til staðar. Hvernig á ellefu manna heimili með eina sameiginlega aðstöðu að standast þetta? Og hver ber ábyrgð á að slíkt fari samt í framkvæmd? Leiðin út: Lýðræði og ábyrgð Ekki misklija mig: Ég elska Sólheima. Einmitt þess vegna skrifa ég þessar línur. Sveitarfélögin, í gegnum Bergrisann bs., og fulltrúaráð Sólheima bera ábyrgðina. Breytingar sem ég hef áður bent á að þurfi að eiga sér stað á fulltrúaráði snúa fyrst og fremst að skipan þess sjálfs. Fulltrúaráð þarf að endurspegla samfélagið á Sólheimum, skipað fulltrúum starfsmanna, aðstandenda, þjónustunotenda og annarra sem tengjast starfinu beint. Slík skipan fulltrúaráðs er í samræmi við lög nr. 38/2018 og SRFF, sem leggja áherslu á þátttöku notenda og gagnsæja stjórnunarhætti. Og fundir, bæði fulltrúaráðs og stjórnar, eiga að fara fram á Sólheimum. Ekki í Reykjavík! Aðeins þannig verður tryggt að ákvarðanir séu teknar með raunverulegri innsýn í líf og þarfir fólksins sem Sólheimar snúast um. Og ekkert ætti að þurfa standa í vegi fyrir því. Sólheimar eru ekki bara staður; þeir eru fólk.Fólk sem á lögbundinn rétt á fagmennsku, virðingu og fyrirsjáanleika. Það þarf ekki ný lög til að laga þetta, bara vilja til að fylgja þeim sem fyrir eru. Sveitarfélögin geta, í gegnum Bergrisann, sett einfaldar og skýrar reglur í endurskoðaðan þjónustusamning vegna lögfestingar SRFF: Að allar lykilráðningar séu auglýstar og byggðar á hæfismati. Að fylgja stjórnsýslulögum við allar íþyngjandi ákvarðanir. Tryggja gagnsæi í rökstuðningi, forgangsröðun og kæruheimildum. Til þess að tryggja stöðugleika og frið fyrir sína íbúa. Sína þjónustunotendur. Samfélag sem byggir á trausti þarf stöðugleika. Það þarf gagnsæjar leikreglur og jafnræði. Öðruvísi næst hvorki friður né fagmennska í þjónustunni og fólk mun alltaf sjá brotna mynd af fallegu samfélagi. Höfundur er þroskaþjálfi og f.v. starfsmaður hjá Sólheimum ses. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sólheimar í Grímsnesi Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Flestir Íslendingar þekkja Sólheima sem friðsælt samfélag, stað sem er hlýr og menningarlegur, með gróðurhús, kaffihús og skapandi störf. Sú mynd er ekki röng, en það er ekki öll myndin. Sólheimar væru augljóslega ekki til ef ekki væri fyrir fólkið sem þar býr og starfar. Um helmingur þeirra er fatlað fólk sem þarf langvarandi stuðning til að lifa sjálfstæðu lífi. Sá stuðningur er lögbundin en Sólheimar veita hann samkvæmt samningi við Bergrisann bs., byggðasamlag þrettán sveitarfélaga á Suðurlandi. Nú þegar samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF) hefur verið lögfestur þurfa sveitarfélög sem hafa gert samninga um framkvæmd væntanlega að endurskoða þá. Í þessum málaflokki er nefnilega stundum reynt sé að láta eins og góður vilji dugi. Að segja að framkvæmd sé „í anda“ samningsins og því séu minniháttar frávik ásættanleg. Það gengur ekki lengur. Þeim sem veita þjónustuna ber lagaleg skylda til að tryggja að framkvæmd sé í fullu samræmi við samning SRFF. Ekki eftir hentugleika, ekki smám saman, heldur á öllum sviðum sem hann nær til. Í nýlegri frumkvæðisathugun Gæða- og eftirlitstofnunar velferðarmála (GEV) á búsetuúrræðum er margt sem bendir til þess að framsal opinberrar þjónustu til einkaaðila, án skýrra stjórnsýslureglna í mannauðsmálum, leiði til ábyrgðarleysis þar sem réttindi fatlaðs fólks ráðist af sveiflukenndri innanhúspólitík fremur en lögum. Þessi grein fjallar um gloppur í ábyrgð og eftirliti sem hafa myndast þegar þjónustan er framseld og afleiðingarnar sem það hefur á samfélag sem margir elska. Nánast allur reksturinn Sólheima ses. (94%) er fjármagnaður með opinberu fé með samningi við Bergrisann bs. Rekstrarframlag Bergrisans til Sólheima ses. árið 2024 nam um 734 milljónum króna, auk 100 milljóna viðbótarframlags vegna heimilis utan þjónustusamnings. Þetta samsvarar um 2,7% af öllum áætluðum framlögum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk árið 2024 og er svipuð upphæð og stórt sveitarfélag eins og Reykjanesbær, með um 22.500 íbúa, fékk áætlað í málaflokkinn. Um er að ræða stórt og viðkvæmt samfélagsverkefni, en leikreglurnar sem um það gilda eru ekki í samræmi við ábyrgðina og mikilvægi þess Stjórnvald út á við, en ekki inn á við Samkvæmt 21. gr. laga nr. 38/2018 ber þjónustuveitendum að tryggja að stjórnendur hafi viðeigandi menntun, reynslu og hæfni. GEV bendir ennfremur á að skilgreind viðmið um mönnun og hlutfall fagmenntaðra séu forsenda þess að hægt sé að uppfylla lög og mæta gæðakröfum. Sum sveitarfélög hafa sett viðmið um að 40% starfsmanna í búsetuþjónustu séu fagmenntuð. Sólheimar hafa ekki sett sér nein slík viðmið um mönnun né hlutfall fagmenntaðra. Í þjónustusamningi við Bergrisann er jafnframt kveðið á um að Sólheimar komi fram í stað sveitarfélags gagnvart þjónustunotendum og fylgi almennum reglum stjórnsýsluréttar, þar á meðal stjórnsýslulögum nr. 37/1993 og góðum stjórnsýsluháttum. Út á við á starfsfólk því að hegða sér eins og stjórnvald. Inn á við gilda hins vegar ekki sömu reglur: engar reglur um auglýsingu lausra starfa, enginn andmælaréttur, engin formleg áminningarskylda, engin kæruheimild. Hægt er að ráða fólk án auglýsinga og segja því upp án áminningar og án þess að það fái að tjá sig eða leita réttar síns. Starfsmaður sem vinnur að opinberri þjónustu á Sólheimum, fær í raun laun frá opinbera, nýtur því ekki sömu réttarverndar og starfsmaður í félagsþjónustu sveitarfélags. Samt hafa Sólheimar aðgang að rammasamningum í opinberum innkaupum og njóta þannig kosta kerfisins án þess að lúta sömu leikreglum. Kjarninn er þessi: Þjónustunotendur Sólheima njóta ekki sömu krafna um hæfni stjórnenda og sama stöðugleika og þeir sem fá þjónustu beint frá sveitarfélagi. Þetta er kerfisbundinn tvískinnungur: opinber ábyrgð, en einkaréttarlegar reglur og skilyrði. Hvernig birtist þessi kerfisvandi okkur? Í lok janúar 2025 var forstöðumönnum á Sólheimum tilkynnt að framkvæmdastjóra hefði verið sagt upp og að ráðinn hefði verið einstaklingur sem áður hafði gegnt stöðunni:án auglýsingar, án skýrra hæfniskrafna og án formlegs hæfismats. Skortur á þessum grundvallaþáttum gerir ráðningarferlið ógagnsætt og valið getur þá endurspeglað tengslanet, persónulega hagsmuni og hentugleika fremur en faglega hæfni. Jafnframt var tilkynnt að stjórnarformaður færi á launaskrá hjá tengdu félagi sem „starfandi stjórnarformaður“. Þetta gerðist skömmu eftir að hann gekk sjálfur í gegnum breytingar á eigin störfum utan Sólheima, sem vekur spurningar um hvort verið sé að laga skipulag Sólheima að persónulegum aðstæðum fremur en þörfum starfseminnar. Ráðningar og skipan í lykilstöður í stofnun sem fær hundruð milljóna í almannafé verða að tryggja stöðuleika og samfellu í þjónustunni og gagnsæi gagnvart þjónustunotendum, starfsmönnum og almenningi. Stjórn Sólheima hefur kolfallið á því prófi. Skömmu eftir að nýr framkvæmdastjóri tók við var þeim sem hér heldur á pennanum, þroskaþjálfa og gæðastjóra, sagt upp án fyrirvara. Engar skýringar, engin viðvörun, engin áminning. Rökstuðningurinn kom síðar: huglægt mat og ósannar, meiðandi lýsingar á persónu minni, án nokkurra gagna. „Samskiptavandi“ var nefndur sem ástæða. Kaldhæðnislegt í ljósi þess að ábendingar mínar höfðu einmitt snúist um skort á samskiptum og samráði. Stuttu áður hafði ég lagt fram formlega eineltiskvörtun vegna samskipta við framkvæmdastjóra og bent á að áratugalangur samskiptavandi milli stjórnar og starfsfólks væri kerfisbundinn. Það er því eðlilegt að spyrja hvort uppsögnin hafi í raun verið refsiaðgerð fyrir að benda á skipulags- og samskiptavanda. Ef svo er, er ekki bara verið að brjóta vinnurétt heldur grafa undan trúverðugleika allrar starfseminnar. Í kjölfarið voru kynntar frekari breytingar á skipuriti og forystu, enn og aftur án auglýsinga eða raunverulegs samráðs. Ábyrgð mun verða færð á færri hendur, hlutverk yfirmanna verða óljósari og fagfólki mun fækka verulega: þroskaþjálfar sem áður voru fimm eru nú aðeins tveir eftir. Fjöldi starfsmanna hefur þegar sagt upp og fleiri íhuga að fylgja á eftir. Niðurstaðan er sú að ákvarðanataka mun fjarlægjast daglegt líf þjónustunotenda og skipulagið líkist æ meir gamaldags stofnun. Tveir nýlegir dómar Héraðsdóms Suðurlands undirstrika þetta. Þar var uppsögnum hjá einkaaðilum sem veita félagslega þjónustu fyrir hið opinbera dæmd ólögmæt vegna skorts á rökstuðningi, áminningu og virðingu fyrir andmælarétti. Skilaboðin eru skýr: rekstrarformið breytir ekki grundvallarreglum um réttaröryggi starfsmanna. Fjármunir á flakki Á sama tíma og haldið er fram að um sé að ræða „rekstrarlegar ákvarðanir“ og nauðsynlegt hafi verið að “straumlínulaga” reksturinn er áfram forgangsraðað verkefnum hjá Sólheimum ses. sem tengjast lítið lögbundinni þjónustu við fatlað fólk: útvarpsrekstri, skógrækt, sundlaug og illa skilgreindum „aukaverkefnum“. Eitt þeirra er „starfsþjálfun fatlaðs fólks“ hjá tengdu félagi. Samkvæmt ársreikningum hafa tæpar 125 milljónir króna runnið frá Sólheimum ses. (þjónustuveitanda) til Sólheimaseturs ses. frá 2017, um 15–19 milljónir á ári, vegna þessa verkefnis. Engin sýnileg merki eru þó um að það sé virkt eða að þjónustan sé veitt í rekstri Sólheimaseturs ses. Í þjónustusamningi Sólheima og Bergrisa bs. stendur skýrt að Sólheimar megi ekki framselja fagleg þjónustuverkefni án þess að verkkaupa sé tilkynnt. Það hlýtur því að vekja spurningu: Er Bergrisinn meðvitaður um þessi verkefni og fjárstreymi? og ef ekki, hvers vegna ekki? Þegar fjármunir sem ætlaðir eru til þjónustu fatlaðs fólks renna í jaðarverkefni og tengd félög, þá minnkar raunhæf geta Sólheima til að sinna lögbundnum skyldum sínum. Breytingar dýru verði keyptar Bergrisinn bs., sem samkvæmt þjónustusamningi ber ábyrgð á eftirliti, hefur ekki sett nein skilyrði um ráðningarferla stjórnenda. Í svörum við fyrirspurn kom fram að Bergrisinn hafi ekki haft og hyggist ekki hafa afskipti af ráðningum stjórnenda hjá Sólheimum. Engar verklagsreglur gilda um auglýsingaskyldu eða hæfismat umfram það sem stendur í samningnum. Í reynd er því Sólheimum í sjálfsvald sett hvernig og hverja þeir ráða. Þannig eru hundruðir milljóna úr sameiginlegum sjóðum almennings færðar til þjónustuaðila, án nokkurrar tryggingar um ábyrgð og stjórnsýslulega fagmennsku í starfsmannamálum. Afleiðingarnar láta ekki á sér standa. Eftir óánægjuraddir starfsfólks fékk stjórn Sólheima mannauðsfyrirtæki til að greina stöðuna, en niðurstöðurnar settar ofan í skúffu áður en ferlinu lauk, að því er virðist vegna þess að þær vörpuðu óþægilegu ljósi á stjórnunarhætti. Starfsmannavelta hefur verið veruleg, launakostnaður hækkar og áhætta á skaðabótaskyldu eykst vegna stjórnunar sem ber merki um óvönduð vinnubrögð og brot á réttindum starfsmanna. Árangurinn sem stjórn Sólheima segist sækjast eftir virðist því vera dýru verði keyptur: í mannauði, trausti og gæðum þjónustunnar. Og þeir tapa sem kerfið er gert til að vernda: fatlaðir þjónustunotendur, starfsfólk og skattgreiðendur. Frávik frá fagviðmiðum GEV: tvö afhjúpandi dæmi Stjórnendur Sólheima létu í ljós þá skoðun sína að þroskaþjálfi ætti ekki heima í skrifstofuhlutverki við verkefnastjórn gæðamála og lögðu stöðuna niður og sögðu upp þroskaþjálfanum. Það bendir til alvarlegs skorts á skilningi á eðli þjónustunnar og þeirrar ábyrgðar sem skýrsla GEV bendir á. Hún kallar nefnilega einmitt eftir virkum fræðsluáætlunum (um lög, siðfræði og einstaklingsbundnar stuðningsþarfir), skýrum og innleiddum ferlum, ekki bara á blaði, og virku innra eftirliti með gæðaviðmiðum. Það er gífurlega mikilvæg svo tryggt sé að starfsfólk búi yfir viðeigandi þekkingu og færni til þess að sinna verkefnum sínum í starfi með fullnægjandi hætti. Þetta voru nákvæmlega þau verkefni sem þroskaþjálfi með verkefnastjórn í gæðamálum bar uppi. Á Sólheimum er einnig rekið sambýli/þjónustukjarni þar sem búa níu einstaklingar með eina sameiginlega aðstöðu. Nú er verið að stækka það heimili í ellefu rými, með eitt eldhús fyrir alla. GEV vísar til þess og ítrekar í sinni umfjöllun að í reglugerð standi skýrt að þegar um heimili með sameiginlegri aðstöðu er að ræða mega íbúðir ekki vera fleiri en sjö. Þetta er viðmið sem gildir um húsnæði sem var tekið í notkun eftir gildistöku reglugerðarinnar. Þá bendir GEV einnig á að það eigi vera áætlun um að bjóða íbúum herbergjasambýla aðra búsetukosti. Ég get fullyrt að sú áætlun er ekki til staðar. Hvernig á ellefu manna heimili með eina sameiginlega aðstöðu að standast þetta? Og hver ber ábyrgð á að slíkt fari samt í framkvæmd? Leiðin út: Lýðræði og ábyrgð Ekki misklija mig: Ég elska Sólheima. Einmitt þess vegna skrifa ég þessar línur. Sveitarfélögin, í gegnum Bergrisann bs., og fulltrúaráð Sólheima bera ábyrgðina. Breytingar sem ég hef áður bent á að þurfi að eiga sér stað á fulltrúaráði snúa fyrst og fremst að skipan þess sjálfs. Fulltrúaráð þarf að endurspegla samfélagið á Sólheimum, skipað fulltrúum starfsmanna, aðstandenda, þjónustunotenda og annarra sem tengjast starfinu beint. Slík skipan fulltrúaráðs er í samræmi við lög nr. 38/2018 og SRFF, sem leggja áherslu á þátttöku notenda og gagnsæja stjórnunarhætti. Og fundir, bæði fulltrúaráðs og stjórnar, eiga að fara fram á Sólheimum. Ekki í Reykjavík! Aðeins þannig verður tryggt að ákvarðanir séu teknar með raunverulegri innsýn í líf og þarfir fólksins sem Sólheimar snúast um. Og ekkert ætti að þurfa standa í vegi fyrir því. Sólheimar eru ekki bara staður; þeir eru fólk.Fólk sem á lögbundinn rétt á fagmennsku, virðingu og fyrirsjáanleika. Það þarf ekki ný lög til að laga þetta, bara vilja til að fylgja þeim sem fyrir eru. Sveitarfélögin geta, í gegnum Bergrisann, sett einfaldar og skýrar reglur í endurskoðaðan þjónustusamning vegna lögfestingar SRFF: Að allar lykilráðningar séu auglýstar og byggðar á hæfismati. Að fylgja stjórnsýslulögum við allar íþyngjandi ákvarðanir. Tryggja gagnsæi í rökstuðningi, forgangsröðun og kæruheimildum. Til þess að tryggja stöðugleika og frið fyrir sína íbúa. Sína þjónustunotendur. Samfélag sem byggir á trausti þarf stöðugleika. Það þarf gagnsæjar leikreglur og jafnræði. Öðruvísi næst hvorki friður né fagmennska í þjónustunni og fólk mun alltaf sjá brotna mynd af fallegu samfélagi. Höfundur er þroskaþjálfi og f.v. starfsmaður hjá Sólheimum ses.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun