Jordan reynir að troða á stjórnendum sports „sveitalubba“ Kjartan Kjartansson skrifar 1. desember 2025 12:28 Michael Jordan situr einbeittur á þjónustusvæðinu í NASCAR-kappakstri í Talladega í Alabama í október í fyrra. Hann er einn eigenda keppnisliðsins 23XI Racing. AP/Butch Dill Dómsmál NASCAR-liðs körfuboltagoðsagnarinnar Michaels Jordan gegn skipuleggjanda kappakstursraðarinnar hefst fyrir alríkisdómstól í dag. Lyktir málsins gætu gerbreytt íþróttinni. Málaferlin hafa grafið upp ýmis vandræðaleg ummæli málsaðila um hver annan og aðdáendur íþróttarinnar á bak við luktar dyr. Jordan er eigandi liðsins 23XI Racing sem keppir í NASCAR, vinsælustu akstursíþrótt í Bandaríkjunum. Hann og fleiri saka NASCAR um einokunartilburði í tengslum við svokallaða stofnskrá sem skipuleggjendur komu á fyrir tæpum áratug. Fyrirkomulagið þýðir að með því að kaupa sig inn í stofnskrá NASCAR fá lið sérleyfi sem tryggir þeim þátttöku í öllum 38 kappökstrum ársins. Í staðinn fá þau hlutdeild í tekjum og áhrif á stjórn mótaraðarinnar. Endurnýja þarf sérleyfin og NASCAR getur afturkallað þau. Harðvítugar deilur hafa geisað á milli liðs Jordan og NASCAR um endurnýjun á stofnskránni. Jordan og félagar kröfðust hagstæðari kjara en þegar NASCAR neitaði að láta undan neituðu þeir og eitt annað lið að skrifa undir. Í kjölfarið stefndu liðin tvö NASCAR á grundvelli samkeppnissjónarmiða. Í millitíðinni hafa 23XI og Front Row Motorsports, hitt liðið sem neitaði að skrifa undir, þurft að vinna sér sæti í hverri keppni í tímatökum. Lið Jordan hefur enn ekki misst af keppni en það segist hafa orðið af milljónum dollara í tekjur vegna þess að það stendur fyrir utan stofnskrána. Gæti gerbreytt íþróttinni Málið gæti haft gríðarlega afleiðingar fyrir NASCAR. Fyrir utan að þurfa að greiða Jordan og félögum beinharða peninga í bætur gæti dómari skikkað France-fjölskylduna sem á og stofnaði hana á sínum tíma til þess að selja hana, leysa upp stofnskrárfyrirkomulagið eða gera sérleyfin varanleg. Þá er mögulegt að NASCAR yrði þvingað til þess að selja kappastursbrautir sem keppt er á en mótaröðin á margar þeirra sjálf, að því er kemur fram í frétt AP-fréttastofunnar. Bubba Wallace, ökumaður 23XI Racing, þeysist út af þjónustusvæðinu í Phoenix í lokakeppni NASCAR í byrjun nóvember.Vísir/Getty Tapi Jordan er hins vegar talið ólíklegt að lið hans haldi áfram eftir næsta ár. Sex sérleyfi sem NASCAR hefur þurft að halda til hliðar gætu þá verið seld hæstbjóðanda. Síðast seldist slíkt leyfi á hátt í sjö milljarða íslenskra króna. Sagðist tapa meira í spilavíti en hann greiddi einum ökumanna sinna Þótt málið sé fyrst nú að koma til beinna kasta dómstóla hefur rekstur þess reynst öllum aðilum þungbært. Hvor aðila á kröfu um gögn frá hinum í tengslum við málsóknina og þau hafa falið í sér ýmislegt vandræðalegt. Þannig voru aðdáendur NASCAR kallaðir ólæsir í samskiptum stjórnenda mótaraðarinnar. Steve Phelps, framkvæmdastjóri NASCAR, kallaði jafnframt einn liðseiganda „heimskan sveitalubba“. Stjórnendur töluðu einnig um að það þyrfti að „hýða“ eigandann. Denny Hamlin, meðeigandi Jordan að 23XI Racing. Hann missti naumlega af því að vera krýndur meistari í lokakappakstrinum í Phoenix fyrr í þessum mánuði. Sérvitringslegar reglur NASCAR komu í veg fyrir að hann tryggði sér auðveldan sigur.AP/RIck Scuteri Forseti 23XI Racing sagði svo í tölvupósti að Jim France, stjórnarformaður NASCAR, þyrfti að „deyja“ svo að liðið gæti samið um hagstæðari kjör á sérleyfinu. Jordan sjálfur grínaðist með það að hann tapaði meira fé í spilavítum en hann greiddi einum ökumanna sinna í laun. Akstursíþróttir Körfubolti Bandaríkin Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Enski boltinn Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Fleiri fréttir Orðið fyrir fordómum allan ferilinn Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Venus verður sú elsta í sögunni og Serena gæti snúið aftur Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Metár fyrir danskt íþróttafólk Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Luke Littler reykspólaði yfir Pólverjann og inn í undanúrslitin „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Skotinn fljúgandi endaði öskubuskuævintýri Hood Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Sjá meira
Jordan er eigandi liðsins 23XI Racing sem keppir í NASCAR, vinsælustu akstursíþrótt í Bandaríkjunum. Hann og fleiri saka NASCAR um einokunartilburði í tengslum við svokallaða stofnskrá sem skipuleggjendur komu á fyrir tæpum áratug. Fyrirkomulagið þýðir að með því að kaupa sig inn í stofnskrá NASCAR fá lið sérleyfi sem tryggir þeim þátttöku í öllum 38 kappökstrum ársins. Í staðinn fá þau hlutdeild í tekjum og áhrif á stjórn mótaraðarinnar. Endurnýja þarf sérleyfin og NASCAR getur afturkallað þau. Harðvítugar deilur hafa geisað á milli liðs Jordan og NASCAR um endurnýjun á stofnskránni. Jordan og félagar kröfðust hagstæðari kjara en þegar NASCAR neitaði að láta undan neituðu þeir og eitt annað lið að skrifa undir. Í kjölfarið stefndu liðin tvö NASCAR á grundvelli samkeppnissjónarmiða. Í millitíðinni hafa 23XI og Front Row Motorsports, hitt liðið sem neitaði að skrifa undir, þurft að vinna sér sæti í hverri keppni í tímatökum. Lið Jordan hefur enn ekki misst af keppni en það segist hafa orðið af milljónum dollara í tekjur vegna þess að það stendur fyrir utan stofnskrána. Gæti gerbreytt íþróttinni Málið gæti haft gríðarlega afleiðingar fyrir NASCAR. Fyrir utan að þurfa að greiða Jordan og félögum beinharða peninga í bætur gæti dómari skikkað France-fjölskylduna sem á og stofnaði hana á sínum tíma til þess að selja hana, leysa upp stofnskrárfyrirkomulagið eða gera sérleyfin varanleg. Þá er mögulegt að NASCAR yrði þvingað til þess að selja kappastursbrautir sem keppt er á en mótaröðin á margar þeirra sjálf, að því er kemur fram í frétt AP-fréttastofunnar. Bubba Wallace, ökumaður 23XI Racing, þeysist út af þjónustusvæðinu í Phoenix í lokakeppni NASCAR í byrjun nóvember.Vísir/Getty Tapi Jordan er hins vegar talið ólíklegt að lið hans haldi áfram eftir næsta ár. Sex sérleyfi sem NASCAR hefur þurft að halda til hliðar gætu þá verið seld hæstbjóðanda. Síðast seldist slíkt leyfi á hátt í sjö milljarða íslenskra króna. Sagðist tapa meira í spilavíti en hann greiddi einum ökumanna sinna Þótt málið sé fyrst nú að koma til beinna kasta dómstóla hefur rekstur þess reynst öllum aðilum þungbært. Hvor aðila á kröfu um gögn frá hinum í tengslum við málsóknina og þau hafa falið í sér ýmislegt vandræðalegt. Þannig voru aðdáendur NASCAR kallaðir ólæsir í samskiptum stjórnenda mótaraðarinnar. Steve Phelps, framkvæmdastjóri NASCAR, kallaði jafnframt einn liðseiganda „heimskan sveitalubba“. Stjórnendur töluðu einnig um að það þyrfti að „hýða“ eigandann. Denny Hamlin, meðeigandi Jordan að 23XI Racing. Hann missti naumlega af því að vera krýndur meistari í lokakappakstrinum í Phoenix fyrr í þessum mánuði. Sérvitringslegar reglur NASCAR komu í veg fyrir að hann tryggði sér auðveldan sigur.AP/RIck Scuteri Forseti 23XI Racing sagði svo í tölvupósti að Jim France, stjórnarformaður NASCAR, þyrfti að „deyja“ svo að liðið gæti samið um hagstæðari kjör á sérleyfinu. Jordan sjálfur grínaðist með það að hann tapaði meira fé í spilavítum en hann greiddi einum ökumanna sinna í laun.
Akstursíþróttir Körfubolti Bandaríkin Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Enski boltinn Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Fleiri fréttir Orðið fyrir fordómum allan ferilinn Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Venus verður sú elsta í sögunni og Serena gæti snúið aftur Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Metár fyrir danskt íþróttafólk Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Luke Littler reykspólaði yfir Pólverjann og inn í undanúrslitin „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Skotinn fljúgandi endaði öskubuskuævintýri Hood Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Sjá meira