Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar 29. nóvember 2025 19:33 Grein Jóns Péturs Zimsen byggir á mikilvægu sjónarhorni. Karlar í íslensku samfélagi glíma vissulega við ýmislegt og ákveðin úrræði skortir. Það er engum til happs að hunsa raunveruleg vandamál karla. En það sem vantar í umræðuna, og grein Jóns Péturs mistekst að sýna fram á, er að lausnir verða ekki til með því að benda á konur eða kvennaúrræði sem rót vandans.Karlar þurfa ekki bjargvætt, þeir þurfa að búa sér til vettvang. Karlar þurfa úrræði sem karlar búa til Kynjafræði, hefur árum saman bent á að staða margra karla er oft vond m.a. vegna félagslegrar einangrunar, skorts á tengslanetum og vegna þröngra hugmynda um karlmennsku sem karlar eru oft fastir í vegna þess að samfélagið ýtir þeim í þröng box sem, oft á tíðum, getur verið erfitt að koma sér út úr.Þetta eru vandamál sem karlar eiga fullan rétt á að finna lausnir á en þau verða ekki leyst með því að gera lítið úr þjónustu fyrir konur sem varð til vegna sögulegs og kerfisbundins ofbeldis og mismunar í garð þeirra. Það er ekki konum eða kvennaúrræðum að kenna að karlar hafi ekki úrræði sambærileg Konukoti.Hér vantar frumkvæði og fjárfestingu í úrræðum karla, leiddum af körlum sjálfum. Konur bera ekki ábyrgð á að bjarga körlum Í greininni eru margir góðir punktar um stöðu karla sem kynjafræðin hefur rannsakað, eins og sjálfsvíg, heimilisleysi, lestragetu og lífslíkur þeirra.En þessi staða lagast ekki með því að vísa sífellt í að „konur fái meira“.Slíkt stillir hópum upp gegn hvor öðrum og fellur í gamalt hugmyndakerfi þar sem karlar setja konur í hlutverk aðstoðarfólksins, konur eiga að hlaupa til og bjarga málunum. Það er einkennilegt að setja fram lista yfir vandamál karla, og spyrja svo óbeint: „Hvers vegna hjálpa konur ekki okkur meira?“Karlar verða að taka þátt í að byggja sín eigin úrræði, tengslanet og stuðningskerfi. Úrræði kvenna voru byggð frá grunni af konum, karlar geta gert hið sama Konukot og Kvennaathvarfið urðu ekki til vegna þess að ríkisvaldið „valdi konur fram yfir karla“.Þau urðu til vegna þess að konur tóku sig saman og stofnuðu úrræði sem enginn annar vildi byggja. Þau voru fjármögnuð af sjálfboðaliðum og urðu smám saman hluti af velferðarkerfinu vegna þess að raunin, og tölfræðin sýndi að þörfin var raunveruleg. Ef karla skortir sambærileg úrræði er svarið ekki að gagnrýna konur.Svarið er ,,Byggjum þau. Fjárfestum í þeim. Hlustum á karla”. Að bera líf karla og kvenna saman er villandi Titill greinarinnar – „Er líf karls 75% virði lífs konu?“ gerir lítið úr umræðu sem á að snúast um lífsgæði, heilsu og mannréttindi.Konur hafa þurft að berjast fyrir því að líf þeirra sé metið til jafns við líf karla í gegnum aldirnar og er baráttan enn í gangi. Það er varasamt að snúa sögunni á hvolf og gefa í skyn að konur njóti nú kerfisbundinna forréttinda á kostnað karla. Réttindabarátta er ekki núningsíþrótt.Það að konur fái úrræði dregur ekki úr mannréttindum karla, og öfugt. Lausnin er ekki skömmtun réttinda, heldur ábyrgð og samstarf Við þurfum úrræði fyrir heimilislausa karla.Við þurfum að stuðla að betri geðheilbrigðisþjónustu fyrir karla.Við þurfum að efla skólastarf fyrir drengi, heilsueflingu karla og tengslanet sem dregur úr félagslegri einangrun. En við þurfum ekkert að gera til að veikja úrræði kvenna til að ná því markmiði. Þvert á móti: Karlar þurfa að taka upp keflið sjálfir Ekki með því að kvarta undan stuðningi kvenna, heldur með því að byggja upp stuðningskerfisem þjónar körlum af virðingu og raunverulegri þekkingu á lífi þeirra. Gangi ykkur vel, ég hef fulla trú á ykkur! Höfundur er framhaldsskólakennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Grein Jóns Péturs Zimsen byggir á mikilvægu sjónarhorni. Karlar í íslensku samfélagi glíma vissulega við ýmislegt og ákveðin úrræði skortir. Það er engum til happs að hunsa raunveruleg vandamál karla. En það sem vantar í umræðuna, og grein Jóns Péturs mistekst að sýna fram á, er að lausnir verða ekki til með því að benda á konur eða kvennaúrræði sem rót vandans.Karlar þurfa ekki bjargvætt, þeir þurfa að búa sér til vettvang. Karlar þurfa úrræði sem karlar búa til Kynjafræði, hefur árum saman bent á að staða margra karla er oft vond m.a. vegna félagslegrar einangrunar, skorts á tengslanetum og vegna þröngra hugmynda um karlmennsku sem karlar eru oft fastir í vegna þess að samfélagið ýtir þeim í þröng box sem, oft á tíðum, getur verið erfitt að koma sér út úr.Þetta eru vandamál sem karlar eiga fullan rétt á að finna lausnir á en þau verða ekki leyst með því að gera lítið úr þjónustu fyrir konur sem varð til vegna sögulegs og kerfisbundins ofbeldis og mismunar í garð þeirra. Það er ekki konum eða kvennaúrræðum að kenna að karlar hafi ekki úrræði sambærileg Konukoti.Hér vantar frumkvæði og fjárfestingu í úrræðum karla, leiddum af körlum sjálfum. Konur bera ekki ábyrgð á að bjarga körlum Í greininni eru margir góðir punktar um stöðu karla sem kynjafræðin hefur rannsakað, eins og sjálfsvíg, heimilisleysi, lestragetu og lífslíkur þeirra.En þessi staða lagast ekki með því að vísa sífellt í að „konur fái meira“.Slíkt stillir hópum upp gegn hvor öðrum og fellur í gamalt hugmyndakerfi þar sem karlar setja konur í hlutverk aðstoðarfólksins, konur eiga að hlaupa til og bjarga málunum. Það er einkennilegt að setja fram lista yfir vandamál karla, og spyrja svo óbeint: „Hvers vegna hjálpa konur ekki okkur meira?“Karlar verða að taka þátt í að byggja sín eigin úrræði, tengslanet og stuðningskerfi. Úrræði kvenna voru byggð frá grunni af konum, karlar geta gert hið sama Konukot og Kvennaathvarfið urðu ekki til vegna þess að ríkisvaldið „valdi konur fram yfir karla“.Þau urðu til vegna þess að konur tóku sig saman og stofnuðu úrræði sem enginn annar vildi byggja. Þau voru fjármögnuð af sjálfboðaliðum og urðu smám saman hluti af velferðarkerfinu vegna þess að raunin, og tölfræðin sýndi að þörfin var raunveruleg. Ef karla skortir sambærileg úrræði er svarið ekki að gagnrýna konur.Svarið er ,,Byggjum þau. Fjárfestum í þeim. Hlustum á karla”. Að bera líf karla og kvenna saman er villandi Titill greinarinnar – „Er líf karls 75% virði lífs konu?“ gerir lítið úr umræðu sem á að snúast um lífsgæði, heilsu og mannréttindi.Konur hafa þurft að berjast fyrir því að líf þeirra sé metið til jafns við líf karla í gegnum aldirnar og er baráttan enn í gangi. Það er varasamt að snúa sögunni á hvolf og gefa í skyn að konur njóti nú kerfisbundinna forréttinda á kostnað karla. Réttindabarátta er ekki núningsíþrótt.Það að konur fái úrræði dregur ekki úr mannréttindum karla, og öfugt. Lausnin er ekki skömmtun réttinda, heldur ábyrgð og samstarf Við þurfum úrræði fyrir heimilislausa karla.Við þurfum að stuðla að betri geðheilbrigðisþjónustu fyrir karla.Við þurfum að efla skólastarf fyrir drengi, heilsueflingu karla og tengslanet sem dregur úr félagslegri einangrun. En við þurfum ekkert að gera til að veikja úrræði kvenna til að ná því markmiði. Þvert á móti: Karlar þurfa að taka upp keflið sjálfir Ekki með því að kvarta undan stuðningi kvenna, heldur með því að byggja upp stuðningskerfisem þjónar körlum af virðingu og raunverulegri þekkingu á lífi þeirra. Gangi ykkur vel, ég hef fulla trú á ykkur! Höfundur er framhaldsskólakennari
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun