Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar 2. desember 2025 17:31 „Vinnumarkaðurinn er að ganga í gegnum miklar breytingar og við höfum ekki efni á framtíð þar sem einn af hverjum fimm fullorðnum er útilokaður einfaldlega vegna þess að vinnustaðir eru ekki hannaðir fyrir fjölbreyttar þarfir,“ segir í ályktun norrænu lesblindusamtakanna en árlegur fundur þeirra var haldinn í Helsinki í Finnlandi fyrir skömmu. Undir þetta rituðu fulltrúar lesblindufélaga Finnlands, Svíþjóðar, Noregs, Íslands og Færeyja en ég sat fundinn fyrir hönd Félags lesblindra á Íslandi. Alþjóðlegt starf er samtökum eins og okkar mikilvægt og erlendis verður maður var við vitundarvakningu þegar kemur að lesblindum og aðstæðum þeirra. Á Norðurlöndunum upplifir um það bil einn af hverjum fimm fullorðnum námsörðugleika eins og lesblindu (dyslexia), reikniröskun (dyscalculia) eða áskoranir sem tengjast athygli, minni eða öðrum hugrænum ferlum. Þessir erfiðleikar hverfa ekki eftir að skólagöngu lýkur. Þeir hafa áhrif á daglegt líf fjölda fólks og hvernig því gengur í samfélaginu. Samt sem áður halda margir fullorðnir áfram án fullnægjandi viðurkenningar eða stuðnings, oft með óþarfa streitu og kvíða. Mikið af þessu mætti koma í veg fyrir þegar ólíkar námsþarfir eru viðurkenndar snemma og opinskátt. Vinnustaður framtíðarinnar Fundurinn í Helsinki var mjög gagnlegur og mikil umræða var um það hvernig vinnustaður framtíðarinnar ætti að líta út með tilliti til þeirra sem eiga við lestrarörðugleika að stríða. Vinnustaður sem viðurkennir að námsörðugleikar eru eðlilegur hluti af fjölbreytileika mannsins ætti að vera fyrirmynd annarra. Hann viðurkennir að fullorðnir vinni úr upplýsingum, eiga samskipti og læri á einstaklingsbundinn hátt. Vinnustaður sem er vinsamlegur þeim sem eru með námsörðugleika krefst ekki flókinna gátlista eða íþyngjandi ferla. Þess í stað byggir hann á einfaldri meginreglu: Þegar allir skilja upplýsingar í raun verður vinnan öruggari, greiðari og jafnari. Í ályktun fundarins í Helsinki segir að vinnustaðir geti stutt þetta með því að tryggja að innri samskipti og nauðsynlegar leiðbeiningar, þar á meðal innleiðingarefni, öryggisleiðbeiningar og verklagsreglur, séu aðgengilegar öllum. „Skýrt tungumál og vel uppbyggðar upplýsingar hjálpa starfsmönnum að skilja hvað skiptir máli. Það er einnig gagnlegt að bjóða upp á möguleikann á að hlusta á efni, til dæmis með texta-í-tal lausnum. Hugulsöm samskipti gagnast öllum, ekki aðeins þeim sem eiga við námsörðugleika að stríða,“ segir í ályktuninni. Styrkir vinnustaðamenningu Þar er einnig bent á að það að viðurkenna námsmun styrki einnig vinnustaðamenningu. Þegar starfsmenn finna að fjölbreytt vinnubrögð eru viðurkennd eykst öryggistilfinningin. Öryggi myndar grunninn að sköpunargáfu, lausn vandamála og nýsköpun. Þetta gæti virkað augljóst en það er nauðsynlegt að segja það. Nú má spyrja af hverju þurfi að vekja athygli á þessu máli núna? Jú, vinnulífið er að ganga í gegnum eina mikilvægustu breytingu sína í áratugi. Stafræn umbreyting, sjálfvirkni, flóknar kröfur um skjölun og þörfin fyrir stöðuga endurmenntun setja vaxandi kröfur á alla starfsmenn. Í þessu umhverfi geta óþekktir námsörðugleikar orðið falin hindrun - hindrun sem hefur áhrif á atvinnu, vellíðan og jafnrétti. Á sama tíma er ólík nálgun þegar kemur að námi mikilvæg uppspretta hæfileika og sköpunar. Margir fullorðnir sem glímdu við námsörðugleika skara fram úr í heildrænni hugsun, mynsturgreiningu, sjónrænni rökhugsun, hagnýtri lausn vandamála og nýsköpun sem fer utan ramma hinnar hefðbundnu hugsunar. Ótrúlega margir frumkvöðlar hafa glímt við lesblindu. Þessir styrkleikar eru sífellt verðmætari á nútímavinnustöðum. Til að nýta sér möguleika allra verða vinnustaðir framtíðarinnar að vera skipulagðir þannig að allir geti tekið þátt á jafnréttisforsendum. Höfundur er formaður Félags lesblindra á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur S. Johnsen Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
„Vinnumarkaðurinn er að ganga í gegnum miklar breytingar og við höfum ekki efni á framtíð þar sem einn af hverjum fimm fullorðnum er útilokaður einfaldlega vegna þess að vinnustaðir eru ekki hannaðir fyrir fjölbreyttar þarfir,“ segir í ályktun norrænu lesblindusamtakanna en árlegur fundur þeirra var haldinn í Helsinki í Finnlandi fyrir skömmu. Undir þetta rituðu fulltrúar lesblindufélaga Finnlands, Svíþjóðar, Noregs, Íslands og Færeyja en ég sat fundinn fyrir hönd Félags lesblindra á Íslandi. Alþjóðlegt starf er samtökum eins og okkar mikilvægt og erlendis verður maður var við vitundarvakningu þegar kemur að lesblindum og aðstæðum þeirra. Á Norðurlöndunum upplifir um það bil einn af hverjum fimm fullorðnum námsörðugleika eins og lesblindu (dyslexia), reikniröskun (dyscalculia) eða áskoranir sem tengjast athygli, minni eða öðrum hugrænum ferlum. Þessir erfiðleikar hverfa ekki eftir að skólagöngu lýkur. Þeir hafa áhrif á daglegt líf fjölda fólks og hvernig því gengur í samfélaginu. Samt sem áður halda margir fullorðnir áfram án fullnægjandi viðurkenningar eða stuðnings, oft með óþarfa streitu og kvíða. Mikið af þessu mætti koma í veg fyrir þegar ólíkar námsþarfir eru viðurkenndar snemma og opinskátt. Vinnustaður framtíðarinnar Fundurinn í Helsinki var mjög gagnlegur og mikil umræða var um það hvernig vinnustaður framtíðarinnar ætti að líta út með tilliti til þeirra sem eiga við lestrarörðugleika að stríða. Vinnustaður sem viðurkennir að námsörðugleikar eru eðlilegur hluti af fjölbreytileika mannsins ætti að vera fyrirmynd annarra. Hann viðurkennir að fullorðnir vinni úr upplýsingum, eiga samskipti og læri á einstaklingsbundinn hátt. Vinnustaður sem er vinsamlegur þeim sem eru með námsörðugleika krefst ekki flókinna gátlista eða íþyngjandi ferla. Þess í stað byggir hann á einfaldri meginreglu: Þegar allir skilja upplýsingar í raun verður vinnan öruggari, greiðari og jafnari. Í ályktun fundarins í Helsinki segir að vinnustaðir geti stutt þetta með því að tryggja að innri samskipti og nauðsynlegar leiðbeiningar, þar á meðal innleiðingarefni, öryggisleiðbeiningar og verklagsreglur, séu aðgengilegar öllum. „Skýrt tungumál og vel uppbyggðar upplýsingar hjálpa starfsmönnum að skilja hvað skiptir máli. Það er einnig gagnlegt að bjóða upp á möguleikann á að hlusta á efni, til dæmis með texta-í-tal lausnum. Hugulsöm samskipti gagnast öllum, ekki aðeins þeim sem eiga við námsörðugleika að stríða,“ segir í ályktuninni. Styrkir vinnustaðamenningu Þar er einnig bent á að það að viðurkenna námsmun styrki einnig vinnustaðamenningu. Þegar starfsmenn finna að fjölbreytt vinnubrögð eru viðurkennd eykst öryggistilfinningin. Öryggi myndar grunninn að sköpunargáfu, lausn vandamála og nýsköpun. Þetta gæti virkað augljóst en það er nauðsynlegt að segja það. Nú má spyrja af hverju þurfi að vekja athygli á þessu máli núna? Jú, vinnulífið er að ganga í gegnum eina mikilvægustu breytingu sína í áratugi. Stafræn umbreyting, sjálfvirkni, flóknar kröfur um skjölun og þörfin fyrir stöðuga endurmenntun setja vaxandi kröfur á alla starfsmenn. Í þessu umhverfi geta óþekktir námsörðugleikar orðið falin hindrun - hindrun sem hefur áhrif á atvinnu, vellíðan og jafnrétti. Á sama tíma er ólík nálgun þegar kemur að námi mikilvæg uppspretta hæfileika og sköpunar. Margir fullorðnir sem glímdu við námsörðugleika skara fram úr í heildrænni hugsun, mynsturgreiningu, sjónrænni rökhugsun, hagnýtri lausn vandamála og nýsköpun sem fer utan ramma hinnar hefðbundnu hugsunar. Ótrúlega margir frumkvöðlar hafa glímt við lesblindu. Þessir styrkleikar eru sífellt verðmætari á nútímavinnustöðum. Til að nýta sér möguleika allra verða vinnustaðir framtíðarinnar að vera skipulagðir þannig að allir geti tekið þátt á jafnréttisforsendum. Höfundur er formaður Félags lesblindra á Íslandi.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun