Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar 8. desember 2025 07:30 Heilbrigðiskerfið á að vera skjól þegar fólk stendur á barmi örvæntingar. Staður þar sem einstaklingar fá hjálp, hlýju og skilning þegar þeir ráða ekki lengur við eigin aðstæður. Fyrir mig hefur raunveruleikinn hins vegar oft verið allt annar. Ég upplifi ítrekað hroka og leiðindi þegar ég leita mér aðstoðar. Samtölin eru stutt og óhnitmiðuð, augnaráðin köld og viðmótið þannig að mér líður eins og ég sé fyrir. Mjög oft hef ég verið send heim á mjög slæmum tímum, jafnvel eftir að ég hef þegar lent í aðstæðum sem sýna svart á hvítu að grípa hefði þurft inn í. Afleiðingin er sú að ég fer heim án raunverulegrar hjálpar, með meiri skömm, meiri kvíða og dýpri vanmátt. Þá verður tilfinningin sú að ég sé byrði. Byrði fyrir kerfið. Byrði fyrir starfsfólkið. Byrði fyrir samfélagið. Sú tilfinning er sérstaklega þung þegar maður glímir við alvarlegan og fjölþættan geðrænan vanda. Ég geri mér grein fyrir því að ég hef oft þurft að leita í heilbrigðiskerfið. Það kann að vera of oft í augum sumra. En það er ekki vegna þess að ég vil vera fyrir. Ekki vegna þess að ég vil misnota kerfið. Og alls ekki til að fá athygli. Heldur vegna þess að ég er veik og oft ræð ég einfaldlega ekki við vanda minn ein. Það sem særir mig mest er tilfinningin um að vera ekki tekin alvarlega fyrr en allt er orðið mjög slæmt og stundum ekki einu sinni þá. Ég upplifi að mér sé mætt sem „flóknu máli“, “manneskju sem hefur mætt of oft” eða „erfiðum sjúklingi“ í stað þess að horft sé á einstaklinginn á bak við einkennin. Á bak við hegðunina er ótti, vanmáttur og hjálparbeiðni. Þegar fólk er í mikilli geðrænni neyð hverfur oft geta til að orða hlutina rétt, útskýra skipulega og fylgja öllum reglum kerfisins. Þá þarf kerfið að geta mætt fólki þar sem það er statt, ekki bæta á byrðina með kulda eða afskiptaleysi. Ég geri mér fulla grein fyrir því að álag í heilbrigðiskerfinu er gríðarlegt. Starfsfólk vinnur við erfiðar aðstæður og með takmörkuð úrræði. En mannleg reisn má aldrei verða eftir. Orð, tónn og raunveruleg hlustun skipta sköpum þegar manneskja er þegar brotin niður af veikindum. Alvarlegast er þó að þessi upplifun mín hefur smám saman skapað ótta við að leita mér aftur hjálpar. Þegar fólk fer að óttast kerfið sem á að veita því skjól, þá er eitthvað alvarlega rangt. Ég er ekki að biðja um forréttindi. Ég er að biðja um virðingu. Um að vera mætt sem manneskja. Um að fá hjálp áður en allt fer úr böndunum, ekki aðeins eftir að skaðinn er orðinn. Höfundur er kennaranemi og einstaklingur sem glímir við geðrænan vanda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Halldór 03.1.2026 Halldór Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Heilbrigðiskerfið á að vera skjól þegar fólk stendur á barmi örvæntingar. Staður þar sem einstaklingar fá hjálp, hlýju og skilning þegar þeir ráða ekki lengur við eigin aðstæður. Fyrir mig hefur raunveruleikinn hins vegar oft verið allt annar. Ég upplifi ítrekað hroka og leiðindi þegar ég leita mér aðstoðar. Samtölin eru stutt og óhnitmiðuð, augnaráðin köld og viðmótið þannig að mér líður eins og ég sé fyrir. Mjög oft hef ég verið send heim á mjög slæmum tímum, jafnvel eftir að ég hef þegar lent í aðstæðum sem sýna svart á hvítu að grípa hefði þurft inn í. Afleiðingin er sú að ég fer heim án raunverulegrar hjálpar, með meiri skömm, meiri kvíða og dýpri vanmátt. Þá verður tilfinningin sú að ég sé byrði. Byrði fyrir kerfið. Byrði fyrir starfsfólkið. Byrði fyrir samfélagið. Sú tilfinning er sérstaklega þung þegar maður glímir við alvarlegan og fjölþættan geðrænan vanda. Ég geri mér grein fyrir því að ég hef oft þurft að leita í heilbrigðiskerfið. Það kann að vera of oft í augum sumra. En það er ekki vegna þess að ég vil vera fyrir. Ekki vegna þess að ég vil misnota kerfið. Og alls ekki til að fá athygli. Heldur vegna þess að ég er veik og oft ræð ég einfaldlega ekki við vanda minn ein. Það sem særir mig mest er tilfinningin um að vera ekki tekin alvarlega fyrr en allt er orðið mjög slæmt og stundum ekki einu sinni þá. Ég upplifi að mér sé mætt sem „flóknu máli“, “manneskju sem hefur mætt of oft” eða „erfiðum sjúklingi“ í stað þess að horft sé á einstaklinginn á bak við einkennin. Á bak við hegðunina er ótti, vanmáttur og hjálparbeiðni. Þegar fólk er í mikilli geðrænni neyð hverfur oft geta til að orða hlutina rétt, útskýra skipulega og fylgja öllum reglum kerfisins. Þá þarf kerfið að geta mætt fólki þar sem það er statt, ekki bæta á byrðina með kulda eða afskiptaleysi. Ég geri mér fulla grein fyrir því að álag í heilbrigðiskerfinu er gríðarlegt. Starfsfólk vinnur við erfiðar aðstæður og með takmörkuð úrræði. En mannleg reisn má aldrei verða eftir. Orð, tónn og raunveruleg hlustun skipta sköpum þegar manneskja er þegar brotin niður af veikindum. Alvarlegast er þó að þessi upplifun mín hefur smám saman skapað ótta við að leita mér aftur hjálpar. Þegar fólk fer að óttast kerfið sem á að veita því skjól, þá er eitthvað alvarlega rangt. Ég er ekki að biðja um forréttindi. Ég er að biðja um virðingu. Um að vera mætt sem manneskja. Um að fá hjálp áður en allt fer úr böndunum, ekki aðeins eftir að skaðinn er orðinn. Höfundur er kennaranemi og einstaklingur sem glímir við geðrænan vanda.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun