Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar 29. nóvember 2025 08:01 Á tiltölulega skömmum starfstíma nýs meirihluta í borgarstjórn, hefur verið lögð sérstök áhersla á að hraða uppbyggingu nýrra íbúða til þess að mæta brýnni þörf fyrir hagkvæmt húsnæði. Í samstarfsyfirlýsingu meirihlutans segir m.a.: „Hröð húsnæðisuppbygging og örugg heimili fólks eru lykilmál nýs samstarfs í borginni. Efnt verður til sameiginlegrar vinnu Reykjavíkur og verkalýðsfélaga með það að markmiði að stofna félag um þróun nýrra svæða og fara nýjar leiðir við skipulag, uppbyggingu innviða og fjármögnun þeirra.“ Ný nálgun Með stofnun innviðafélags hefur Reykjavíkurborg í samstarfi með öflugum verkalýðsfélögum, markað nýja stefnu í húsnæðisuppbyggingu. Þessi nálgun fellur vel að fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar sem kynntur var fyrir nokkrum vikum. Markmið húsnæðispakkans er að fjölga íbúðum, lækka verð og gera húsnæðisstuðning markvissari. Með samstilltu átaki verður hægt að hraða uppbyggingu og stuðla að sanngjarnara húsnæðis- og leiguverði. Áætlanirnar fela jafnframt í sér aðgerðir til að hækka stofnframlög til óhagnaðardrifinna húsnæðisfélaga, einfalda byggingarreglugerð og bæta eftirlit. Þá verður innleitt stafrænt ferli fyrir byggingarleyfi sem eykur gagnsæi og flýtir málsmeðferð. Ný borgarhönnunarstefna Í fyrsta áfanga verða byggðar allt að 4.000 nýjar íbúðir af þeim 10.000 sem áætlað er að rísi í Úlfarsárdal á næstu árum. Allt skipulag svæðisins verður unnið í nánu samstarfi borgarinnar og innviðafélagsins - og byggt á skýrum samfélagslegum markmiðum og skilyrðum borgaryfirvalda. Þótt um þétta byggð verði að ræða mun ný borgarhönnunarstefna tryggja að þéttleikinn verði ekki svo mikill að skuggavarp skerði birtu um of. Enn fremur verður lögð rík áhersla á góða hljóðvist og vistvænt og aðlaðandi umhverfi. Ný framtíðarsýn Með auknu framboði á hagkvæmu húsnæði ásamt hærri stofnframlögum og fjölgun hlutdeildarlána - eru að verða til ný viðmið hvað varðar uppbyggingu nýs húsnæðis á höfuðborgarsvæðinu. Aðgerðir ríkisstjórnar og borgaryfirvalda hafa í raun mótað nýja og heildstæðari framtíðarsýn sem styður enn betur við þá sem hvað erfiðast hafa átt með að eignast eigið húsnæði. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Flokks fólksins og situr m.a. í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Sveinbjörn Guðmundsson Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Skoðun Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Sjá meira
Á tiltölulega skömmum starfstíma nýs meirihluta í borgarstjórn, hefur verið lögð sérstök áhersla á að hraða uppbyggingu nýrra íbúða til þess að mæta brýnni þörf fyrir hagkvæmt húsnæði. Í samstarfsyfirlýsingu meirihlutans segir m.a.: „Hröð húsnæðisuppbygging og örugg heimili fólks eru lykilmál nýs samstarfs í borginni. Efnt verður til sameiginlegrar vinnu Reykjavíkur og verkalýðsfélaga með það að markmiði að stofna félag um þróun nýrra svæða og fara nýjar leiðir við skipulag, uppbyggingu innviða og fjármögnun þeirra.“ Ný nálgun Með stofnun innviðafélags hefur Reykjavíkurborg í samstarfi með öflugum verkalýðsfélögum, markað nýja stefnu í húsnæðisuppbyggingu. Þessi nálgun fellur vel að fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar sem kynntur var fyrir nokkrum vikum. Markmið húsnæðispakkans er að fjölga íbúðum, lækka verð og gera húsnæðisstuðning markvissari. Með samstilltu átaki verður hægt að hraða uppbyggingu og stuðla að sanngjarnara húsnæðis- og leiguverði. Áætlanirnar fela jafnframt í sér aðgerðir til að hækka stofnframlög til óhagnaðardrifinna húsnæðisfélaga, einfalda byggingarreglugerð og bæta eftirlit. Þá verður innleitt stafrænt ferli fyrir byggingarleyfi sem eykur gagnsæi og flýtir málsmeðferð. Ný borgarhönnunarstefna Í fyrsta áfanga verða byggðar allt að 4.000 nýjar íbúðir af þeim 10.000 sem áætlað er að rísi í Úlfarsárdal á næstu árum. Allt skipulag svæðisins verður unnið í nánu samstarfi borgarinnar og innviðafélagsins - og byggt á skýrum samfélagslegum markmiðum og skilyrðum borgaryfirvalda. Þótt um þétta byggð verði að ræða mun ný borgarhönnunarstefna tryggja að þéttleikinn verði ekki svo mikill að skuggavarp skerði birtu um of. Enn fremur verður lögð rík áhersla á góða hljóðvist og vistvænt og aðlaðandi umhverfi. Ný framtíðarsýn Með auknu framboði á hagkvæmu húsnæði ásamt hærri stofnframlögum og fjölgun hlutdeildarlána - eru að verða til ný viðmið hvað varðar uppbyggingu nýs húsnæðis á höfuðborgarsvæðinu. Aðgerðir ríkisstjórnar og borgaryfirvalda hafa í raun mótað nýja og heildstæðari framtíðarsýn sem styður enn betur við þá sem hvað erfiðast hafa átt með að eignast eigið húsnæði. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Flokks fólksins og situr m.a. í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun