Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar 28. nóvember 2025 09:18 Skortur á starfsfólki í leikskólum hefur á undanförnum árum orðið eitt stærsta vandamál íslenskra sveitarfélaga. Vandamálið hefur þó blasað við árum saman og staðan í dag að mörgu leyti afleiðing þess að ekki hafi verið stigið nógu fast til jarðar með langtímalausnir. Þó svo að kjarabætur og sveigjanlegur vinnutími skipti máli, virðast þau úrræði ekki nægja til að laða nægilega margt fólk að starfstéttinni enda hefur stytting vinnuvikunnar í leikskólum ekki enn verið útfærð á máta sem tryggir lágmarksmönnun. Starfsfólk starfar við fáliðun og alltof fáir sækja um auglýst störf. Mönnunarvandi leikskólanna er því að einhverju leyti kerfislæg afleiðing og nú verðum við að stíga ákveðin skref til að leysa vandann. Fyrsta skrefið er að byggja upp leikskólana og ímynd þeirra á sanngjarnan máta sem skemmtilega, farsæla og góða vinnustaði þar sem fólk upplifir virðingu, tilgang og samstöðu. Jafnframt verðum við að ganga úr skugga um að húsnæði leikskóla, vinnuskilyrði og starfsaðstæður geti laðað fólk að starfinu. Það skiptir okkur öll máli að starfsfólki leikskólanna líði vel. Það þarf að bæta húsnæðið Húsakostur skiptir miklu máli þegar kemur að starfsánægju og líðan fólks. Á leikskólum er víða aðkallandi að bæta hljóðvist, útrýma rakavanda og tryggja góð vinnuskilyrði fyrir starfsfólk. Á hverjum leikskóla eiga að vera góð rými fyrir undirbúning, samveru og faglegt samtal. Endurnýjum og viðhöldum leikskólabyggingum þannig að þær séu öruggur og aðlaðandi staður til að vinna á. Við getum öll ímyndað okkur muninn á því að mæta til vinnu á stað sem er leyft að drabbast niður svo árum skiptir og því að mæta á vinnustað sem vel er haldið við, þar sem húsgögn eru endurnýjuð, þar sem keypt eru ný aðföng og búnaður uppfærður reglulega. Aðbúnaður hefur bein áhrif á bæði starfsánægju en líka gæði starfsins. Í heimsóknum mínum á leikskóla borgarinnar hefur það komið í ljós að oft hafa leikskólastjórar ekki fjármagn til að endurnýja námsgögn, leikföng og spil ásamt öðrum verkfærum. Ég heyrði dæmi um leikskólakennara sem eyddu sínum eigin fjármunum í ný námsgögn. Að sjálfsögðu eru þetta lýjandi aðstæður fyrir leikskólakennara. Ferla varðandi innkaup í leikskóla verður að endurskoða svo tryggja megi leikskólabörnum góð námsgögn og leikskólakennurum góð verkfæri til að bjóða upp á framúrskarandi kennslu. Sköpum rými fyrir starfsfólk Í samráði við leikskólana mætti skapa rými fyrir starfsfólk án formlegs kennaraprófs til að sækja sér endurmenntun og fá faglegan framgang í starfi. Innan leikskólanna starfar fjöldi hæfra einstaklinga með ólíkan bakgrunn og menntun. Þó að sumt starfsfólk leikskóla sé ekki með háskólapróf í leikskólafræðum, leggja þeir mikið af mörkum til uppeldis, þroska og velferðar barna. Fjölbreyttur menntabakgrunnur er styrkur, ekki veikleiki. Þannig má byggja upp menningu þar sem starfsfólk getur vaxið innan leikskólans, þróað sig og upplifað faglegan framgang í starfi. Leyfum fólki með fjölbreyttan bakgrunn að hafa áhrif á daglegan rekstur leikskólanna og pössum að háskólamenntað fólk geti unnið sig upp í laun menntaðra leikskólakennara með tíð og tíma. Það geta margar ástæður legið að baki því hvar fólk vill vinna en flestir velja vinnustaði þar sem það finnur að gildi sín séu virt, þar sem það upplifir samhug og finnur fyrir tilgangi og tækifæri til vaxtar. Sem samfélag verðum við að tala um störf leikskólakennara og leikskólaliða með þeirri virðingu sem þau eiga skilið. Við verðum nefnilega að setja störf leikskólastarfsfólks á stall, því þau eru burðarstoðir samfélagsins og ekkert okkar getur séð fyrir sér samfélag án leikskóla. Tökum umræðuna upp á hærra plan, bætum aðbúnaðinn og gerum starfsstéttina eftirsóttari. Tölum leikskólana upp! Höfundur starfar sem rekstrarstjóri og er þátttakandi í forprófkjöri Ungs jafnaðarfólks í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Skortur á starfsfólki í leikskólum hefur á undanförnum árum orðið eitt stærsta vandamál íslenskra sveitarfélaga. Vandamálið hefur þó blasað við árum saman og staðan í dag að mörgu leyti afleiðing þess að ekki hafi verið stigið nógu fast til jarðar með langtímalausnir. Þó svo að kjarabætur og sveigjanlegur vinnutími skipti máli, virðast þau úrræði ekki nægja til að laða nægilega margt fólk að starfstéttinni enda hefur stytting vinnuvikunnar í leikskólum ekki enn verið útfærð á máta sem tryggir lágmarksmönnun. Starfsfólk starfar við fáliðun og alltof fáir sækja um auglýst störf. Mönnunarvandi leikskólanna er því að einhverju leyti kerfislæg afleiðing og nú verðum við að stíga ákveðin skref til að leysa vandann. Fyrsta skrefið er að byggja upp leikskólana og ímynd þeirra á sanngjarnan máta sem skemmtilega, farsæla og góða vinnustaði þar sem fólk upplifir virðingu, tilgang og samstöðu. Jafnframt verðum við að ganga úr skugga um að húsnæði leikskóla, vinnuskilyrði og starfsaðstæður geti laðað fólk að starfinu. Það skiptir okkur öll máli að starfsfólki leikskólanna líði vel. Það þarf að bæta húsnæðið Húsakostur skiptir miklu máli þegar kemur að starfsánægju og líðan fólks. Á leikskólum er víða aðkallandi að bæta hljóðvist, útrýma rakavanda og tryggja góð vinnuskilyrði fyrir starfsfólk. Á hverjum leikskóla eiga að vera góð rými fyrir undirbúning, samveru og faglegt samtal. Endurnýjum og viðhöldum leikskólabyggingum þannig að þær séu öruggur og aðlaðandi staður til að vinna á. Við getum öll ímyndað okkur muninn á því að mæta til vinnu á stað sem er leyft að drabbast niður svo árum skiptir og því að mæta á vinnustað sem vel er haldið við, þar sem húsgögn eru endurnýjuð, þar sem keypt eru ný aðföng og búnaður uppfærður reglulega. Aðbúnaður hefur bein áhrif á bæði starfsánægju en líka gæði starfsins. Í heimsóknum mínum á leikskóla borgarinnar hefur það komið í ljós að oft hafa leikskólastjórar ekki fjármagn til að endurnýja námsgögn, leikföng og spil ásamt öðrum verkfærum. Ég heyrði dæmi um leikskólakennara sem eyddu sínum eigin fjármunum í ný námsgögn. Að sjálfsögðu eru þetta lýjandi aðstæður fyrir leikskólakennara. Ferla varðandi innkaup í leikskóla verður að endurskoða svo tryggja megi leikskólabörnum góð námsgögn og leikskólakennurum góð verkfæri til að bjóða upp á framúrskarandi kennslu. Sköpum rými fyrir starfsfólk Í samráði við leikskólana mætti skapa rými fyrir starfsfólk án formlegs kennaraprófs til að sækja sér endurmenntun og fá faglegan framgang í starfi. Innan leikskólanna starfar fjöldi hæfra einstaklinga með ólíkan bakgrunn og menntun. Þó að sumt starfsfólk leikskóla sé ekki með háskólapróf í leikskólafræðum, leggja þeir mikið af mörkum til uppeldis, þroska og velferðar barna. Fjölbreyttur menntabakgrunnur er styrkur, ekki veikleiki. Þannig má byggja upp menningu þar sem starfsfólk getur vaxið innan leikskólans, þróað sig og upplifað faglegan framgang í starfi. Leyfum fólki með fjölbreyttan bakgrunn að hafa áhrif á daglegan rekstur leikskólanna og pössum að háskólamenntað fólk geti unnið sig upp í laun menntaðra leikskólakennara með tíð og tíma. Það geta margar ástæður legið að baki því hvar fólk vill vinna en flestir velja vinnustaði þar sem það finnur að gildi sín séu virt, þar sem það upplifir samhug og finnur fyrir tilgangi og tækifæri til vaxtar. Sem samfélag verðum við að tala um störf leikskólakennara og leikskólaliða með þeirri virðingu sem þau eiga skilið. Við verðum nefnilega að setja störf leikskólastarfsfólks á stall, því þau eru burðarstoðir samfélagsins og ekkert okkar getur séð fyrir sér samfélag án leikskóla. Tökum umræðuna upp á hærra plan, bætum aðbúnaðinn og gerum starfsstéttina eftirsóttari. Tölum leikskólana upp! Höfundur starfar sem rekstrarstjóri og er þátttakandi í forprófkjöri Ungs jafnaðarfólks í Reykjavík.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar