Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir og Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifa 28. nóvember 2025 14:32 Vissir þú að framlínufólk hættir aldrei að vera framlínufólk ? „Náið í Ölmu, ég ætla að fara og aðstoða“. Þetta voru orð föður okkar, sem glímir við Alzheimersjúkdóminn, þegar við vorum staddar með honum inni á Bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Hann heyrði semsagt í þyrlu Landhelgisgæslunnar þegar hún lenti við spítalann og hans viðbrögð voru að stökkva fram úr rúminu og hlaupa í þau störf sem þurfti. Pabbi okkar starfaði alla sína starfsævi hjá Landhelgisgæslu Íslands og var meðal annars í þyrlusveit Gæslunnar ásamt Ölmu Möller núverandi heilbrigðisráðherra. Við systur vorum börnin sem áttu von á því á hátíðisdögum, eins og aðra daga, að pabbi okkar þyrfti að yfirgefa fjölskylduna til að sinna bráðveiku fólki eða þeim sem voru í háska. Svo þegar pabbi heyrði í þyrlunni þarna á Bráðamóttökunni, var hann samstundis tilbúinn til starfa og kallaði eftir fyrrum samstarfskonu sinni því hann átti enn minninguna um samstarf sitt með Ölmu síðan hún starfaði með honum sem þyrlulæknir hjá Gæslunni. En þó starfsvettvangur pabba og Ölmu hafi verið sá sami á ákveðnum tímapunkti þá er staða þeirra ólík í dag. Þennan tiltekna dag þegar þyrlan lenti í Fossvogi áttum við systur tólf tíma vakt saman með pabba okkar á göngum Bráðamóttökunnar því það var allt yfirfullt. Reglan þar er „Aðeins einn aðstandandi með hverjum sjúklingi“. En við vorum lánsamar. Þarna var sjúklingur með meðvitund sem bauðst til að aðstoða okkur systur því hann sá að önnur okkar var ekki að höndla pabba ein. Við fengum að nota hans aðstandenda aðgang, því þessi sjúklingur hafði engan hjá sér. Mikið sem við erum þessum góða einstaklingi þakklátar. Bráðamóttakan er helvíti á jörðu fyrir Alzheimersjúklinga og aðstandendur þeirra. Sjúkdómurinn sem pabbi okkar glímir við er hræðilegur og yfirtekur líf þess einstaklings sem fær hann. Alzheimersjúklingar geta ekki tjáð líðan sína né hugsanir, þeir eru næmari en aðrir fyrir skynáreiti og þurfa því sértæka meðhöndlun. Þá umönnun er erfitt að fá í kerfi sem er í molum vegna innviðaskuldar og manneklu. Dagurinn sem pabbi okkar ákvað að ganga aftur í þyrlusveit Landhelgisgæslunnar sem sjúklingur á Bráðamóttökunni hafði sína forsögu. Stutta útgáfan er sú að um nóttina hafði hann dottið á hjúkrunarheimilinu sem hann býr á. Pabbi er í eðli sínu glaðlyndur rólyndismaður, en hraðinn og álagið í laskaða heilbrigðiskerfinu fór illa í hann, þar sem hann lá verkjaður án vitundar um hvar hann væri. Starfsfólk á þönum slökkvandi elda á erfitt með að koma til móts við sérþarfir sjúklinga og reyndum við systur því að aðstoða pabba okkar eftir bestu getu. Okkur leið eins og málleysingjum hrópandi á torgi því að erfitt var að fá aðstoð þegar á þurfti að halda. Álagið á okkur dætur hans pabba var orðið það mikið að önnur okkar systra beygði af og brast í grát. Hin gat ekki huggað systur sína því að hún gat ekki farið frá því að sinna pabba sínum. Hættum að tala bara fallega um mikilvægi grunnstoða samfélagsins á tyllidögum. Greinum vandann og byggjum upp kerfi sem virka. Það er alls staðar verið að slökkva elda innan kerfisins og við finnum það svo sannarlega þegar við þurfum á þjónustunni að halda. Það er ekki nóg að hugmyndafræðin sé falleg, hún verður að virka í raun svo að fagleg vinna skili sér. Við höfum ekki efni á að mjólka starfsorku framlínufólks þannig að það hverfi af braut. Við aðstandendur þessa fyrrum framlínumanns í þyrlusveit Landhelgisgæslunnar erum örugglega ekki þeir einu sem upplifa vanmátt sinn innan kerfisins hér á Íslandi. Fyrri ríkisstjórnir mega skammast sín fyrir að hafa ekki gert betur því að það er búið að ræða vandann í mörg ár og nú er komið að skuldadögum. Starfsfólk stofnana í almannaþjónustu á ekki að þurfa að biðja aðstandendur afsökunar á ástandinu eins og gert var í okkar tilfelli því það á að bjóða þessu starfsfólki að vinna við viðunandi aðstæður. Enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Pabbi okkar lifði fyrir leit og björgun á meðan hann hafði starfsorku og hann gaf sannarlega sitt til samfélagsins. Það er sárt að horfa upp á það að hann fái ekki þá þjónustu sem honum ber, þegar hann sjálfur þarf síðan á henni að halda. Höfum í huga að þó að þessi pistill fjalli um pabba okkar systra þá gætum við öll lent í því að vera í hans sporum. Rakel Linda og Sigurlaug Kristjánsdætur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rakel Linda Kristjánsdóttir Eldri borgarar Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Vissir þú að framlínufólk hættir aldrei að vera framlínufólk ? „Náið í Ölmu, ég ætla að fara og aðstoða“. Þetta voru orð föður okkar, sem glímir við Alzheimersjúkdóminn, þegar við vorum staddar með honum inni á Bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Hann heyrði semsagt í þyrlu Landhelgisgæslunnar þegar hún lenti við spítalann og hans viðbrögð voru að stökkva fram úr rúminu og hlaupa í þau störf sem þurfti. Pabbi okkar starfaði alla sína starfsævi hjá Landhelgisgæslu Íslands og var meðal annars í þyrlusveit Gæslunnar ásamt Ölmu Möller núverandi heilbrigðisráðherra. Við systur vorum börnin sem áttu von á því á hátíðisdögum, eins og aðra daga, að pabbi okkar þyrfti að yfirgefa fjölskylduna til að sinna bráðveiku fólki eða þeim sem voru í háska. Svo þegar pabbi heyrði í þyrlunni þarna á Bráðamóttökunni, var hann samstundis tilbúinn til starfa og kallaði eftir fyrrum samstarfskonu sinni því hann átti enn minninguna um samstarf sitt með Ölmu síðan hún starfaði með honum sem þyrlulæknir hjá Gæslunni. En þó starfsvettvangur pabba og Ölmu hafi verið sá sami á ákveðnum tímapunkti þá er staða þeirra ólík í dag. Þennan tiltekna dag þegar þyrlan lenti í Fossvogi áttum við systur tólf tíma vakt saman með pabba okkar á göngum Bráðamóttökunnar því það var allt yfirfullt. Reglan þar er „Aðeins einn aðstandandi með hverjum sjúklingi“. En við vorum lánsamar. Þarna var sjúklingur með meðvitund sem bauðst til að aðstoða okkur systur því hann sá að önnur okkar var ekki að höndla pabba ein. Við fengum að nota hans aðstandenda aðgang, því þessi sjúklingur hafði engan hjá sér. Mikið sem við erum þessum góða einstaklingi þakklátar. Bráðamóttakan er helvíti á jörðu fyrir Alzheimersjúklinga og aðstandendur þeirra. Sjúkdómurinn sem pabbi okkar glímir við er hræðilegur og yfirtekur líf þess einstaklings sem fær hann. Alzheimersjúklingar geta ekki tjáð líðan sína né hugsanir, þeir eru næmari en aðrir fyrir skynáreiti og þurfa því sértæka meðhöndlun. Þá umönnun er erfitt að fá í kerfi sem er í molum vegna innviðaskuldar og manneklu. Dagurinn sem pabbi okkar ákvað að ganga aftur í þyrlusveit Landhelgisgæslunnar sem sjúklingur á Bráðamóttökunni hafði sína forsögu. Stutta útgáfan er sú að um nóttina hafði hann dottið á hjúkrunarheimilinu sem hann býr á. Pabbi er í eðli sínu glaðlyndur rólyndismaður, en hraðinn og álagið í laskaða heilbrigðiskerfinu fór illa í hann, þar sem hann lá verkjaður án vitundar um hvar hann væri. Starfsfólk á þönum slökkvandi elda á erfitt með að koma til móts við sérþarfir sjúklinga og reyndum við systur því að aðstoða pabba okkar eftir bestu getu. Okkur leið eins og málleysingjum hrópandi á torgi því að erfitt var að fá aðstoð þegar á þurfti að halda. Álagið á okkur dætur hans pabba var orðið það mikið að önnur okkar systra beygði af og brast í grát. Hin gat ekki huggað systur sína því að hún gat ekki farið frá því að sinna pabba sínum. Hættum að tala bara fallega um mikilvægi grunnstoða samfélagsins á tyllidögum. Greinum vandann og byggjum upp kerfi sem virka. Það er alls staðar verið að slökkva elda innan kerfisins og við finnum það svo sannarlega þegar við þurfum á þjónustunni að halda. Það er ekki nóg að hugmyndafræðin sé falleg, hún verður að virka í raun svo að fagleg vinna skili sér. Við höfum ekki efni á að mjólka starfsorku framlínufólks þannig að það hverfi af braut. Við aðstandendur þessa fyrrum framlínumanns í þyrlusveit Landhelgisgæslunnar erum örugglega ekki þeir einu sem upplifa vanmátt sinn innan kerfisins hér á Íslandi. Fyrri ríkisstjórnir mega skammast sín fyrir að hafa ekki gert betur því að það er búið að ræða vandann í mörg ár og nú er komið að skuldadögum. Starfsfólk stofnana í almannaþjónustu á ekki að þurfa að biðja aðstandendur afsökunar á ástandinu eins og gert var í okkar tilfelli því það á að bjóða þessu starfsfólki að vinna við viðunandi aðstæður. Enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Pabbi okkar lifði fyrir leit og björgun á meðan hann hafði starfsorku og hann gaf sannarlega sitt til samfélagsins. Það er sárt að horfa upp á það að hann fái ekki þá þjónustu sem honum ber, þegar hann sjálfur þarf síðan á henni að halda. Höfum í huga að þó að þessi pistill fjalli um pabba okkar systra þá gætum við öll lent í því að vera í hans sporum. Rakel Linda og Sigurlaug Kristjánsdætur.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar