Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar 8. desember 2025 08:15 Þetta eru skilaboðin sem stjörnvöld hafa sent Austfirðingum með nýrri samgönguáætlun. Það er kannski að bera í bakkafullan lækinn að skrifa pistil um samgöngumál, en vegna stöðunnar á Austurlandi er erfitt að sitja á sér. Hvað þýða fyrirliggjandi áætlanadrög fyrir Austfirðinga? Slagorðið var „Ræsum vélarnar“ en eins og staðan er núna lítur út fyrir að á Austurlandi verði mjög hljólátt þar sem nánast öllum framkvæmdum er slegið á frest, hvort sem um er að ræða göng, þjóðveg 1 eða Öxi. Og talandi um Öxi, þá hefjast framkvæmdir við heilsársveg yfir Öxi ekki að neinu marki fyrr en á tímabilinu 2031-2035 samkvæmt áætluninni. Eins og margir vita er umferð yfir Öxi oft á tíðum meiri en um þjóðveg 1 og er umferðarþunginn yfir þennan 18 kílómetra malarveg slíkur að ekki hefst undan að sinna viðhaldi á honum. Þá er ótalin slysahætta og þjóðhagsleg hagkvæmni þess að stytta leiðina milli Suðurlands og miðausturlands um 67 kílómetra. Vegurinn er langt kominn í hönnun og sveitarfélög á Austurlandi hafa verið einhuga um að framkvæmdin ætti að vera í forgangi. Ítrekar hefur framkvæmdums samt verið frestað þar en það sem þarf að gera er að færa til fjármuni og ræsa vélarnar. Samkvæmt nýlegri greiningu Analytica skapar Austurland gríðarleg verðmæti, þar búa 2,9% landsmanna en þessi prósenta skilar 23% af útflutningstekjum þjóðarinnar sem er tæplega 10x hærra en annars staðar. Tekjurnar koma meðal annars frá sjávarútvegi, fiskeldi, álframleiðslu og ferðaþjónustu. Þar að auki er tæplega þriðjungur alls rafmagns íslendingar nota framleitt á Austurlandi. Þegar einn landsfjórðungur skilar jafn miklu inn í samneyslu þjóðarinnar ætti það ekki að leiða til þess að fjórðungurinn sitji eftir í innviðauppbyggingu en engar stórar framkvæmdir hafa verið í vegamálum á Austurlandi í áraraðir. Það næsta sem kemst því er brú yfir Hornafjarðarfljót, sem er í Suðurkjördæmi. Austfirðingar lifa í þeirri von að hlutur fjórðungsins verði réttur í meðhöndlun samgönguáætlunar á Alþingi. Þegar samgönguáætlun verður tekin til umræðu á Alþingi vil ég hvetja alla alþingismenn, hvar í flokki sem þeir standa, til að leiðrétta áætlunina og fylla upp í það holrúm sem hefur myndast í framkvæmdum á samgönguinnviðum á Austurlandi. Til dæmis með því að færa fjármuni sem ætlaðir eru í famkvæmdir við veginn yfir Öxi framar þannig að heilsársvegur verði kominn í gagnið á næstu fimm árum. Þó að mistök hafi átt sér stað við gerð í þessum drögum að samgönguáætlun, þá er enn tækifæri til að leiðrétta þau mistök. Höfundur er Austfirðingur, búsettur á Djúpavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jarðgöng á Íslandi Múlaþing Fjarðabyggð Vegagerð Samgönguáætlun Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Þetta eru skilaboðin sem stjörnvöld hafa sent Austfirðingum með nýrri samgönguáætlun. Það er kannski að bera í bakkafullan lækinn að skrifa pistil um samgöngumál, en vegna stöðunnar á Austurlandi er erfitt að sitja á sér. Hvað þýða fyrirliggjandi áætlanadrög fyrir Austfirðinga? Slagorðið var „Ræsum vélarnar“ en eins og staðan er núna lítur út fyrir að á Austurlandi verði mjög hljólátt þar sem nánast öllum framkvæmdum er slegið á frest, hvort sem um er að ræða göng, þjóðveg 1 eða Öxi. Og talandi um Öxi, þá hefjast framkvæmdir við heilsársveg yfir Öxi ekki að neinu marki fyrr en á tímabilinu 2031-2035 samkvæmt áætluninni. Eins og margir vita er umferð yfir Öxi oft á tíðum meiri en um þjóðveg 1 og er umferðarþunginn yfir þennan 18 kílómetra malarveg slíkur að ekki hefst undan að sinna viðhaldi á honum. Þá er ótalin slysahætta og þjóðhagsleg hagkvæmni þess að stytta leiðina milli Suðurlands og miðausturlands um 67 kílómetra. Vegurinn er langt kominn í hönnun og sveitarfélög á Austurlandi hafa verið einhuga um að framkvæmdin ætti að vera í forgangi. Ítrekar hefur framkvæmdums samt verið frestað þar en það sem þarf að gera er að færa til fjármuni og ræsa vélarnar. Samkvæmt nýlegri greiningu Analytica skapar Austurland gríðarleg verðmæti, þar búa 2,9% landsmanna en þessi prósenta skilar 23% af útflutningstekjum þjóðarinnar sem er tæplega 10x hærra en annars staðar. Tekjurnar koma meðal annars frá sjávarútvegi, fiskeldi, álframleiðslu og ferðaþjónustu. Þar að auki er tæplega þriðjungur alls rafmagns íslendingar nota framleitt á Austurlandi. Þegar einn landsfjórðungur skilar jafn miklu inn í samneyslu þjóðarinnar ætti það ekki að leiða til þess að fjórðungurinn sitji eftir í innviðauppbyggingu en engar stórar framkvæmdir hafa verið í vegamálum á Austurlandi í áraraðir. Það næsta sem kemst því er brú yfir Hornafjarðarfljót, sem er í Suðurkjördæmi. Austfirðingar lifa í þeirri von að hlutur fjórðungsins verði réttur í meðhöndlun samgönguáætlunar á Alþingi. Þegar samgönguáætlun verður tekin til umræðu á Alþingi vil ég hvetja alla alþingismenn, hvar í flokki sem þeir standa, til að leiðrétta áætlunina og fylla upp í það holrúm sem hefur myndast í framkvæmdum á samgönguinnviðum á Austurlandi. Til dæmis með því að færa fjármuni sem ætlaðir eru í famkvæmdir við veginn yfir Öxi framar þannig að heilsársvegur verði kominn í gagnið á næstu fimm árum. Þó að mistök hafi átt sér stað við gerð í þessum drögum að samgönguáætlun, þá er enn tækifæri til að leiðrétta þau mistök. Höfundur er Austfirðingur, búsettur á Djúpavogi.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar