Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. desember 2025 13:41 Fjárlaganefnd í heimsókn á Nýja-Landspítalanum fyrr á árinu. NLSH.is Páll Magnússon, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður fjárlaganefndar til fimm ára, sér ekki tilganginn með fyrirhugaðri ferð fjárlaganefndar Alþingis til Frakklands og Ítalíu í janúar. Allir nefndarmenn samþykktu ferðalagið. Tillaga um utanlandsferð nefndarinnar í janúar var tekin fyrir á fundi hennar þann 5. nóvember. Morgunblaðið vísar í fundargerð nefndarinnar í mola í blaði dagsins sem vakið hefur nokkra athygli. „Samþykkt var af öllum viðstöddum nefndarmönnum að nefndin færi í fræðsluferð til höfuðstöðva OECD í París og efri deildar ítalska þingsins í Róm í janúar á næsta ári. Samþykkt var að kalla ekki inn varamenn í fjarveru fjárlaganefndarinnar,“ segir í fundargerðinni. París og Róm Frekari upplýsingar koma ekki fram í fundargerðinni um ferðina en þess getið að minnisblað hafi verið lagt fram með frekari upplýsingum. OECD er sem kunnugt er Efnahags- og framfarastofnun Evrópu en höfuðstöðvar hennar eru í París í Frakklandi. OECD er alþjóðastofnun 36 þróaðra ríkja sem ber saman stefnumótun stjórnvalda í aðildarríkjunum, greina sameiginleg vandamál og leita lausna. Ítalska þingið er með aðsetur í höfuðborginni Róm. Allir sammála Páll klórar sér í kollinum yfir ferðinni í stuttri Facebook-færslu sem ber yfirskriftina „gagn eða gaman?“. „Ég sat í fjárlaganefnd í fimm ár og á þeim tíma hafði enginn nefndarmaður hugmyndaflug til að leggja fram tillögu um svona ferð. Enda afar erfitt að koma auga á tilganginn. Ég hefði haft gaman af að vera á þeim fundi þegar nefndin sannfærði sjálfa sig um að það væri gagnlegt - hvað þá nauðsynlegt - að nota almannafé í þessa ferð,“ segir Páll. Hlutverk nefndarinnar er að fjalla um fjármál ríkisins, fjárveitingar, eignir ríkisins, lánsheimildir og ríkisábyrgðir og lífeyrisskuldbindingar ríkissjóðs auk þess að sinna eftirliti með framkvæmd fjárlaga. „Af öllum nefndum Alþingis ætti einmitt fjárlaganefnd að sýna betra fordæmi en þetta,“ segir Páll. Fleiri velta ferðinni fyrir sér. Þeirra á meðal Árni Snævarr, upplýsingafulltrúi hjá Sameinuðu þjóðunum og fyrrverandi fréttamaður. „Fjárlaganefnd gæti fræðst mikið um hvernig hægt er að auka fjárlagahallann umtalsvert með því að heimsækja franska þingið. Vonbrigði að þeir skuli heimsækja allar þessar efri deildir ítalska þingsins í stað hins franska.“ Þórhallur Gunnarsson fjölmiðlamaður gerir grín að ferðinni. „Það er svo mikil eining og þverpólitísk samstaða um þetta mál að maður sér hvergi neitt um þetta fjallað... Svona geta utanlandsferðir sameinað fólk sem alla jafna getur ekki komið sér saman um neitt..“ Fréttastofa hefur leitað til Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns nefndarinnar, og óskað eftir viðbrögðum og upplýsingum um ferðina. Önnur umræða um fjárlög fyrir næsta ár stendur yfir. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi hans í fjárlaganefnd, gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Fjárlaganefnd er þannig skipuð: Ragnar Þór Ingólfsson formaður, Flokkur fólksins Dagur B. Eggertsson 1. varaformaður, Samfylkingin Stefán Vagn Stefánsson 2. varaformaður, Framsóknarflokkur Arna Lára Jónsdóttir, Samfylkingin Eiríkur Björn Björgvinsson, Viðreisn Guðlaugur Þór Þórðarson, Sjálfstæðisflokkur Ingvar Þóroddsson, Viðreisn Karl Gauti Hjaltason, Miðflokkurinn Njáll Trausti Friðbertsson, Sjálfstæðisflokkur Alþingi Rekstur hins opinbera Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Tillaga um utanlandsferð nefndarinnar í janúar var tekin fyrir á fundi hennar þann 5. nóvember. Morgunblaðið vísar í fundargerð nefndarinnar í mola í blaði dagsins sem vakið hefur nokkra athygli. „Samþykkt var af öllum viðstöddum nefndarmönnum að nefndin færi í fræðsluferð til höfuðstöðva OECD í París og efri deildar ítalska þingsins í Róm í janúar á næsta ári. Samþykkt var að kalla ekki inn varamenn í fjarveru fjárlaganefndarinnar,“ segir í fundargerðinni. París og Róm Frekari upplýsingar koma ekki fram í fundargerðinni um ferðina en þess getið að minnisblað hafi verið lagt fram með frekari upplýsingum. OECD er sem kunnugt er Efnahags- og framfarastofnun Evrópu en höfuðstöðvar hennar eru í París í Frakklandi. OECD er alþjóðastofnun 36 þróaðra ríkja sem ber saman stefnumótun stjórnvalda í aðildarríkjunum, greina sameiginleg vandamál og leita lausna. Ítalska þingið er með aðsetur í höfuðborginni Róm. Allir sammála Páll klórar sér í kollinum yfir ferðinni í stuttri Facebook-færslu sem ber yfirskriftina „gagn eða gaman?“. „Ég sat í fjárlaganefnd í fimm ár og á þeim tíma hafði enginn nefndarmaður hugmyndaflug til að leggja fram tillögu um svona ferð. Enda afar erfitt að koma auga á tilganginn. Ég hefði haft gaman af að vera á þeim fundi þegar nefndin sannfærði sjálfa sig um að það væri gagnlegt - hvað þá nauðsynlegt - að nota almannafé í þessa ferð,“ segir Páll. Hlutverk nefndarinnar er að fjalla um fjármál ríkisins, fjárveitingar, eignir ríkisins, lánsheimildir og ríkisábyrgðir og lífeyrisskuldbindingar ríkissjóðs auk þess að sinna eftirliti með framkvæmd fjárlaga. „Af öllum nefndum Alþingis ætti einmitt fjárlaganefnd að sýna betra fordæmi en þetta,“ segir Páll. Fleiri velta ferðinni fyrir sér. Þeirra á meðal Árni Snævarr, upplýsingafulltrúi hjá Sameinuðu þjóðunum og fyrrverandi fréttamaður. „Fjárlaganefnd gæti fræðst mikið um hvernig hægt er að auka fjárlagahallann umtalsvert með því að heimsækja franska þingið. Vonbrigði að þeir skuli heimsækja allar þessar efri deildir ítalska þingsins í stað hins franska.“ Þórhallur Gunnarsson fjölmiðlamaður gerir grín að ferðinni. „Það er svo mikil eining og þverpólitísk samstaða um þetta mál að maður sér hvergi neitt um þetta fjallað... Svona geta utanlandsferðir sameinað fólk sem alla jafna getur ekki komið sér saman um neitt..“ Fréttastofa hefur leitað til Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns nefndarinnar, og óskað eftir viðbrögðum og upplýsingum um ferðina. Önnur umræða um fjárlög fyrir næsta ár stendur yfir. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi hans í fjárlaganefnd, gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Fjárlaganefnd er þannig skipuð: Ragnar Þór Ingólfsson formaður, Flokkur fólksins Dagur B. Eggertsson 1. varaformaður, Samfylkingin Stefán Vagn Stefánsson 2. varaformaður, Framsóknarflokkur Arna Lára Jónsdóttir, Samfylkingin Eiríkur Björn Björgvinsson, Viðreisn Guðlaugur Þór Þórðarson, Sjálfstæðisflokkur Ingvar Þóroddsson, Viðreisn Karl Gauti Hjaltason, Miðflokkurinn Njáll Trausti Friðbertsson, Sjálfstæðisflokkur
Alþingi Rekstur hins opinbera Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira