Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. nóvember 2025 19:02 Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, segir að frumvarp um hvalveiðar verði líklega lagt fram á næsta þingi. vísir/samsett Atvinnuvegaráðherra segist enn þeirrar skoðunar að tímabært sé að hætta hvalveiðum. Frumvarp um framtíð veiðanna verði þó líklega ekki lagt fram á þessu þingi líkt og til stóð. Málið sé umfangsmikið og vanda þurfi vel til verka. Eftir það mikla fjaðrafok sem staðið hefur í kringum hvalveiðar skipaði Katrín Jakobsdóttir, þáverandi forsætisráðherra, starfshóp til að rýna lagaumgjörð veiðanna og skrifa skýrslu sem á að verða grundvöllur að framtíðarskipan þeirra. Skýrslunni var skilað í tíð nýrrar ríkisstjórnar og atvinnuvegaráðuneyti Hönnu Katrínar Friðriksson birti hana í samráðsgátt í maí. Þar sagði að stefnt væri að framlagningu frumvarps um hvalveiðar á næsta löggjafarþingi, eða því sem nú stendur yfir. Ekkert slíkt frumvarp er þó að finna í þingmálaskrá og er málið á ís samkvæmt ráðherra. „Eins og staðan er núna að þá erum við að gera ráð fyrir að það geti orðið næsta haust,” segir Hanna Katrín. „Það er búið að tala um það lengi að það þarf að færa lögin í nútímaátt með tilliti til dýravelferðar og annarra atriða. Það er hins vegar þannig í stóru og viðamiklu ráðuneyti að það er ekki hægt að gera allt og þetta er bara í farvegi.” Meðal síðustu embættisverka Bjarna Benediktssonar eftir kosningar í desember í fyrra var að veita Hval hf. fimm ára veiðileyfi og óvíst er hvort íslenska ríkið baki sér bótaskyldu verði veiðarnar nú bannaðar. Þegar Hanna Katrín var í stjórnarandstöðu lýsti hún yfir andstöðu við veiðarnar. „Þegar tekið er tillit til þess að enginn af þremur stoðum sjálfbærni styður hvalveiðar, ekki efnahagslega stoðin, ekki sú félagslega og ekki sú umhverfislega, að þá er kannski ástæða til að líta til hagsmuna Íslendinga frekar en hagsmuna Hvals hf. og segja nei við hvalveiðum,” sagði Hanna Katrín í pontu fyrir um tveimur árum. Hún segist enn sömu skoðunar. „Já, ég er það í sjálfu sér. Ég held að það liggi alveg fyrir að þetta er ekki atvinnugrein sem er að skapa verðmæti fyrir þjóðarbúið í þeim skilningi að það vegi upp neikvæða þætti þess. En það er hins vegar full ástæða til þess að sýna þeim sem starfa við þetta þá virðingu að vanda vel til verka,” segir Hanna Katrín. Hvalveiðar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Dýraheilbrigði Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Eftir það mikla fjaðrafok sem staðið hefur í kringum hvalveiðar skipaði Katrín Jakobsdóttir, þáverandi forsætisráðherra, starfshóp til að rýna lagaumgjörð veiðanna og skrifa skýrslu sem á að verða grundvöllur að framtíðarskipan þeirra. Skýrslunni var skilað í tíð nýrrar ríkisstjórnar og atvinnuvegaráðuneyti Hönnu Katrínar Friðriksson birti hana í samráðsgátt í maí. Þar sagði að stefnt væri að framlagningu frumvarps um hvalveiðar á næsta löggjafarþingi, eða því sem nú stendur yfir. Ekkert slíkt frumvarp er þó að finna í þingmálaskrá og er málið á ís samkvæmt ráðherra. „Eins og staðan er núna að þá erum við að gera ráð fyrir að það geti orðið næsta haust,” segir Hanna Katrín. „Það er búið að tala um það lengi að það þarf að færa lögin í nútímaátt með tilliti til dýravelferðar og annarra atriða. Það er hins vegar þannig í stóru og viðamiklu ráðuneyti að það er ekki hægt að gera allt og þetta er bara í farvegi.” Meðal síðustu embættisverka Bjarna Benediktssonar eftir kosningar í desember í fyrra var að veita Hval hf. fimm ára veiðileyfi og óvíst er hvort íslenska ríkið baki sér bótaskyldu verði veiðarnar nú bannaðar. Þegar Hanna Katrín var í stjórnarandstöðu lýsti hún yfir andstöðu við veiðarnar. „Þegar tekið er tillit til þess að enginn af þremur stoðum sjálfbærni styður hvalveiðar, ekki efnahagslega stoðin, ekki sú félagslega og ekki sú umhverfislega, að þá er kannski ástæða til að líta til hagsmuna Íslendinga frekar en hagsmuna Hvals hf. og segja nei við hvalveiðum,” sagði Hanna Katrín í pontu fyrir um tveimur árum. Hún segist enn sömu skoðunar. „Já, ég er það í sjálfu sér. Ég held að það liggi alveg fyrir að þetta er ekki atvinnugrein sem er að skapa verðmæti fyrir þjóðarbúið í þeim skilningi að það vegi upp neikvæða þætti þess. En það er hins vegar full ástæða til þess að sýna þeim sem starfa við þetta þá virðingu að vanda vel til verka,” segir Hanna Katrín.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Dýraheilbrigði Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira