Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Sindri Sverrisson skrifar 28. nóvember 2025 08:58 Eyjólfur Sverrisson á það meðal annars á ferilskránni að hafa stýrt Íslandi inn á EM U21-landsliða í fyrsta sinn. Getty/Tony Marshall Þegar kemur að fantasy-leiknum í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta þá gæti hjálpað að hafa spilað í fjölda ára í þýsku Bundesligunni og með íslenska landsliðinu, þjálfað íslenska landsliðið og komið U21-landsliði Íslands í fyrsta sinn á EM. Þetta hefur Skagfirðingurinn Eyjólfur Gjafar Sverrisson gert og fantasy-lið hans var til umræðu í nýjasta þættinum af Fantasýn, hlaðvarpi þeirra Alberts Þórs Guðmundssonar og Sindra Kamban þar sem kafað er ofan í allt sem tengist hinum gríðarvinsæla draumadeildarleik í ensku úrvalsdeildinni. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan en umræðan um lið Eyjólfs, sem sjá má neðar í greininni, hefst eftir 1:07:55. Í þættinum kom fram að lið Eyjólfs væri ansi ofarlega í heiminum, eða í kringum sæti 53.000, þó að sú tilraun hans að hafa Jean-Philippe Mateta sem fyrirliða í síðustu umferð hafi ekki skilað árangri. Stöldruðu við varamarkvörð og rangan Murphy Þá settu menn spurningamerki við það að Eistinn Karl Hein, markvörður Arsenal sem er að láni hjá Werder Bremen í Þýskalandi, væri sá varamarkvörður sem Eyjólfur hefði valið sér og eins við annan mann á bekknum: „Ég held að hann sé með rangan Newcastle-Murphy á bekknum. A. Murphy? Hver er þetta? Alex Murphy,“ sagði Albert en Sindri benti á að sá kostaði aðeins 3,9 milljónir og því ekki víst að Eyjólfur hafi ætlað að kaupa Jacob Murphy, eins og Albert grunaði. „Menn hafa samt lent í þessu. Ég á nú félaga sem ætlaði svo innilega að kaupa Jota í fyrra og gera það gott en keypti Jota sem var í Nottingham Forest og var nú ekki að fá margar mínútur. Það fór eins og það fór,“ sagði Albert. Lið Eyjólfs Sverrissonar í síðustu umferð. Á meðan margir áttu slæma umferð þá rakaði Eyjólfur inn 65 stigum. Menn voru hins vegar heilt yfir mjög hrifnir af liði Eyjólfs, sem sjá má hér að ofan, og ljóst að nú þegar Eyjólfur er ekki að þjálfa neitt lið í raunheimum getur hann látið ljós sitt skína í draumadeildinni: „Ég fékk að heyra það frá Hólmari syni hans að þetta væri „redemption“ tímabil hjá Eyjólfi. Hann átti víst eitthvað mjög lélegt tímabil í fyrra og ákvað að rífa sig virkilega í gang. Hann er að pakka saman einhverri fjölskyldudeild sem þeir eru í. Við bara óskum honum til hamingju með það og líst vel á þetta lið,“ sagði Albert og benti á að Eyjólfur ætti enn eftir að nýta sitt „wild card“ og „free hit“. Þrettánda umferð ensku úrvalsdeildarinnar hefst á morgun og á meðal leikja má nefna viðureign Manchester City og Leeds, Crystal Palace og Manchester United, og West Ham og Liverpool. Stórleikur helgarinnar er svo í Lundúnum því efstu tvö liðin, Arsenal og Chelsea, mætast á Brúnni á sunnudaginn. Hægt er að hlusta á alla þætti Fantasýn með því að smella hér. Hægt er að skrá sig í draumadeildarleik ensku úrvalsdeildarinnar með því að smella hér. Enski boltinn Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Sjá meira
Þetta hefur Skagfirðingurinn Eyjólfur Gjafar Sverrisson gert og fantasy-lið hans var til umræðu í nýjasta þættinum af Fantasýn, hlaðvarpi þeirra Alberts Þórs Guðmundssonar og Sindra Kamban þar sem kafað er ofan í allt sem tengist hinum gríðarvinsæla draumadeildarleik í ensku úrvalsdeildinni. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan en umræðan um lið Eyjólfs, sem sjá má neðar í greininni, hefst eftir 1:07:55. Í þættinum kom fram að lið Eyjólfs væri ansi ofarlega í heiminum, eða í kringum sæti 53.000, þó að sú tilraun hans að hafa Jean-Philippe Mateta sem fyrirliða í síðustu umferð hafi ekki skilað árangri. Stöldruðu við varamarkvörð og rangan Murphy Þá settu menn spurningamerki við það að Eistinn Karl Hein, markvörður Arsenal sem er að láni hjá Werder Bremen í Þýskalandi, væri sá varamarkvörður sem Eyjólfur hefði valið sér og eins við annan mann á bekknum: „Ég held að hann sé með rangan Newcastle-Murphy á bekknum. A. Murphy? Hver er þetta? Alex Murphy,“ sagði Albert en Sindri benti á að sá kostaði aðeins 3,9 milljónir og því ekki víst að Eyjólfur hafi ætlað að kaupa Jacob Murphy, eins og Albert grunaði. „Menn hafa samt lent í þessu. Ég á nú félaga sem ætlaði svo innilega að kaupa Jota í fyrra og gera það gott en keypti Jota sem var í Nottingham Forest og var nú ekki að fá margar mínútur. Það fór eins og það fór,“ sagði Albert. Lið Eyjólfs Sverrissonar í síðustu umferð. Á meðan margir áttu slæma umferð þá rakaði Eyjólfur inn 65 stigum. Menn voru hins vegar heilt yfir mjög hrifnir af liði Eyjólfs, sem sjá má hér að ofan, og ljóst að nú þegar Eyjólfur er ekki að þjálfa neitt lið í raunheimum getur hann látið ljós sitt skína í draumadeildinni: „Ég fékk að heyra það frá Hólmari syni hans að þetta væri „redemption“ tímabil hjá Eyjólfi. Hann átti víst eitthvað mjög lélegt tímabil í fyrra og ákvað að rífa sig virkilega í gang. Hann er að pakka saman einhverri fjölskyldudeild sem þeir eru í. Við bara óskum honum til hamingju með það og líst vel á þetta lið,“ sagði Albert og benti á að Eyjólfur ætti enn eftir að nýta sitt „wild card“ og „free hit“. Þrettánda umferð ensku úrvalsdeildarinnar hefst á morgun og á meðal leikja má nefna viðureign Manchester City og Leeds, Crystal Palace og Manchester United, og West Ham og Liverpool. Stórleikur helgarinnar er svo í Lundúnum því efstu tvö liðin, Arsenal og Chelsea, mætast á Brúnni á sunnudaginn. Hægt er að hlusta á alla þætti Fantasýn með því að smella hér. Hægt er að skrá sig í draumadeildarleik ensku úrvalsdeildarinnar með því að smella hér.
Enski boltinn Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Sjá meira