Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar 5. desember 2025 07:46 Eftir 40 ára farsælt starf með ungmennum fær Ársæll Guðmundsson skólameistari Borgarholtsskóla sparkið. Hann hefur helgað líf sitt að því að bæta líf ungs fólks og hvergi slegið af á sinni starfsævi, það gera hugsjónarmenn. Forsaga málsins er sú að Inga Sæland hringir í Ársæl í miklu uppnámi í janúar út af ,,týndum“ íþróttaskóm barnabarns síns. Inga vill að starfsmenn skólans og Ársæll fari og leiti að skónum og spyr hvort starfsmenn séu eintómir letingar fyrst skórnir séu ekki fundnir ? Inga ýjar að því að hún hafi tengsl innan lögreglunnar og sé valdakona í samfélaginu vegur einnig að nemendum skólans og þjófkennir þá. Skórnir voru bara í annarri hillu en menn héldu. Á endanum viðurkennir Inga að hafa hringt í Ársæl, en hún sé hvatvís og hafi gleymt því að hún sé orðin ráðherra og því ekki passað orðfærið. Þarna héldu menn að málinu væri lokið þó að hér hafi verið um einn af þremur oddvitum ríkisstjórnarinnar að ræða. Í september kemur mennta- og barnamálaráðherra fram með hugmyndir sem leggjast illa í skólameistara og kennara framhaldsskólans. Samþykkt er einróma ályktun skólameistara að hugmyndir ráðherra séu vanhugsaðar. Þessi tvö tilvik þar sem ráðherrar ætluðu að valta yfir menn en þeir voguðu sér að ræða málin málefnalega hafa setið í Ingu og Guðmundi Inga. Við fyrsta tækifæri fékk skólameistarinn að finna fyrir reiði ráðherranna og um leið skilaboð send út til allra sem starfa undir ríkisstjórninni að menn skuli hafa sig hæga annars sé þeim að mæta. Þetta er hættulegt fyrir lýðræðið og hrein valdníðsla þegar málefnalegum embættismönnum er refsað með starfsmissi fyrir það eitt að tjá sig málefnalega. Allar eftir á skýringar halda engu vatni að hér sé unnið eftir faglegum forsendum eins og Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hélt ítrekað fram í pontu Alþingis. Umhugsunarvert er þó að Kristrún gat engu svarað um hverjar þessar faglegu forsendur eru. Fimm skólameistarar hafa fengið endurskipun á þessu ári, allir nema Ársæll. Tveir nýir skólameistarar hafa verið ráðnir og ekkert í auglýsingum um þeirra störf minnst á breyttar faglegar forsendur sem Ársæli var ekki treyst fyrir að leiða. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur hafnar einnig öllum þeim eftir á skýringum sem ráðherrar reyna að verja ríkisstjórnina með. Er það tilviljun að það er skólameistarinn með ,,týndu“ skóna og skólameistarinn sem talaði fyrir hönd hinna um vanhugsuð áform ráðherra fái einn reisupassann ? Við eigum að hylla menn eins og Ársæl, þakka þeim fyrir að voga sér að ræða málin. Nemendur Ársæls í gegnum tíðina og samstarfsmenn hans eru heppnir að hafa haft slíka fyrirmynd í stafni. Og við eigum öll að fordæma, hættulega valdníðslu og ógnarstjórn valdamanna. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Skóla- og menntamál Mál skólameistara Borgarholtsskóla Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Eftir 40 ára farsælt starf með ungmennum fær Ársæll Guðmundsson skólameistari Borgarholtsskóla sparkið. Hann hefur helgað líf sitt að því að bæta líf ungs fólks og hvergi slegið af á sinni starfsævi, það gera hugsjónarmenn. Forsaga málsins er sú að Inga Sæland hringir í Ársæl í miklu uppnámi í janúar út af ,,týndum“ íþróttaskóm barnabarns síns. Inga vill að starfsmenn skólans og Ársæll fari og leiti að skónum og spyr hvort starfsmenn séu eintómir letingar fyrst skórnir séu ekki fundnir ? Inga ýjar að því að hún hafi tengsl innan lögreglunnar og sé valdakona í samfélaginu vegur einnig að nemendum skólans og þjófkennir þá. Skórnir voru bara í annarri hillu en menn héldu. Á endanum viðurkennir Inga að hafa hringt í Ársæl, en hún sé hvatvís og hafi gleymt því að hún sé orðin ráðherra og því ekki passað orðfærið. Þarna héldu menn að málinu væri lokið þó að hér hafi verið um einn af þremur oddvitum ríkisstjórnarinnar að ræða. Í september kemur mennta- og barnamálaráðherra fram með hugmyndir sem leggjast illa í skólameistara og kennara framhaldsskólans. Samþykkt er einróma ályktun skólameistara að hugmyndir ráðherra séu vanhugsaðar. Þessi tvö tilvik þar sem ráðherrar ætluðu að valta yfir menn en þeir voguðu sér að ræða málin málefnalega hafa setið í Ingu og Guðmundi Inga. Við fyrsta tækifæri fékk skólameistarinn að finna fyrir reiði ráðherranna og um leið skilaboð send út til allra sem starfa undir ríkisstjórninni að menn skuli hafa sig hæga annars sé þeim að mæta. Þetta er hættulegt fyrir lýðræðið og hrein valdníðsla þegar málefnalegum embættismönnum er refsað með starfsmissi fyrir það eitt að tjá sig málefnalega. Allar eftir á skýringar halda engu vatni að hér sé unnið eftir faglegum forsendum eins og Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hélt ítrekað fram í pontu Alþingis. Umhugsunarvert er þó að Kristrún gat engu svarað um hverjar þessar faglegu forsendur eru. Fimm skólameistarar hafa fengið endurskipun á þessu ári, allir nema Ársæll. Tveir nýir skólameistarar hafa verið ráðnir og ekkert í auglýsingum um þeirra störf minnst á breyttar faglegar forsendur sem Ársæli var ekki treyst fyrir að leiða. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur hafnar einnig öllum þeim eftir á skýringum sem ráðherrar reyna að verja ríkisstjórnina með. Er það tilviljun að það er skólameistarinn með ,,týndu“ skóna og skólameistarinn sem talaði fyrir hönd hinna um vanhugsuð áform ráðherra fái einn reisupassann ? Við eigum að hylla menn eins og Ársæl, þakka þeim fyrir að voga sér að ræða málin. Nemendur Ársæls í gegnum tíðina og samstarfsmenn hans eru heppnir að hafa haft slíka fyrirmynd í stafni. Og við eigum öll að fordæma, hættulega valdníðslu og ógnarstjórn valdamanna. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun