Veður

Hiti gæti náð upp undir 10 gráður

Agnar Már Másson skrifar
Búast má við blíðviðri á suðvesturhluta landsins en sömu sögu er ekki að segja austanlands.
Búast má við blíðviðri á suðvesturhluta landsins en sömu sögu er ekki að segja austanlands. Vísir/Anton Brink

Bjart verður að mestu suðvestanlands í dag, laugardag, en búast má við rigningu, slyddu eða súld með köflum um austanvert landið og einnig við norðurströndina. Gert er ráð fyrir norðaustanverðri vindátt, 8 til 15 metrum á sekúndu, hægari norðaustanlands, en 10-18 syðst.

Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar en þar segir að hiti verði 1 til 9 stig. Gert er ráð fyrir norðaustanverðri vindátt, 8 til 15 metrum á sekúndu, hægari norðaustanlands, en 10-18 syðst.

Á sunnudag og mánudag megi búast við norðaustan 8 til 15 m/s, en 13 til 20 syðst. Rigning eða slydda með köflum verði á austanverðu landinu en úrkomuminna á Vestfjörðum. Lengst af verði þurrt í öðrum landshlutum. Hiti 0 til 7 stig.

Í hugleiðingum Veðurfræðings segir að hæðin yfir Grænlandi haldi velli eins og undanfarna daga og lægð vestur af Írlandi haldi austan og norðaustanátt að landinu.

Hiti verði almennt yfir frostmarki og gæti farið upp undir 10 gráður syðst á landinu en fyrir norðan verði hitinn 1 til 4 gráður yfir frostmarki.

Úrkoma sé einkum bundin við austanvert landið, einna mest austantil á Suðausturlandi og á sunnanverðum Austfjörðum. Vestantil verði yfirleitt þurrt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×