Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar 5. desember 2025 08:30 Niðurstöður NORMO-rannsóknarinnará mataræði, hreyfingu og líkamsþyngd, sem kynnt var í vikunni, staðfesta að hlutfall íslenskra barna í ofþyngd eða offitu fer vaxandi og er hæst á Norðurlöndunum. Orsakir vandans eru fjölmargar – meðal annars breytingar á næringarumhverfi barna, aukin markaðssetning óhollra matvæla og breytt lífsstílsmynstur í samfélaginu. Í ljósi þess að ofþyngd og offita tengjast auknum líkum á krabbameinum hafa Samtök norrænu krabbameinsfélaganna sett fram ráðleggingar til stjórnvalda um aðgerðir til að vinna gegn ofþyngd og offitu barna. Ráðleggingarnar byggja á víðtækri yfirferð vísindarannsókna og samhliða könnuðu krabbameinsfélögin viðhorf almennings í hverju landi fyrir sig til stjórnvaldsaðgerða gegn offitu barna. Könnunin, sem Gallup framkvæmdi fyrir Krabbameinsfélagið, var lögð fyrir vorið 2024 og náði til 1000 þátttakenda sem endurspegla samsetningu þjóðarinnar.Eftir því sem best er vitað er þetta í fyrsta skipti sem fólk hérlendis er spurt kerfisbundið út í afstöðu sína til slíkra stjórnvaldsaðgerða. ·Helmingur er hlynntur hækkun skatts á óhollan matÞegar litið er til spurninga um efnahagslegar aðgerðir sést að mikill meirihluti (92%) styður tillögu um lækkun virðisaukaskatts á hollum mat auk þess sem helmingur styður aukna skattlagningu á óhollan mat og sykraða drykki. ·Rúmur helmingur hlynntur hertari lögum gegn markaðssetningu til barnaRúmur helmingur (60%) styður að lög séu hert til að vinna gegn hvers kyns markaðssetningu á óhollum mat og drykkjum til barna, meðal annars að bannað sé að auglýsa utandyra, t.d. á strætóskýlum og auglýsingaskiltum. ·Langflestir hlynntir sýnilegri merkingum um hollustuLangflestir (88%) styðja að skylt verði að hafa næringarupplýsingar framan á forpökkuðum matvælum og drykkjum til að auðvelda fólki að velja hollari kosti. ·Skólarnir hafa hlutverki að gegnaYfirgnæfandi meirihluti (u.þ.b. 90%) er hlynntur aukinni hreyfingu í skólum, að börnum standi til boða ókeypis, hollar máltíðir á öllum skólastigum og ókeypis grænmeti og ávexti alla daga . Enn fleiri, 96%, styðja að fræðsla um heilsusamlegar matarvenjur og hreyfingu sé hluti af grunnskólanámi. ·Óhollar mat- og drykkjarvörur íverslunumRúmlega 6 af hverjum 10 segjast hlynnt því að hömlur séu á hvar óhollar mat- og drykkjarvörur megi vera í matvörubúðum. Rúmlega þriðjungur styður bann við tilboðum á óhollum mat- og drykkjarvörum í verslunum. ·Skipulag nærumhverfis skiptir máliLangflestir (89%) vilja að bæjarfélög séu skipulögð og vegir hannaðir þannig að auðveldara sé að ganga og hjóla, 95% vilja að umhverfið (t.d. leikvellir, byggingar, skólar) sé bætt til að auka möguleika barna til að hreyfa sig og leika sér. Rúmur helmingur styður bann við óhollum mat- og drykkjarvörum í opinberum stofnunum (t.d. sjálfsölum í skólum, sundstöðum og íþróttahúsum). Almenningur telur ábyrgðina liggja víða Fólk var líka spurt út í hver það telji að beri ábyrgð á að fyrirbyggja ofþyngd og offitu barna. Töldu 90% að ábyrgð liggi hjá fjölskyldum barna og 73% segja ábyrgð hvíla á matvælaiðnaðinum, 59% á stjórnvöldum, 57% hjá matvöruverslunum en 21% hjá börnunum sjálfum. Aðgerðir fyrir börnin og næstu kynslóðir Ljóst er af ofangreindu að almenningur hér á landi styður stjórnvaldsaðgerðir til að draga úr ofþyngd og offitu barna. Við hjá Krabbameinsfélaginu hvetjum stjórnvöld til þess að hika ekki, heldur grípa tafarlaust til aðgerða. Framtíðarsýn stjórnvalda um að landsmenn skuli eiga kost á bestu mögulegu heilsu rætist ekki nema árangur náist á þessu sviði. Við viljum það besta fyrir börnin okkar. Sitjum ekki aðgerðarlaus þegar við getum látið verkin tala, lífið liggur við. Nánari upplýsingar um könnunina og verkefnið í heild sinni má finna hér. Höfundur er sérfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Niðurstöður NORMO-rannsóknarinnará mataræði, hreyfingu og líkamsþyngd, sem kynnt var í vikunni, staðfesta að hlutfall íslenskra barna í ofþyngd eða offitu fer vaxandi og er hæst á Norðurlöndunum. Orsakir vandans eru fjölmargar – meðal annars breytingar á næringarumhverfi barna, aukin markaðssetning óhollra matvæla og breytt lífsstílsmynstur í samfélaginu. Í ljósi þess að ofþyngd og offita tengjast auknum líkum á krabbameinum hafa Samtök norrænu krabbameinsfélaganna sett fram ráðleggingar til stjórnvalda um aðgerðir til að vinna gegn ofþyngd og offitu barna. Ráðleggingarnar byggja á víðtækri yfirferð vísindarannsókna og samhliða könnuðu krabbameinsfélögin viðhorf almennings í hverju landi fyrir sig til stjórnvaldsaðgerða gegn offitu barna. Könnunin, sem Gallup framkvæmdi fyrir Krabbameinsfélagið, var lögð fyrir vorið 2024 og náði til 1000 þátttakenda sem endurspegla samsetningu þjóðarinnar.Eftir því sem best er vitað er þetta í fyrsta skipti sem fólk hérlendis er spurt kerfisbundið út í afstöðu sína til slíkra stjórnvaldsaðgerða. ·Helmingur er hlynntur hækkun skatts á óhollan matÞegar litið er til spurninga um efnahagslegar aðgerðir sést að mikill meirihluti (92%) styður tillögu um lækkun virðisaukaskatts á hollum mat auk þess sem helmingur styður aukna skattlagningu á óhollan mat og sykraða drykki. ·Rúmur helmingur hlynntur hertari lögum gegn markaðssetningu til barnaRúmur helmingur (60%) styður að lög séu hert til að vinna gegn hvers kyns markaðssetningu á óhollum mat og drykkjum til barna, meðal annars að bannað sé að auglýsa utandyra, t.d. á strætóskýlum og auglýsingaskiltum. ·Langflestir hlynntir sýnilegri merkingum um hollustuLangflestir (88%) styðja að skylt verði að hafa næringarupplýsingar framan á forpökkuðum matvælum og drykkjum til að auðvelda fólki að velja hollari kosti. ·Skólarnir hafa hlutverki að gegnaYfirgnæfandi meirihluti (u.þ.b. 90%) er hlynntur aukinni hreyfingu í skólum, að börnum standi til boða ókeypis, hollar máltíðir á öllum skólastigum og ókeypis grænmeti og ávexti alla daga . Enn fleiri, 96%, styðja að fræðsla um heilsusamlegar matarvenjur og hreyfingu sé hluti af grunnskólanámi. ·Óhollar mat- og drykkjarvörur íverslunumRúmlega 6 af hverjum 10 segjast hlynnt því að hömlur séu á hvar óhollar mat- og drykkjarvörur megi vera í matvörubúðum. Rúmlega þriðjungur styður bann við tilboðum á óhollum mat- og drykkjarvörum í verslunum. ·Skipulag nærumhverfis skiptir máliLangflestir (89%) vilja að bæjarfélög séu skipulögð og vegir hannaðir þannig að auðveldara sé að ganga og hjóla, 95% vilja að umhverfið (t.d. leikvellir, byggingar, skólar) sé bætt til að auka möguleika barna til að hreyfa sig og leika sér. Rúmur helmingur styður bann við óhollum mat- og drykkjarvörum í opinberum stofnunum (t.d. sjálfsölum í skólum, sundstöðum og íþróttahúsum). Almenningur telur ábyrgðina liggja víða Fólk var líka spurt út í hver það telji að beri ábyrgð á að fyrirbyggja ofþyngd og offitu barna. Töldu 90% að ábyrgð liggi hjá fjölskyldum barna og 73% segja ábyrgð hvíla á matvælaiðnaðinum, 59% á stjórnvöldum, 57% hjá matvöruverslunum en 21% hjá börnunum sjálfum. Aðgerðir fyrir börnin og næstu kynslóðir Ljóst er af ofangreindu að almenningur hér á landi styður stjórnvaldsaðgerðir til að draga úr ofþyngd og offitu barna. Við hjá Krabbameinsfélaginu hvetjum stjórnvöld til þess að hika ekki, heldur grípa tafarlaust til aðgerða. Framtíðarsýn stjórnvalda um að landsmenn skuli eiga kost á bestu mögulegu heilsu rætist ekki nema árangur náist á þessu sviði. Við viljum það besta fyrir börnin okkar. Sitjum ekki aðgerðarlaus þegar við getum látið verkin tala, lífið liggur við. Nánari upplýsingar um könnunina og verkefnið í heild sinni má finna hér. Höfundur er sérfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun