„Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 6. desember 2025 07:58 Robert Örell, forsvarsmaður Transform og fyrrverandi forstöðumaður Exit í Svíþjóð. vísir/bjarni Fyrrverandi nýnasisti segir sjálfsvinnu og aukið sjálfstraust hafa bjargað sér frá vítahring haturs og öfga. Hann kynnir nú Exit átakið hér á landi sem veitir föngum aukinn stuðning að lokinni afplánun. Hann telur það geta skipt sköpum á Íslandi. Nýtt samstarfsverkefni lögreglu, fangelsismálayfirvalda, félagasamtaka og sveitarfélaga var kynnt á miðvikudag undir heitinu Exit en það veitir föngum aukinn stuðning að lokinni afplánun. Markmiðið er að fangar hverfi frá ofbeldi og afbrotum í skiptum fyrir heilbrigðara líferni Í tilefni þessa flutti félag fanga Afstaða sérfræðing í málefnum sem tengjast úrsögnum úr öfgahópum og ofbeldisfullum glæpasamtökum til landsins til að halda erindi fyrir ýmsa aðila. Hann er fyrrverandi forstöðumaður Exit í Svíþjóð og stýrði Exit í í Bandaríkjunum um tíma. „Hugmyndin er að gefa fólki annað tækifæri og hjálpa því að komast aftur inn í samfélagið að því er varðar félagslega aðlögun. Hvernig byggir maður upp nýja, jákvæða félagslega sjálfsmynd og ný félagsleg tengslanet? Einnig hvað varðar hagnýta þáttinn: Hvernig er að búa við lífsstíl glæpa og öfgahyggju og komast aftur í það horf að eiga íbúð og vera í vinnu? Brjóta niður fordóma samfélagsins. “ Robert hefur sjálfur verið endurheimtur úr heimi öfga og haturs en frá fjórtán ára aldri var hann meðlimur nýnasista. Hann segir vandræði í skóla og lítið sjálfstraust eina megin ástæðuna fyrir því að hann leiddist á þá braut. „Ég var virkur í þeim hópi í um fjögur til fimm ár. Heimsmynd hópsins sem ég tilheyrði snerist um yfirburði hvíta kynstofnsins. Við vorum á móti menningarblöndun.“ Sjálfsvinna hafi verið lykillinn að losna úr vítahring ofbeldis og haturs. „Það er frekar fyndið að þegar ég fékk gleraugun mín byrjaði ég að lesa mikið og eftir því sem ég lærði meira um hugmyndafræðina áttaði ég mig líka á því að við lifðum í raun ekki samkvæmt henni. Það var mikið um drykkju, slagsmál og afbrigðilega hegðun. Ég hætti að drekka, byrjaði að æfa og reyndi að bæta lífsstíl minn. Það stakk mjög í stúf við samtökin í heild sinni. Ég varð fyrir nokkrum vonbrigðum með vini mína og fólkið í kringum mig í hópnum. Þetta leiddi í raun til þess að það brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu.“ Fangelsismál Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Nýtt samstarfsverkefni lögreglu, fangelsismálayfirvalda, félagasamtaka og sveitarfélaga var kynnt á miðvikudag undir heitinu Exit en það veitir föngum aukinn stuðning að lokinni afplánun. Markmiðið er að fangar hverfi frá ofbeldi og afbrotum í skiptum fyrir heilbrigðara líferni Í tilefni þessa flutti félag fanga Afstaða sérfræðing í málefnum sem tengjast úrsögnum úr öfgahópum og ofbeldisfullum glæpasamtökum til landsins til að halda erindi fyrir ýmsa aðila. Hann er fyrrverandi forstöðumaður Exit í Svíþjóð og stýrði Exit í í Bandaríkjunum um tíma. „Hugmyndin er að gefa fólki annað tækifæri og hjálpa því að komast aftur inn í samfélagið að því er varðar félagslega aðlögun. Hvernig byggir maður upp nýja, jákvæða félagslega sjálfsmynd og ný félagsleg tengslanet? Einnig hvað varðar hagnýta þáttinn: Hvernig er að búa við lífsstíl glæpa og öfgahyggju og komast aftur í það horf að eiga íbúð og vera í vinnu? Brjóta niður fordóma samfélagsins. “ Robert hefur sjálfur verið endurheimtur úr heimi öfga og haturs en frá fjórtán ára aldri var hann meðlimur nýnasista. Hann segir vandræði í skóla og lítið sjálfstraust eina megin ástæðuna fyrir því að hann leiddist á þá braut. „Ég var virkur í þeim hópi í um fjögur til fimm ár. Heimsmynd hópsins sem ég tilheyrði snerist um yfirburði hvíta kynstofnsins. Við vorum á móti menningarblöndun.“ Sjálfsvinna hafi verið lykillinn að losna úr vítahring ofbeldis og haturs. „Það er frekar fyndið að þegar ég fékk gleraugun mín byrjaði ég að lesa mikið og eftir því sem ég lærði meira um hugmyndafræðina áttaði ég mig líka á því að við lifðum í raun ekki samkvæmt henni. Það var mikið um drykkju, slagsmál og afbrigðilega hegðun. Ég hætti að drekka, byrjaði að æfa og reyndi að bæta lífsstíl minn. Það stakk mjög í stúf við samtökin í heild sinni. Ég varð fyrir nokkrum vonbrigðum með vini mína og fólkið í kringum mig í hópnum. Þetta leiddi í raun til þess að það brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu.“
Fangelsismál Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira