Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. desember 2025 08:02 Hvorki Hagstofan, ráðuneytið né sveitarfélög safna upplýsingum um íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks samkvæmt svari mennta- og barnamálaráðherra. Vísir/Rakel Ósk Ekki liggja fyrir upplýsingar um móðurmál þess starfsfólk sem sinnir uppeldi og menntun barna í leikskólum á Íslandi. Hins vegar er allt að þriðjungur starfsfólks sem sinnir umræddum leikskólastörfum innflytjendur í þeim sveitarfélögum þar sem hlutfallið er hvað hæst. Hlutfall innflytjenda segir þó ekkert til um íslenskukunnáttu starfsfólksins enda liggja þær upplýsingar ekki fyrir að því er fram kemur í svari mennta- og barnamálaráðherra við fyrirspurn þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Jón Pétur Zimsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins beindi fyrirspurn til Guðmundar Inga Kristinssonar, mennta- og barnamálaráðherra, þar sem kallað var eftir svörum við því hve margir starfsmenn leikskóla sem vinna með börnum séu ekki með íslensku sem móðurmál, og hve margir uppfylla ekki viðmið í íslenskufærni samkvæmt samevrópska tungumálarammanum. Innflytjendur hlutfallslega flestir meðal leikskólastarfsfólks í Reykjavík Samkvæmt svari ráðherrans liggur hvorugt fyrir. Hagstofan safni upplýsingum um bakgrunn starfsfólks eftir sex flokkum sem miðast við hvort fólk hafi erlendan bakgrunn. Ráðuneytið hafi í fyrra óskað eftir upplýsingum frá Hagstofunni um fjölda leikskólastarfsfólks sem sinnir uppeldi og menntun og eru innflytjendur og bendi gögnin til þess að árið 2023 hafi hlutfall innflytjenda í slíkum störfum verið á bilinu 4,9% til 36,6%. Lægst var hlutfallið í Skagafirði en hæst í Reykjavík, einkum í suðurhluta borgarinnar. „Með innflytjanda er átt við einstakling fæddan erlendis og á foreldra sem báðir eru fæddir erlendis. Að einhverju leyti gefa gögnin vísbendingar um fjölda leikskólastarfsfólks með annað móðurmál en íslensku en gögnin afmarkast aðeins við framangreinda skilgreiningu á hugtakinu innflytjendur. Þannig nær umfjöllunin t.d. ekki til leikskólastarfsfólks sem er af annarri kynslóð innflytjenda eða til annarra hópa sem Hagstofa Íslands skilgreinir með erlendan bakgrunn. Þá sýna gögnin ekki hver raunveruleg færni innflytjenda er í íslensku,“ segir meðal annars í svari ráðherra. Upplýsingum um tungumálakunnáttu ekki safnað Þá segir í svarinu að hvorki Hagstofan, ráðuneytið né sveitarfélög hafi safnað upplýsingum um íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks. Hins vegar hafi ráðuneytið sent út könnun til 245 leikskólastjóra á landinu í haust þar sem meðal annars var spurt um fjölda stöðugilda sem sinna uppeldi og menntun barna sem mönnuð eru starfsfólki með íslenskukunnáttu undir stigi B1 samkvæmt samevrópska tungumálarammanum. Aðeins tveir af hverjum þremur leikskólastjórnendum svöruðu þeirri spurningu, en byggt á þeim svörum sem bárust ráðuneytinu eru um 10% leikskólastarfsfólks sem sinnir uppeldi og menntun með íslenskukunnáttu undir stigi B1. Hæst er hlutfallið 16% á Vestfjörðum að frátöldum Ísafjarðarbæ og þá í Reykjavík, Reykjanesbæ. Lægst er hlutfallið á Akranesi, Akureyri, Kópavogi og Múlaþingi og Vopnafirði. Íslensk tunga Skóla- og menntamál Sveitarstjórnarmál Innflytjendamál Börn og uppeldi Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Jón Pétur Zimsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins beindi fyrirspurn til Guðmundar Inga Kristinssonar, mennta- og barnamálaráðherra, þar sem kallað var eftir svörum við því hve margir starfsmenn leikskóla sem vinna með börnum séu ekki með íslensku sem móðurmál, og hve margir uppfylla ekki viðmið í íslenskufærni samkvæmt samevrópska tungumálarammanum. Innflytjendur hlutfallslega flestir meðal leikskólastarfsfólks í Reykjavík Samkvæmt svari ráðherrans liggur hvorugt fyrir. Hagstofan safni upplýsingum um bakgrunn starfsfólks eftir sex flokkum sem miðast við hvort fólk hafi erlendan bakgrunn. Ráðuneytið hafi í fyrra óskað eftir upplýsingum frá Hagstofunni um fjölda leikskólastarfsfólks sem sinnir uppeldi og menntun og eru innflytjendur og bendi gögnin til þess að árið 2023 hafi hlutfall innflytjenda í slíkum störfum verið á bilinu 4,9% til 36,6%. Lægst var hlutfallið í Skagafirði en hæst í Reykjavík, einkum í suðurhluta borgarinnar. „Með innflytjanda er átt við einstakling fæddan erlendis og á foreldra sem báðir eru fæddir erlendis. Að einhverju leyti gefa gögnin vísbendingar um fjölda leikskólastarfsfólks með annað móðurmál en íslensku en gögnin afmarkast aðeins við framangreinda skilgreiningu á hugtakinu innflytjendur. Þannig nær umfjöllunin t.d. ekki til leikskólastarfsfólks sem er af annarri kynslóð innflytjenda eða til annarra hópa sem Hagstofa Íslands skilgreinir með erlendan bakgrunn. Þá sýna gögnin ekki hver raunveruleg færni innflytjenda er í íslensku,“ segir meðal annars í svari ráðherra. Upplýsingum um tungumálakunnáttu ekki safnað Þá segir í svarinu að hvorki Hagstofan, ráðuneytið né sveitarfélög hafi safnað upplýsingum um íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks. Hins vegar hafi ráðuneytið sent út könnun til 245 leikskólastjóra á landinu í haust þar sem meðal annars var spurt um fjölda stöðugilda sem sinna uppeldi og menntun barna sem mönnuð eru starfsfólki með íslenskukunnáttu undir stigi B1 samkvæmt samevrópska tungumálarammanum. Aðeins tveir af hverjum þremur leikskólastjórnendum svöruðu þeirri spurningu, en byggt á þeim svörum sem bárust ráðuneytinu eru um 10% leikskólastarfsfólks sem sinnir uppeldi og menntun með íslenskukunnáttu undir stigi B1. Hæst er hlutfallið 16% á Vestfjörðum að frátöldum Ísafjarðarbæ og þá í Reykjavík, Reykjanesbæ. Lægst er hlutfallið á Akranesi, Akureyri, Kópavogi og Múlaþingi og Vopnafirði.
Íslensk tunga Skóla- og menntamál Sveitarstjórnarmál Innflytjendamál Börn og uppeldi Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira