Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar 28. nóvember 2025 13:00 Glöggt er gests augað Í sumar sótti ég ungverskan vin minn til Keflavíkur úr flugi frá Búdapest. Þegar við komum yfir Arnarneshæðina í fallegu veðri blasti við spegilsléttur Kópavogurinn og gróið Kársnesið með upplýsta Kópavogskirkjuna beint af augum. Í austri var fagurgrænn Kópavogsdalurinn sem og byggðin í Hvömmunum og suðurhlíðunum. Í dalnum njóta íbúar útivistar af ýmsum toga og íþróttasvæði Breiðabliks er grænt ásýndar og fallegt. Ég sagði: „ Þetta er Kópavogur – þar er ég fæddur og þar á ég heima.“ Þá sagði gesturinn. „Þetta er mjög fallegur bær“. Auðvitað er þetta hárrétt hjá Ungverjanum, frá þessum sjónarhóli er ásýnd Kópavogs mjög fögur, og þannig á hún að vera. Það er reyndar skoðun mín og fleiri að gera megi enn betur í að móta þessa bæjarmynd sem við blasir. Ekki síst með því að „snúa miðbænum í Kópavogi í suður“. En ef þannig á að verða þá þarf að grípa til róttækra aðgerða. Miðbær Kópavogs Ráðgjafafyrirtækið ALTA gerði árið 2022 afar skilmerkilega forsendugreiningu á Miðbæ Kópavogs. Í kaflanum um „Suðurjaðar miðbæjarins“ segir m.a „Svæðið meðfram Digranesvegi frá Hamraborg að MK er að mörgu leyti vannýtt og hefur mikla möguleika á að verða með áhugaverðari svæðum í miðbænum. Þar er skjól fyrir norðanátt, mjög sólríkt og frábært útsýni til suðurs. Mjög áhugavert er að skoða þetta svæði í samhengi við alla brekkubrún miðbæjarins til suðurs, frá Kópavogsskóla að Kópavogslaug“ Þetta er auðvitað hárrétt. Með heildarsýn á skipulag miðbæjarins mætti skipuleggja miðbæ Kópavogs þannig að hann verði afar aðlaðandi með tilkomu Borgarlínu og vitrænu skipulagi. Þar verður að hafa að leiðarljósi þau meginmarkmið sem prýða staðaranda í slíku samfélag og er almennt haft í huga við skipulag miðbæjarsvæða. Óskar Arnórsson arkitekt sem skoðað hefur skipulag og arkitektúr miðbæjarins öðrum fremur sagði í erindi á Rás 1 m.a. : „ Í nokkur ár hefur staðið til að breyta nokkuð ásýnd miðbæjar Kópavogs. Bærinn hefur selt ofan af sér fasteignir til þróunarfélags. Meðal annars stendur til að rífa þar mikið af byggingum, þar á meðal Félagsheimilið og þétta byggð enn frekar. Þótt ég sé lítill talsmaður niðurrifs húsa og muni sjá sérstaklega eftir Félagsheimilinu, þá verð ég að viðurkenna að mér finnst spennandi tilhugsun að auka enn frekar við miðbæjarbrag Kópavogs, þessa fyrsta miðbæjar Íslands sem var skipulagður, og framkvæmdur, sem slíkur“ Nýbýlavegur 1 - Aðgangshlið Kópavogs að norðan Þessi ummæli fagfólks í arkitektúr og skipulagi sóttu á mig á fundi í Skipulags- og umhverfisráði Kópavogs sem ég sat þann 17. nóvember s.l. Þar lá fyrir tillaga í ráðinu um skipulagslýsingu um lóðina á Nýbýlavegi 1. Samkvæmt deiliskipulagi á þar að rísa bensínstöð. Skipulagslýsingin er í þá veru að í stað bensínstöðvarinnar er tillaga gerð um að þar verði íbúðablokk upp á 5-6 hæðir. Á mannamáli þýðir þetta sexföld aukning í fermetrum, úr 1.000 í 6.000. Auðvitað hafa íbúar í Lundi risið upp og mótmælt harðlega enda munu lífsgæði þeirra rýrna mikið. Umferðarþungi mun aukast sem og skuggavarp. Samráð sem núverandi meirihluti bæjarstjórnar sagðist ætla að fara í með íbúum var auðvitað allt saman svikið. Ekki í fyrsta sinn sem það er gert. Við íbúar í miðbæ Kópavogs þekkjum þá sögu allt of vel. Það sem er auðvitað líka risavaxinn þáttur í skipulaginu er að skipulagsyfirvöld í Kópavogi virðast ekki gera sér grein fyrir þeim samfélagslegu verðmætum sem eru á þessari lóð. Minnihluti skipulags- og umhverfisráðs lét bóka eftirfarandi vegna afgreiðslu málsins sem var frestað eftir harðar umræður á fundinum. „Það skiptir miklu máli að sú ásýnd sem blasir við þeim sem koma að Kópavogi að norðan sé aðlaðandi og bæjarfélaginu til sóma. Nýbýlavegur 1 er lóð sem er þetta aðgangshlið“. Þetta er auðvitað kjarni málsins. Skipulagsyfirvöld eiga ávallt að hafa ásýnd bæjarins í huga. Þessi umrædda lóð er afgerandi fyrir þá ásjónu og ímynd sem eðlilegt er að blasi við farþegum á einhverri fjölförnustu samgönguæð landsins. Á árunum fyrir 1960 stóð Hulda Jakobsdóttir í forgrunni þeirra sem byggðu Kópavogskirkju – sem er stolt okkar Kópavogsbúa og tákn. Þá var Kópavogur nýstofnaður bláfátækur kaupstaður (fékk kaupstaðaréttindi 1955) – en sem betur fer var þá fólk í forystu fyrir bæinn sem horfði til ókominnar framtíðar og vissi að ásýnd bæjarins væri ekki prjál og peningasóun, heldur mikilvægur liður í sjálfsmynd bæjarbúa. Forysta Kópavogs í dag hefur því miður ekki þessa sýn, og lætur ásýnd bæjarins sig ekki miklu skipta. Því þarf að breyta. Höfundur er varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi og á sæti í skipulags- og umhverfisráði bæjarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Glöggt er gests augað Í sumar sótti ég ungverskan vin minn til Keflavíkur úr flugi frá Búdapest. Þegar við komum yfir Arnarneshæðina í fallegu veðri blasti við spegilsléttur Kópavogurinn og gróið Kársnesið með upplýsta Kópavogskirkjuna beint af augum. Í austri var fagurgrænn Kópavogsdalurinn sem og byggðin í Hvömmunum og suðurhlíðunum. Í dalnum njóta íbúar útivistar af ýmsum toga og íþróttasvæði Breiðabliks er grænt ásýndar og fallegt. Ég sagði: „ Þetta er Kópavogur – þar er ég fæddur og þar á ég heima.“ Þá sagði gesturinn. „Þetta er mjög fallegur bær“. Auðvitað er þetta hárrétt hjá Ungverjanum, frá þessum sjónarhóli er ásýnd Kópavogs mjög fögur, og þannig á hún að vera. Það er reyndar skoðun mín og fleiri að gera megi enn betur í að móta þessa bæjarmynd sem við blasir. Ekki síst með því að „snúa miðbænum í Kópavogi í suður“. En ef þannig á að verða þá þarf að grípa til róttækra aðgerða. Miðbær Kópavogs Ráðgjafafyrirtækið ALTA gerði árið 2022 afar skilmerkilega forsendugreiningu á Miðbæ Kópavogs. Í kaflanum um „Suðurjaðar miðbæjarins“ segir m.a „Svæðið meðfram Digranesvegi frá Hamraborg að MK er að mörgu leyti vannýtt og hefur mikla möguleika á að verða með áhugaverðari svæðum í miðbænum. Þar er skjól fyrir norðanátt, mjög sólríkt og frábært útsýni til suðurs. Mjög áhugavert er að skoða þetta svæði í samhengi við alla brekkubrún miðbæjarins til suðurs, frá Kópavogsskóla að Kópavogslaug“ Þetta er auðvitað hárrétt. Með heildarsýn á skipulag miðbæjarins mætti skipuleggja miðbæ Kópavogs þannig að hann verði afar aðlaðandi með tilkomu Borgarlínu og vitrænu skipulagi. Þar verður að hafa að leiðarljósi þau meginmarkmið sem prýða staðaranda í slíku samfélag og er almennt haft í huga við skipulag miðbæjarsvæða. Óskar Arnórsson arkitekt sem skoðað hefur skipulag og arkitektúr miðbæjarins öðrum fremur sagði í erindi á Rás 1 m.a. : „ Í nokkur ár hefur staðið til að breyta nokkuð ásýnd miðbæjar Kópavogs. Bærinn hefur selt ofan af sér fasteignir til þróunarfélags. Meðal annars stendur til að rífa þar mikið af byggingum, þar á meðal Félagsheimilið og þétta byggð enn frekar. Þótt ég sé lítill talsmaður niðurrifs húsa og muni sjá sérstaklega eftir Félagsheimilinu, þá verð ég að viðurkenna að mér finnst spennandi tilhugsun að auka enn frekar við miðbæjarbrag Kópavogs, þessa fyrsta miðbæjar Íslands sem var skipulagður, og framkvæmdur, sem slíkur“ Nýbýlavegur 1 - Aðgangshlið Kópavogs að norðan Þessi ummæli fagfólks í arkitektúr og skipulagi sóttu á mig á fundi í Skipulags- og umhverfisráði Kópavogs sem ég sat þann 17. nóvember s.l. Þar lá fyrir tillaga í ráðinu um skipulagslýsingu um lóðina á Nýbýlavegi 1. Samkvæmt deiliskipulagi á þar að rísa bensínstöð. Skipulagslýsingin er í þá veru að í stað bensínstöðvarinnar er tillaga gerð um að þar verði íbúðablokk upp á 5-6 hæðir. Á mannamáli þýðir þetta sexföld aukning í fermetrum, úr 1.000 í 6.000. Auðvitað hafa íbúar í Lundi risið upp og mótmælt harðlega enda munu lífsgæði þeirra rýrna mikið. Umferðarþungi mun aukast sem og skuggavarp. Samráð sem núverandi meirihluti bæjarstjórnar sagðist ætla að fara í með íbúum var auðvitað allt saman svikið. Ekki í fyrsta sinn sem það er gert. Við íbúar í miðbæ Kópavogs þekkjum þá sögu allt of vel. Það sem er auðvitað líka risavaxinn þáttur í skipulaginu er að skipulagsyfirvöld í Kópavogi virðast ekki gera sér grein fyrir þeim samfélagslegu verðmætum sem eru á þessari lóð. Minnihluti skipulags- og umhverfisráðs lét bóka eftirfarandi vegna afgreiðslu málsins sem var frestað eftir harðar umræður á fundinum. „Það skiptir miklu máli að sú ásýnd sem blasir við þeim sem koma að Kópavogi að norðan sé aðlaðandi og bæjarfélaginu til sóma. Nýbýlavegur 1 er lóð sem er þetta aðgangshlið“. Þetta er auðvitað kjarni málsins. Skipulagsyfirvöld eiga ávallt að hafa ásýnd bæjarins í huga. Þessi umrædda lóð er afgerandi fyrir þá ásjónu og ímynd sem eðlilegt er að blasi við farþegum á einhverri fjölförnustu samgönguæð landsins. Á árunum fyrir 1960 stóð Hulda Jakobsdóttir í forgrunni þeirra sem byggðu Kópavogskirkju – sem er stolt okkar Kópavogsbúa og tákn. Þá var Kópavogur nýstofnaður bláfátækur kaupstaður (fékk kaupstaðaréttindi 1955) – en sem betur fer var þá fólk í forystu fyrir bæinn sem horfði til ókominnar framtíðar og vissi að ásýnd bæjarins væri ekki prjál og peningasóun, heldur mikilvægur liður í sjálfsmynd bæjarbúa. Forysta Kópavogs í dag hefur því miður ekki þessa sýn, og lætur ásýnd bæjarins sig ekki miklu skipta. Því þarf að breyta. Höfundur er varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi og á sæti í skipulags- og umhverfisráði bæjarins.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun