Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Sindri Sverrisson skrifar 1. desember 2025 10:36 Igor Thiago skellti í 13 stiga frammistöðu gegn Burnley. Getty/Mike Hewitt Þátttakendur í fantasy-leik ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta þurfa líkt og leikmenn að glíma við aukið leikjaálag í desember. Næsta umferð hefst strax á morgun. Albert Þór Guðmundsson, annar stjórnenda Fantasýn hlaðvarpsins, er kominn með sitt lið á mikið flug eftir vel heppnað fríspil um helgina. Albert og Sindri Kamban skelltu sér í stúdíó eftir að þrettándu umferð lauk í gær og fóru yfir allt sem tengist fantasy-leiknum nú þegar svo stutt er í næstu umferð. Afraksturinn má heyra hér að neðan. Lokað verður fyrir breytingar klukkan 18 á morgun. Albert fór afar vel út úr umferð helgarinnar og fékk 73 stig eða meira en helmingi meira en meðaltal umferðarinnar. Hann valdi þrjá leikmenn Aston Villa, þrjá leikmenn Brentford, þrjá úr Manchester City og svo Mohamed Salah og Bruno Fernandes. Spursarinn Kevin Danso datt svo inn þegar Salah kom ekkert við sögu í sigrinum gegn West Ham. „Góðu fréttirnar eru þær að enginn í liðinu mínu í þessari viku fékk minna en þrjú stig, sem ég held að sé nú oftast jákvætt,“ sagði Albert. Fékk aukastig seint og um síðir „Hjá Brentford tók ég Collins í vörnina en þeir héldu ekki hreinu, fengu á sig klúðurslegt víti. En hann fékk defcon [e. defensive contribution, varnarframlag] og samtals fjögur stig. Schade blankaði [engin stig fyrir mark eða stoðsendingu] algjörlega. Þetta var bara skelfilegur leikur hjá honum. Gerði ekki neitt. En Thiago skilaði 13 stigum. Hjá City skilaði O‘Reilly fjórum eftir að hafa náð í stoðsendingu. Foden með fimmtán þægileg stig. Hann var vinsæll fyrir þessa umferð. Svo var Haaland kapteinn en ég fagnaði því eiginlega að hann skyldi blanka,“ sagði Albert en nokkuð var um að Erling Haaland væri valinn sem þrefaldur fyrirliði í þessari umferð. „Salah bara kom ekki inná svo ég fékk Danso inn af bekknum. Það leit út fyrir að verða eitt stig þangað til eftir umferðina þegar þeir endurreiknuðu framlagið hans og hann fékk tvö aukastig,“ sagði Albert. „Þannig að þú fékkst jólabónusinn snemma í ár,“ skaut Sindri inn í. „Já, það má segja það. Þessi umferð henti mér úr 475.000 í heiminum upp í 113.000. Á tveimur vikum er ég kominn úr 975.000 í 113.000. Skjótt skipast veður í lofti, rétt fyrir jól, svo ég er bara í góðum gír,“ sagði Albert en þáttinn má heyra hér að ofan. Hægt er að hlusta á alla þætti Fantasýn með því að smella hér. Hægt er að skrá sig í draumadeildarleik ensku úrvalsdeildarinnar með því að smella hér. Enski boltinn Fantasýn Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Fleiri fréttir Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjá meira
Albert og Sindri Kamban skelltu sér í stúdíó eftir að þrettándu umferð lauk í gær og fóru yfir allt sem tengist fantasy-leiknum nú þegar svo stutt er í næstu umferð. Afraksturinn má heyra hér að neðan. Lokað verður fyrir breytingar klukkan 18 á morgun. Albert fór afar vel út úr umferð helgarinnar og fékk 73 stig eða meira en helmingi meira en meðaltal umferðarinnar. Hann valdi þrjá leikmenn Aston Villa, þrjá leikmenn Brentford, þrjá úr Manchester City og svo Mohamed Salah og Bruno Fernandes. Spursarinn Kevin Danso datt svo inn þegar Salah kom ekkert við sögu í sigrinum gegn West Ham. „Góðu fréttirnar eru þær að enginn í liðinu mínu í þessari viku fékk minna en þrjú stig, sem ég held að sé nú oftast jákvætt,“ sagði Albert. Fékk aukastig seint og um síðir „Hjá Brentford tók ég Collins í vörnina en þeir héldu ekki hreinu, fengu á sig klúðurslegt víti. En hann fékk defcon [e. defensive contribution, varnarframlag] og samtals fjögur stig. Schade blankaði [engin stig fyrir mark eða stoðsendingu] algjörlega. Þetta var bara skelfilegur leikur hjá honum. Gerði ekki neitt. En Thiago skilaði 13 stigum. Hjá City skilaði O‘Reilly fjórum eftir að hafa náð í stoðsendingu. Foden með fimmtán þægileg stig. Hann var vinsæll fyrir þessa umferð. Svo var Haaland kapteinn en ég fagnaði því eiginlega að hann skyldi blanka,“ sagði Albert en nokkuð var um að Erling Haaland væri valinn sem þrefaldur fyrirliði í þessari umferð. „Salah bara kom ekki inná svo ég fékk Danso inn af bekknum. Það leit út fyrir að verða eitt stig þangað til eftir umferðina þegar þeir endurreiknuðu framlagið hans og hann fékk tvö aukastig,“ sagði Albert. „Þannig að þú fékkst jólabónusinn snemma í ár,“ skaut Sindri inn í. „Já, það má segja það. Þessi umferð henti mér úr 475.000 í heiminum upp í 113.000. Á tveimur vikum er ég kominn úr 975.000 í 113.000. Skjótt skipast veður í lofti, rétt fyrir jól, svo ég er bara í góðum gír,“ sagði Albert en þáttinn má heyra hér að ofan. Hægt er að hlusta á alla þætti Fantasýn með því að smella hér. Hægt er að skrá sig í draumadeildarleik ensku úrvalsdeildarinnar með því að smella hér.
Enski boltinn Fantasýn Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Fleiri fréttir Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjá meira